Fara í efni

Sigvaldi O. Aðalsteinsson sækir um lóðir undir íbúðarhús á Raufarhöfn

Málsnúmer 201511011

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 134. fundur - 17.11.2015

Óskað er eftir tveimur lóðum til uppbyggingar íbúðarhúsa á Raufarhöfn. Lóðirnar væru þar sem áður stóðu Árblik og Kveldblik.

Skipulags- og byggingarnefnd telur sér ekki fært að fara í deiliskipulagsvinnu á svæðinu á þessu stigi en leggur til við bæjarstjórn að umsækjanda verði boðinn samningur um kostun deiliskipulags vegna lóðanna.

Bæjarstjórn Norðurþings - 53. fundur - 01.12.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 134. fundi skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings: "Óskað er eftir tveimur lóðum til uppbyggingar íbúðarhúsa á Raufarhöfn. Lóðirnar væru þar sem áður stóðu Árblik og Kveldblik. Skipulags- og byggingarnefnd telur sér ekki fært að fara í deiliskipulagsvinnu á svæðinu á þessu stigi en leggur til við bæjarstjórn að umsækjanda verði boðinn samningur um kostun deiliskipulags vegna lóðanna. "
Til máls tók: Sif

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar