Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings - 166

Málsnúmer 1602002

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 55. fundur - 16.02.2016

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 166. fundar bæjarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 12 "Flugsamgöngur um Húsavíkurflugvöll": Kjartan, Óli og Kristján,

Eftirfarandi bókun var lögð fram:

Sveitarstjórn Norðurþings áréttar við alla þá aðila sem bera ábyrgð á flugi til og frá Húsavíkurflugvelli að tryggja hámarksöryggi flugfarþega sem um völlinn fara. Nú liggja fyrir áætlanir um endurbætur á ljósabúnaði vallarins og af því tilefni tilfærsla á ljósum sem mun hafa þau áhrif að völlurinn verður aðeins 30 m að breidd í stað 45 m áður. Það er okkar mat að þær upplýsingar sem sveitarstjórnarfólki hafa verið veittar eru nokkuð misvísandi eftir því við hvern af málsaðilum er rætt, rekstraraðila vallarins annarsvegar og rekstraraðila flugsins hinsvegar. Því er ljóst að eigandi vallarins (ríkið), ISAVIA sem og Flugfélagið Ernir verða að skýra betur út fyrir sveitarstjórnarfólki svæðisins á hvaða forsendum þessar breytingar á ljósabúnaði byggja, hvaða áhrif þessar breytingar hafa á aðstæður á vellinum sem og flugöryggið almennt. Beint flug um Húsavíkurflugvöll er mikil samgöngubót sem eykur lífsgæði fólks og eflir starfsemi á svæðinu, það er því ljóst að breytingar sem hafa neikvæð áhrif verða ekki liðnar.

Til máls tók undir lið 9 "Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - fyrirspurn vegna 2014 og verkferlar fjármálastjórnunar": Gunnlaugur, Kristján, Soffía, Óli,

Minnihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Þann 9. október 2015 barst Norðurþingi erindi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og staðfest móttaka þess á skrifstofu sveitarfélagsins þann 14. október 2015. Erindið var ekki lagt fyrir bæjarráð sveitarfélagsins og ekki allir bæjarfulltrúar meðvitaðir um tilvist þess. Því var engu að síður svarað núna í lok janúar á þessu ári. Í svarbréfi sveitarfélagsins til nefndarinnar er beinlínis farið rangt með staðreyndir og verkferlum lýst sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum hvað varðar verklag og efitrfylgni bæjarráðs um fjármál sveitarfélagsins. Svarbréfið gefur því ranga mynd af verklagi sveitarfélagsins.
Þessi vinnubrögð sýna óvandaða stjórnsýslu sem virðist líðast í rekstri sveitarfélagsins hjá meirihluta sveitarstjórnar Norðurþings.
Gunnlaugur Stefánsson
Soffía Helgadóttir
Jónas Einarsson
Kjartan Páll Þórarinsson

Meirihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:

Undir þessum dagskrárlið er rætt um að farist hafi fyrir að leggja fyrirspurnarbréf eitt frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga fyrir byggðaráðsfund. Það mál hefur verið fullútskýrt og ljóst að enginn skaði hlaust af. Þetta hefur hins vegar orðið tilefni til staðhæfinga um meinta hnignun stjórnsýsluhátta Norðurþings. Þessi umræða er afar ósanngjörn.
Það verður ekki séð að stjórnsýsla Norðurþings hafi hnignað nema síður sé. Gerðar hafa verið ýmsar breytingar á vinnulagi einmitt til þess hugsaðar að bæta vinnulag og ?ferli. Undirrituð vísa ásökunum um slæma stjórnsýsluhætti í garð meirihluta sveitarstjórnar og stjórnsýslustarfsfólks Norðurþings til föðurhúsanna. Í stjórnsýslu Norðurþings er kapp lagt á vönduð vinnubrögð.
Erna Björnsdóttir
Óli Halldórsson
Olga Gísladóttir
Örlygur Hnefill Örlygsson
Sif Jóhannesdóttir

Fundargerðin er lögð fram.