Fara í efni

Deiliskipulag í Ásbyrgi, skipulagslýsing

Málsnúmer 201511064

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 134. fundur - 17.11.2015

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag þjónustusvæðis í Ásbyrgi.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Bæjarstjórn Norðurþings - 53. fundur - 01.12.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 134. fundi skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings: "Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag þjónustusvæðis í Ásbyrgi. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006."
Til máls tók: Óli

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 137. fundur - 11.02.2016

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag þjónustusvæðis í Ásbyrgi.
Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni.
Skipulagsstofnun telur að skipulagstillagan falli undir lög um umhverfismat áætlana og minnir jafnframt á að framkvæmdir sem falla undir 1. viðauka, lið 12.05, B-flokk séu tilkynningarskyldar til Skipulagsstofnunar. Stofnunin vekur athygli á ákvæði um umsagnaraðila sbr. 68. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 þegar unnið er deiliskipulag á náttúrurverndarsvæðum og svæðum sem njóta sérstakrar náttúruverndar. Loks er minnt á að senda þarf deiliskipulagstillöguna ásamt umhverfisskýrslu á Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og aðra umsagnaraðila eftir því sem við á meðan á auglýsingatíma stendur.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra telur að í lýsingunni sé gerð fullnægjandi grein fyrir þeim umhverfisþáttum sem fyrir áhrifum geta orðið og gera því ekki athugasemd við hana.
Vegagerðin óskar þess að samráð verði haft við Vegagerðina við gerð deiliskipulagsins vegna tenginga svæða norðan við Norðausturveg. Í því sambandi verði horft til fjarlægða milli tenginga og ákvæða veghönnunarreglna.
Hvorki hefur borist umsögn frá Umhverfisstofnun né Minjavernd.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fram komnar ábendingar og óskar þess að tillit verði tekið til þeirra við áframhald deiliskipulagsvinnu.