Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

66. fundur 20. janúar 2016 kl. 16:00 - 21:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Pétur Vopni Sigurðsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá
Tryggvi Jóhannsson sat fundinn undir liðum 1-2.
Gaukur Hjartasson sat fundinn unir liðum 1-4.
Sveinn Hreinsson sat fundinn undir liðum 1-10.
Kristján Þór Magnússson sat allan fundinn.

1.Endurskoðun gatnagerðagjalda 2016

201601045

Tryggvi Jóhannsson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi fór yfir samanburð á gatnagerðagjöldum valinna sveitafélaga.
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að eftirtaldar tvær breytingar verði gerðar á samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingarleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjöld í Norðurþingi.

1. Lágmarksgjöld vegna gatnagerðagjalda í fjölbýlis- og raðhúsum verði felld út.

2. Gatnagerðargjald fyrir fjölbýlishús verði lækkað úr 6,5% í 5,0% af byggingarkostnaði vísitölu fjölbýlishúss.

2.Framlenging ákvæðis um B-gatnagerðargjald

201601018

Samkvæmt könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga sem framkvæmd var sl. haust eiga sjö ­sveitarfélög enn ólokið framkvæmdum sem heimilt er að fjármagna með B-gatnagerðargjaldi. Þau eru Akraneskaupstaður, Breiðdalshreppur, Djúpavogshreppur, Norðurþing, Seyðis­fjarðarkaupstaður, Strandabyggð og Vesturbyggð. Samtals eiga þessi sveitarfélög eftir að leggja bundið slitlag á um 20 götur en framkvæmdir eru hafnar í tveimur sveitarfélaganna. Þrjú sveitarfélög telja það vera raunhæft að ljúka framkvæmdum á árinu 2016 en fjögur telja það ekki raunhæft. Samkvæmt upplýsingum frá sambandinu má áætla að kostn­aður við þessar framkvæmdir geti í heild numið á bilinu 150?200 m.kr. Ráðuneytið væntir þess að ­sveitarfélög leggi fram áætlun um lok gatnagerðarframkvæmda samkvæmt þessu ákvæði og að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi milli­göngu um að kynna ráðuneytinu þær áætlanir.

Framkvæmda- og hafnanefnd felur framkvæmdafulltrúa að uppfæra kostnaðaráætlanir um slitlagningu á þeim götum sem heyra undir
B- gatnagerðargjöld.

3.Deiliskipulag suðurhafnar

201511061

Fyrir nefndinni liggur eftirfarandi bókun skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd að skipulagstillagan verði fullunnin til samræmis við framlagðar hugmyndir og umræður á fundinum. Fyrirliggjandi hugmyndir verði kynntar skv. ákvæðum 4. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar. Nefndin þakkar Gauki fyrir góða kynningu á tillögunni.

4.Ósk um stöðuleyfi fyrir söluhús á miðhafnarsvæði

201601054

Þórunn Ágústa Kristjánsdóttir og Ragnhildur Helga Ingólfsdóttir óska eftir stöðuleyfi fyrir 15 m² söluskúr ofan á þaki Hafnarstéttar 19 en til vara á sölutorgssvæði sunnan við Helguskúr. Um er að ræða bjálkahús með risþaki. Staðsetning yrði á NA-horni þaks hússins eins og afstöðmynd sýnir. Fyrir liggur samþykki leigjanda hússins.

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur eftirfarandi bókun skipulags- og byggingarnefndar:

"Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar leggur til við framkvæmda og hafnarnefnd að heimild verði veitt fyrir stöðuleyfi fyrir húsinu til loka október 2016, enda staðsetning þess innan byggingarreits skv. deiliskipulagi svæðisins. Röðull og Sif telja að hafna eigi erindinu og vísa umsækjendum á torgsölusvæði á hafnarstétt."
Meirihluti framkvæmda- og hafnanefndar samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar.
Trausti og Olga telja að hafna eigi erindinu og vísa umsækjendum á torgsölusvæði á hafnarstétt.

