Fara í efni

Trésmiðjan Rein sækir um lóðina Víðimóar 8 640 Húsavík

Málsnúmer 201602106

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 1. fundur - 08.03.2016

Óskað er eftir lóðinni að Víðimóum 8 á Húsavík til uppbyggingar stálgrindarskemmu. Sérstaklega er tiltekið í umsókn að ekki sé þörf á tafarlausri gatnagerð vegna lóðarinnar þar sem umsækjandi getur nýtt eigin lóð til aðkomunnar tímabundið.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Trésmiðjunni Rein verði úthlutað lóðinni. Sérstaklega verði samið um gatnagerð og greiðslu gatnagerðargjalda í ljósi aðstæðna.

Sveitarstjórn Norðurþings - 56. fundur - 15.03.2016

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 1. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings:
"Trésmiðjan Rein hefur óskað er eftir lóðinni að Víðimóum 8 á Húsavík til uppbyggingar stálgrindarskemmu. Sérstaklega er tiltekið í umsókn að ekki sé þörf á tafarlausri gatnagerð vegna lóðarinnar þar sem umsækjandi getur nýtt eigin lóð til aðkomunnar tímabundið.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Trésmiðjunni Rein verði úthlutað lóðinni. Sérstaklega verði samið um gatnagerð og greiðslu gatnagerðargjalda í ljósi aðstæðna."
Til máls tók: Sif.

Tillagan var samþykkt samhljóða.