Fara í efni

Arnhildur Pálmadóttir f.h eigenda Barðahússins Hafnarstétt 23 gerir fyrirspurn um hugsanlegar breytingar hússins

Málsnúmer 201511070

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 134. fundur - 17.11.2015

Óskað er eftir að skilmálum deiliskipulags miðhafnarsvæðis Húsavíkur verði breytt til að rýmka möguleika á byggingu húss ofan á þaki Barðahúss að Hafnarstétt 23. Breytingin fæli í sér að í stað 45 m² húss á þaki hússins mætti byggja allt að 150 m² byggingu. Jafnframt verði ákvæðum um þakform byggingar breytt. Meðfylgjandi erindi er rissmynd af mögulegum byggingarreit og þakformi.

Skipulags- og byggingarnefnd er ekki reiðubúin á þessu stigi að auka byggingarrétt til samræmis við hugmyndir lóðarhafa en lýsir sig reiðubúna til að skoða aukinn byggingarrétt með tilheyrandi rökstuðningi.