Fara í efni

Bjarni Höskuldsson sækir um lóðarstækkun að Mararbraut 15

Málsnúmer 201511054

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 134. fundur - 17.11.2015

Óskað er eftir lóðarstækkun til suðurs frá núverandi lóð. Svæðið hefur umsækjandi notað sem bílastæði til langs tíma. Meðfylgjandi umsókn er teikning af fyrirhuguðum lóðarmörkum.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjanda verði veitt umrædd lóðarstækkun, en með þeirri kvöð að brunahani sem er við núverandi lóðarmörk megi verða innan lóðar þar til gengið verður endanlega frá bílastæði.

Bæjarstjórn Norðurþings - 53. fundur - 01.12.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 134. fundi skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings: "Óskað er eftir lóðarstækkun til suðurs frá núverandi lóð. Svæðið hefur umsækjandi notað sem bílastæði til langs tíma. Meðfylgjandi umsókn er teikning af fyrirhuguðum lóðarmörkum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjanda verði veitt umrædd lóðarstækkun, en með þeirri kvöð að brunahani sem er við núverandi lóðarmörk megi verða innan lóðar þar til gengið verður endanlega frá bílastæði."
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar