Fara í efni

LNS Saga ehf. sækir um lóðir á Höfða fyrir vinnubúðir

Málsnúmer 201511065

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 134. fundur - 17.11.2015

Óskað er eftir tímabundnum afnotum af lóðunum að Höfða 14, 16 og 18 undir svefnbúðir og mötuneyti fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að vinnubúðir stæðu á lóðunum til desember 2017.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða uppsetningu vinnubúða. Grenndarkynning næði til Höfða 9, 11, 12 og 20.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 135. fundur - 24.11.2015

Óskað er eftir tímabundnum afnotum af lóðunum að Höfða 14, 16 og 18 undir svefnbúðir og mötuneyti fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að vinnubúðir stæðu á lóðunum til desember 2017. Erindið var áður til umfjöllunar á fundi skipulags- og byggingarnefndar 17. nóvember s.l. og þá ákveðið að grenndarkynna fyrirhugaðar byggingar.

Umsækjandi hefur nú skilað inn skriflegu samþykki þeirra nágranna sem tilgreindir voru vegna grenndarkynningarinnar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að LNS Sögu ehf verði úthlutað lóðunum þremur tímabundið til ársloka 2017 undir vinnubúðir. Byggingarfulltrúa verði heimilað að veita lóðarhafa byggingarleyfi fyrir vinnubúðunum til samræmis við framlagða teikningu. Þar sem lóðaafnot eru tímabundin verði embættismönnum bæjarins falið að semja sérstaklega um gjöld vegna tengingar lóðanna við götur og lagnir.

Bæjarstjórn Norðurþings - 53. fundur - 01.12.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 135. fundi skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings: "Óskað er eftir tímabundnum afnotum af lóðunum að Höfða 14, 16 og 18 undir svefnbúðir og mötuneyti fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að vinnubúðir stæðu á lóðunum til desember 2017. Erindið var áður til umfjöllunar á fundi skipulags- og byggingarnefndar 17. nóvember s.l. og þá ákveðið að grenndarkynna fyrirhugaðar byggingar. Umsækjandi hefur nú skilað inn skriflegu samþykki þeirra nágranna sem tilgreindir voru vegna grenndarkynningarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að LNS Sögu ehf verði úthlutað lóðunum þremur tímabundið til ársloka 2017 undir vinnubúðir. Byggingarfulltrúa verði heimilað að veita lóðarhafa byggingarleyfi fyrir vinnubúðunum til samræmis við framlagða teikningu. Þar sem lóðaafnot eru tímabundin verði embættismönnum bæjarins falið að semja sérstaklega um gjöld vegna tengingar lóðanna við götur og lagnir. "
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar