Sveitarstjórn Norðurþings

55. fundur 16. febrúar 2016 kl. 16:15 - 17:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Olga Gísladóttir aðalmaður
 • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
 • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
 • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
 • Óli Halldórsson aðalmaður
 • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
 • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
 • Margrét Hólm Valsdóttir Ritari
 • Erna Björnsdóttir 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir Skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Beiðni frá Friðriki Sigurðssyni um lausn frá störfum úr sveitarstjórn

201602015

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Friðriki Sigurðssyni um lausn frá störfum í sveitarstjórn þar sem hann hyggur á flutning lögheimilis úr sveitarfélaginu og mun þar af leiðandi missa kjörgengi sitt skv. 22.gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Norðurþings.
SVeitarstjórn samþykkir beiðni Friðriks um lausn frá störfum.

2.Kjör forseta sveitarstjórnar út kjörtímabil forseta

201406045

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi tillaga um forseta sveitarstjórnar út kjörtímabil forseta.

Gerð er tillaga um Ernu Björnsdóttur sem forseta sveitarstjórnar út kjörtímabil forseta.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

3.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögra ára og tilnefningar á aðalfundi 2014-2018

201406045

Fyrir sveitarstjórn liggja tillögur um kjör fulltrúa í nefndir og ráð:
Fyrir fundinum liggur eftirfarandi tillaga:

Félagsmálanefnd Norðurþings:
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
Sif Jóhannesdóttir
Anna Ragnarsdóttir
Örlygur Hnefill Örlygsson, varaformaður
Hróðný Lund

Varamenn:
Berglind Pétursdóttir
Trausti Aðalsteinsson
Sigríður Hauksdóttir
Kristrún Ýr Einarsdóttir
María Guðrún Jónsdóttir

Fræðslunefnd
Olga Gísladóttir, formaður
Stefán L. Rögnvaldsson
Sigríður Hauksdóttir, varaformaður
Anný Peta Sigmundsdóttir
Erla Dögg Ásgeirsdóttir

Varamenn:
Þór Stefánsson
Trausti Aðalsteinsson
Rebekka Ásgeirsdóttir
Gunnlaugur Stefánsson
Sigríður Valdimarsdóttir

Æskulýðs- og menningarnefnd
Erna Björnsdóttir, formaður
Jóhanna Kristjánsdóttir
Dögg Stefánsdóttir, varaformaður
Áslaug Guðmundsdóttir
Gunnar Illugi Sigurðsson

Varamenn:
Kristrún Ýr Einarsdóttir
Stefán Jón Sigurgeirsson
Ásrún Ósk Einarsdóttir
Sigríður Benediktsdóttir
Berglind Pétursdóttir

Framkvæmdanefnd
Sigurgeir Höskuldsson ,formaður
Arnar Guðmundsson
Trausti Aðalsteinsson, varaformaður
Hjálmar Bogi Hafliðason
Kjartan Páll Þórarinsson

Varamenn:
Arnar Sigurðsson
Örlygur Hnefill Örlygsson
Sigurður Ágúst Þórarinsson
Björn Víkingur Björnsson
Árni Sigurbjarnarson

Hafnanefnd
Trausti Aðalsteinsson, formaður
Hjálmar Bogi Hafliðason
Sigurgeir Höskuldsson, varaformaður

Varamenn:
Arnar Sigurðsson
Kjartan Páll Þórarinsson
Sigurður Ágúst Þórarinsson

Skipulags- og umhverfisnefnd
Sif Jóhannesdóttir formaður
Röðull Reyr Kárason
Örlygur Hnefill Örlygsson, varaformaður
Soffía Helgadóttir
Jónas Einarsson

Varamenn:
Guðmundur H. Halldórsson
Sigríður Hauksdóttir
Arnar Guðmundsson
Gunnar Páll Baldursson
Björn Halldórsson
Landsþing SÍS:
Erna Björnsdóttir
Óli Halldórsson
Gunnlaugur Stefánsson

Varamenn:
Olga Gísladóttir
Sif Jóhannesdóttir
Kjartan Páll Þórarinsson

Eyþing Aðalfundur:
Sif Jóhannesdóttir
Örlygur Hnefill Örlygsson
Gunnlaugur Stefánsson
Jónas Einarsson
Olga Gísladóttir

Varamenn:
Óli Halldórsson
Kristján Þór Magnússon
Soffía Helgadóttir
Kjartan Páll Þórarinsson
Erna Björnsdóttir

Héraðsnefnd Þingeyinga:
Óli Halldórsson
Kjartan Páll Þórarinsson

Varamenn:
Olga Gísladóttir
Gunnlaugur Stefánsson

Aðalfundur DA sf.:
Örlygur Hnefill Örlygsson
Olga Gísladóttir
Sólveig Mikaelsdóttir
Soffía Helgadóttir
Anna Ragnarsdóttir

Stjórn Menningarsjóðs Þingeyskra kvenna:
Rannveig Benediktsdóttir sem aðalmaður.
Soffía Helgadóttir sem varamaður

Starfsmenntunarsjóður STH:
Sif Jóhannesdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason sem varamaður

Starfskjaranefnd STH:
Kristján Þór Magnússon
Gunnlaugur Aðalbjarnarson

Varamenn:
Óli Halldórsson
Olga Gísladóttir

Kjaranefnd Framsýnar:
Kristján Þór Magnússon
Gunnlaugur Aðalbjarnarson

Varamenn:
Óli Halldórsson
Olga Gísladóttir

Fulltrúaráð EBÍ:
Trausti Aðalsteinsson
Örlygur Hnefill Örlygsson sem varamaður
Til máls tóku: Gunnlaugur, Soffía, Erna, Óli

Fyrirliggjandi tillaga samþykkt samhljóða.

4.Deiliskipulag suðurhafnar

201511061

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 137. fundi skipulags- og bygginganefndar:

"Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag Suðurhafnarsvæðis á Húsavík. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni."
Nánari útlistun athugasemda má sjá í fundargerð 137. fundar skipulags- og byggingarnefndar.
"Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fram komnar athugasemdir. Tekið verður tillit til þeirra við gerð deiliskipulags.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi svæðisins. Frumhugmynd var áður kynnt á opnum almennum fundi þann 21. janúar s.l. en hefur nú verið útfærð nánar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga."

Ennfremur liggur fyrir sveitarstjórn eftirfarandi bókun frá 67. fundi framkvæmda- og hafnanefndar:

"Skipulags og byggingarnefnd hefur lagt til við framkvæmda- og hafnanefnd að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi suðurhafnar verði sett í almenna kynningu skv. ákvæðum skipulagslaga. Þórir Örn kynnti skipulagstillöguna og skipulagsferlið.
Framkvæmda- hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi suðurhafnar verði kynnt til samræmis við tillögu skipulags- og byggingarnefndar."Til máls tók: Sif.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

5.Deiliskipulag í Reitnum

201510034

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 137. fundi skipulags- og bygginganefndar Norðurþings:

"Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag íbúðarsvæðis Í5 á Húsavík, s.k. Reit. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni.
Skipulagsstofnun bendir á að þar sem fyrirhugað er að Stórigarður verði tengibraut þegar fram líða stundir er mikilvægt að tekið verði tillit til þess í skipulagsvinnunni og að gatan verði hönnum með það í huga.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna.
Umhverfisstofnun minnir á að skv. 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd nýtur votlendi s.s. hallamýrar, flóar, flæðimýrar og rústamýrar, stærri en 20.000 m² að flatarmáli sérstakrar verndar. Að öðru leiti gerir Umhverfisstofnun ekki athugasemd við ofangreinda lýsingu.
Vegagerðin gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi Reitsins. Frumhugmynd var áður kynnt á opnum almennum fundi þann 21. janúar s.l. en hefur nú verið útfærð nánar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulags- og byggingarlaga."
Tillagan var samþykkt samhljóða.

6.Hafnarreglugerð Norðurþings 2016

201511039

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 67. fundi framkvæmda- og hafnanefndar:

"Lagt fyrir nefnd til afgreiðslu. Breyting á reglugerð fyrir hafnir Norðurþings.
Framkvæmda og hafnanefnd samþykkir reglugerðina og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn."
Til máls tók: Kristján.

Sveitarstjórn samþykkir tilögu framkvæmda- og hafnanefndar að framlagðri reglugerð.

7.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 48

1602003

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 48. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

8.Bæjarráð Norðurþings - 166

1602002

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 166. fundar bæjarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 12 "Flugsamgöngur um Húsavíkurflugvöll": Kjartan, Óli og Kristján,

Eftirfarandi bókun var lögð fram:

Sveitarstjórn Norðurþings áréttar við alla þá aðila sem bera ábyrgð á flugi til og frá Húsavíkurflugvelli að tryggja hámarksöryggi flugfarþega sem um völlinn fara. Nú liggja fyrir áætlanir um endurbætur á ljósabúnaði vallarins og af því tilefni tilfærsla á ljósum sem mun hafa þau áhrif að völlurinn verður aðeins 30 m að breidd í stað 45 m áður. Það er okkar mat að þær upplýsingar sem sveitarstjórnarfólki hafa verið veittar eru nokkuð misvísandi eftir því við hvern af málsaðilum er rætt, rekstraraðila vallarins annarsvegar og rekstraraðila flugsins hinsvegar. Því er ljóst að eigandi vallarins (ríkið), ISAVIA sem og Flugfélagið Ernir verða að skýra betur út fyrir sveitarstjórnarfólki svæðisins á hvaða forsendum þessar breytingar á ljósabúnaði byggja, hvaða áhrif þessar breytingar hafa á aðstæður á vellinum sem og flugöryggið almennt. Beint flug um Húsavíkurflugvöll er mikil samgöngubót sem eykur lífsgæði fólks og eflir starfsemi á svæðinu, það er því ljóst að breytingar sem hafa neikvæð áhrif verða ekki liðnar.

Til máls tók undir lið 9 "Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - fyrirspurn vegna 2014 og verkferlar fjármálastjórnunar": Gunnlaugur, Kristján, Soffía, Óli,

Minnihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Þann 9. október 2015 barst Norðurþingi erindi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og staðfest móttaka þess á skrifstofu sveitarfélagsins þann 14. október 2015. Erindið var ekki lagt fyrir bæjarráð sveitarfélagsins og ekki allir bæjarfulltrúar meðvitaðir um tilvist þess. Því var engu að síður svarað núna í lok janúar á þessu ári. Í svarbréfi sveitarfélagsins til nefndarinnar er beinlínis farið rangt með staðreyndir og verkferlum lýst sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum hvað varðar verklag og efitrfylgni bæjarráðs um fjármál sveitarfélagsins. Svarbréfið gefur því ranga mynd af verklagi sveitarfélagsins.
Þessi vinnubrögð sýna óvandaða stjórnsýslu sem virðist líðast í rekstri sveitarfélagsins hjá meirihluta sveitarstjórnar Norðurþings.
Gunnlaugur Stefánsson
Soffía Helgadóttir
Jónas Einarsson
Kjartan Páll Þórarinsson

Meirihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:

Undir þessum dagskrárlið er rætt um að farist hafi fyrir að leggja fyrirspurnarbréf eitt frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga fyrir byggðaráðsfund. Það mál hefur verið fullútskýrt og ljóst að enginn skaði hlaust af. Þetta hefur hins vegar orðið tilefni til staðhæfinga um meinta hnignun stjórnsýsluhátta Norðurþings. Þessi umræða er afar ósanngjörn.
Það verður ekki séð að stjórnsýsla Norðurþings hafi hnignað nema síður sé. Gerðar hafa verið ýmsar breytingar á vinnulagi einmitt til þess hugsaðar að bæta vinnulag og ?ferli. Undirrituð vísa ásökunum um slæma stjórnsýsluhætti í garð meirihluta sveitarstjórnar og stjórnsýslustarfsfólks Norðurþings til föðurhúsanna. Í stjórnsýslu Norðurþings er kapp lagt á vönduð vinnubrögð.
Erna Björnsdóttir
Óli Halldórsson
Olga Gísladóttir
Örlygur Hnefill Örlygsson
Sif Jóhannesdóttir

Fundargerðin er lögð fram.

9.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 57

1602004

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 57. fundar fræðslu- og menningarnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

10.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 67

1602006

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 67. fundar framkvæmda- og hafnanefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

11.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 137

1602005

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 137. fundar skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið 3 "Deiliskipulag í Ásbyrgi,skipulagslýsing": Óli

Fundargerðin er lögð fram.

12.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 54

1602008

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 54. fundar félags- og barnaverndarnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

Fundi slitið - kl. 17:45.