Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

134. fundur 17. nóvember 2015 kl. 14:00 - 17:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sif Jóhannesdóttir formaður
  • Röðull Reyr Kárason aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Arnar Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • test
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag í Reitnum

Málsnúmer 201510034Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag í Reitnum á Húsavík.

Í ljósi frestunar á fundi bæjarstjórnar verður að breyta tímaáætlun skipulagsferilsins til samræmis.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

2.Deiliskipulag suðurhafnar

Málsnúmer 201511061Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag 1. áfanga suðurhafnar á Húsavík.

Í ljósi frestunar á fundi bæjarstjórnar verður að breyta tímaáætlun skipulagsferilsins til samræmis.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnarnefnd og bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

3.Deiliskipulag í Ásbyrgi, skipulagslýsing

Málsnúmer 201511064Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag þjónustusvæðis í Ásbyrgi.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

4.Arnhildur Pálmadóttir f.h eigenda Barðahússins Hafnarstétt 23 gerir fyrirspurn um hugsanlegar breytingar hússins

Málsnúmer 201511070Vakta málsnúmer

Óskað er eftir að skilmálum deiliskipulags miðhafnarsvæðis Húsavíkur verði breytt til að rýmka möguleika á byggingu húss ofan á þaki Barðahúss að Hafnarstétt 23. Breytingin fæli í sér að í stað 45 m² húss á þaki hússins mætti byggja allt að 150 m² byggingu. Jafnframt verði ákvæðum um þakform byggingar breytt. Meðfylgjandi erindi er rissmynd af mögulegum byggingarreit og þakformi.

Skipulags- og byggingarnefnd er ekki reiðubúin á þessu stigi að auka byggingarrétt til samræmis við hugmyndir lóðarhafa en lýsir sig reiðubúna til að skoða aukinn byggingarrétt með tilheyrandi rökstuðningi.

5.LNS Saga ehf. sækir um lóðir á Höfða fyrir vinnubúðir

Málsnúmer 201511065Vakta málsnúmer

Óskað er eftir tímabundnum afnotum af lóðunum að Höfða 14, 16 og 18 undir svefnbúðir og mötuneyti fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að vinnubúðir stæðu á lóðunum til desember 2017.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða uppsetningu vinnubúða. Grenndarkynning næði til Höfða 9, 11, 12 og 20.

6.Sigvaldi O. Aðalsteinsson sækir um lóðir undir íbúðarhús á Raufarhöfn

Málsnúmer 201511011Vakta málsnúmer

Óskað er eftir tveimur lóðum til uppbyggingar íbúðarhúsa á Raufarhöfn. Lóðirnar væru þar sem áður stóðu Árblik og Kveldblik.

Skipulags- og byggingarnefnd telur sér ekki fært að fara í deiliskipulagsvinnu á svæðinu á þessu stigi en leggur til við bæjarstjórn að umsækjanda verði boðinn samningur um kostun deiliskipulags vegna lóðanna.

7.Bjarni Höskuldsson sækir um lóðarstækkun að Mararbraut 15

Málsnúmer 201511054Vakta málsnúmer

Óskað er eftir lóðarstækkun til suðurs frá núverandi lóð. Svæðið hefur umsækjandi notað sem bílastæði til langs tíma. Meðfylgjandi umsókn er teikning af fyrirhuguðum lóðarmörkum.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjanda verði veitt umrædd lóðarstækkun, en með þeirri kvöð að brunahani sem er við núverandi lóðarmörk megi verða innan lóðar þar til gengið verður endanlega frá bílastæði.

8.Jón Ágúst Bjarnason sækir um lóðarstækkun á Mararbraut 17

Málsnúmer 201511052Vakta málsnúmer

Óskað er eftir lóðarstækkun til norðurs frá núverandi lóð. Svæðið hefur umsækjandi notað sem bílastæði til langs tíma. Meðfylgjandi umsókn er teikning af fyrirhuguðum lóðarmörkum.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjanda verði veitt umrædd lóðarstækkun.

9.Örn Sigurðsson óskar eftir samþykki til að breyta fjárhúsum að Skógum 2 í gistiskála

Málsnúmer 201511004Vakta málsnúmer

Óskað er eftir heimild Norðurþings til að breyta fjárhúsum að Skógum 2 í Reykjahverfi í gistiskála. Fyrir liggur rissmynd af mögulegu fyrirkomulagi.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst fyrir sitt leyti á breytta notkun fjárhússins en felur byggingarfulltrúa að afgreiða byggingarleyfisumsókn þegar fullnægjandi teikningar hafa borist.

