Fara í efni

Arnar Sigurðsson óskar eftir að fá stækkun á lóð við Stóragarð 6 og byggja þar hús

Málsnúmer 201602097

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 1. fundur - 08.03.2016

Óskað er eftir viðræðum um lóðarstækkun við Stóragarð 6 með möguleika á uppbyggingu húss undir ferðaþjónustu innan lóðarstækkunarinnar. Ennfremur er óskað eftir leyfi fyrir tveimur auglýsingaskiltum vegna núverandi ferðaþjónustu.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu lóðarstækkunar.

Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita umsækjanda leyfi fyrir tveimur merkingarskiltum þegar nánari útfærsla þeirra liggur fyrir.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 2. fundur - 12.04.2016

Arnar Sigurðsson fyrir hönd Sjóferða Arnars sækir um lóðarstækkun og byggja hús fyrir ferðamenn að Stóragarði 6. Erindið var áður til umfjöllunar á síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar.
Meirihluti skipulags- og umhverfisnefndar leggst gegn umbeðinni lóðarstækkun á þessu stigi. Örlygur Hnefill er hlynntur umbeðinni lóðarstækkun.