10.Fasteignafélag Húsavíkur óskar eftir leyfi til að breyta þaki Höfða 24d og innrétta þar íbúðir

Málsnúmer 201511021Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að lyfta þaki og innrétta 6 stúdíóíbúðir að Höfða 24d. Meðfylgjandi umsókn eru rissmyndir af fyrirkomulagi og undirritað samþykki nágranna.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst fyrir sitt leyti á að þak verði hækkað og innréttaðar stúdíóíbúðir í rýminu. Nefndin áréttar þó að ekki verði farið í framkvæmdir fyrr en lagðar hafa verið fram og samþykktar fullnægjandi teikningar hjá byggingarfulltrúa.

11.Örlygur Hnefill Örlygsson f.h Könnunarsögusafnsins ehf. óskar eftir leyfi til að setja upp minnisavarða framan við Húsavík Cape Hotel

Málsnúmer 201511022Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að setja upp útsýnispall, minnismerki og söguás framan við Húsavík Cape Hotel. Jafnframt yrðu útbúin bílastæði við pallinn. Meðfylgjandi umsókn er rissmynd af fyrirkomulagi.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjenda verði heimilað að hanna nánar mannvirkin og leggja fram til samþykktar.

12.Örlygur Hnefill Örlygsson f.h. Könnunarsögusafnsins ehf. óskar eftir leyfi fyrir skiltum á suðurhlið safnsins

Málsnúmer 201511023Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til aðs setja veggmerkingu á suðurhlið Hlöðufells að Héðinsbraut 3a. Um er að ræða fjögur sjálfstæð skilti sem saman mynda eina heild og kynna mismunandi sýningarhluta í safninu. Skiltin eru 344 cm á hæð og 90-180 cm breið hvert um sig.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.

13.Almar Eggertsson f.h. Ríkiseigna sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum neðri hæðar á Gamla sjúkrahúsi, Auðbrekku 4

Málsnúmer 201511048Vakta málsnúmer

Breyting felst í að innrétta litlar íbúðir. Meðfylgjandi umsókn eru teikningar unnar af Almari Eggertssyni hjá Faglausn.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi teikningar hafa borist.

14.Jónas Guðmundsson sækir um leyfi til að gera bílastæði inná lóð hússins að Garðarsbraut 31

Málsnúmer 201510134Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að gera bílastæði inn á lóð Garðarsbrautar 31. Meðfylgjandi umsókn er rissmynd af framkvæmdinni.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir gerð bílastæðis á lóðinni fyrir sitt leyti.

15.Halldór Valdimarsson f.h. Gafls félags um Þingeyskan byggingararf sendir ályktun af aðalfundi félagsins þar sem sveitarfélagið er hvatt til að láta gera húsakannanir

Málsnúmer 201510138Vakta málsnúmer

Gafl, félag um þingeyskan byggingararf hvetur skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings til að standa að gerð húsakannana sem víðast í Norðurþingi áður en hafist verði handa við að breyta eða fjarlægja merkar byggingar í sveitarfélaginu.

Skipulags- og byggingarnefnd hefur á undanförnum árum unnið að húsakönnunum í sveitarfélaginu í tengslum við deiliskipulagsgerð. Ljóst er að fjárveitingar til húsakannana hafa verið af skornum skammti til þessa og betur má ef duga skal. Nefndin lýsir yfir fullum vilja til að standa að gerð húsakannana eftir því sem fjárveitingar duga.

16.Pétur Jónasson f.h. M W Group sækir um leyfi fyrir skilti við framkvæmdasvæðið á Bakka

Málsnúmer 201511062Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að setja upp tímabundið skilti við framkvæmdasvæðið á Bakka. Skiltið er 4x6 m² að fleti og mun standa við aðkomu að lóðinni að Bakkavegi 2 þar sem uppbygging er hafin að verksmiðju PCC Bakki Silicon. Meðfylgjandi erindi eru myndir af fyrirhuguðu skilti. Skiltið mun standa til verkloka uppbyggingar sem áætluð eru í lok árs 2017.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.

17.Rarik ohf. óskar eftir framkvæmdaleyfi til að leggja 11 KV rafstreng frá aðveitustöð við Húsavík á Höskuldavatnshnjúk

Málsnúmer 201510093Vakta málsnúmer

Óskað var eftir leyfi til að leggja 11 kV rafstreng frá aðveitustöð við Húsavík að skíðasvæði við Höskuldsvatnshnjúk.

Erindið var samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 16. október s.l.

18.Örlygur Hnefill Örlygsson f.h. Könnunarsögusafnsins ehf. óskar eftir lóðarstækkun og nýjum lóðarsamningi að Héðinsbraut 3A

Málsnúmer 201511068Vakta málsnúmer

Óskað er eftir að gefinn verði út lóðarleigusamningur fyrir Hlöðufell að Héðinsbraut 3a til samræmis við afmörkun lóðarinnar í deiliskipulagi.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að gefinn verði út lóðarleigusamningur til samræmis við gildandi deiliskipulag.

Fundi slitið - kl. 17:15.