5.Framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2016

201601070

Fyrir nefndinni liggur framkvæmda- og viðhaldsáætlun fyrir árið 2016. Framkvæmda- og þjónustufulltrúi auk umsjónarmanni fasteigna fóru yfir áætlunina og kynntu fyrir nefndinni.
Lagt fram.

6.SR skemma Raufarhöfn "fokhætta"

201509049

Sveinn Hreinsson, umsjónarmaður fasteigna kynnti stöðuna á viðhaldsþörf og ástandi eigna á SR-lóðinni.
Lagt fram.

7.Mannvit: Ástandsskoðun á gamla Samkomuhúsinu á Húsavík - úttektarskýrsla

201601029

Lögð var fram til kynningar úttektarskýrsla Mannvits um ástand Samkomuhússins á Húsavík.
Lagt fram.

8.Sorphirðudagatal fyrir Reykjahverfi, Húsavík og Tjörnes 2016

201601077

Sveinn Hreinsson, umsjónarmaður fasteigna fór yfir stöðu sorpmála í sveitarfélaginu. Til umræðu var sorphirðudagatal fyrir árið 2016
Fyrirliggjandi sorphirðudagatal fyrir árið 2016 er samþykkt.

9.Sorpsamþykkt Norðurþings 2016

201601076

Sveinn Hreinsson kynnti tillögu að sorpsamþykkt sveitarfélagsins.
Málinu var frestað til næsta fundar og framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að leggja lokadrög að henni fyrir nefndina að nýju.

10.Förgun dýrahræja í Norðurþingi

201601075

Til umræðu í nefndinni var förgun dýrahræja og með hvaða hætti sveitarfélagið getur ýtt undir skil á þeim til móttökustöðvar í Víðimóum sunnan Húsavíkur. Lagt var til að Norðurþing taki aukinn þátt í kostnaði við förgun dýrahræja.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að greiða fyrir förgun dýrahræja í eigu íbúa Norðurþins sem skilað er til móttökustöðvar á Húsavík. Þessi ákvörðun tekur gildi frá og með 1. febrúar 2016.

11.Frístundaheimili

201405035

Í Túni er starfrækt frístundarheimili og félagsmiðstöð. Við frístundarheimilið starfa 5 starfsmenn og notendur eru um 30 talsins. Félagsmiðstöðin þjónar unglingum á aldrinum 13-17 ára og er að jafnaði opin tvisvar í viku. Viðhaldsþörf er komin á ýmsa þætti hússins og er brýnt að taka á þeim málum. Tómstunda og æskulýðsnefnd vísar erindinu til framkvæmda og hafnanefndar með ósk um úrbætur fyrir næsta skólaár. Með erindinu fylgir minnisblað sem unnið er af tómstunda og æskulýðsfulltrúa ásamt umsjónarmanni fasteigna.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að koma nauðsynlegum úrbótum á kjallara hússins í farveg.

12.Sala eigna

201412024

Til umræðu í nefndinni var sala fasteigna í eigu Norðurþings.
Formaður framkvæmda- og hafnanefndar leggur fram tillögu um að hefja aftur sölu á íbúðarhúsnæði í eigu Norðurþings.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að setja eftirtaldar eignir í söluferli:

Mjölhúsið á fyrrum lóð SR á Raufarhöfn.

13.Gjaldskrá 2016

201601053

Hafnastjóri leggur fram tillögu að Gjaldskrá fyrir hafnir Norðurþings fyrir árið 2016.
Gjaldskrá þessi fyrir hafnir Norðurþings er samþykkt af framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings, skv. hafnalögum nr. 61/2003 og 37. gr. reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004.

Gjaldskráin gildir frá 1. janúar 2016 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá hafna Norðurþings frá því í janúar 2015.

14.Hafnarreglugerð Norðurþings 2015

201511039

Hafnarstjóri fór yfir drög að breytingum á hafnarreglugerð fyrir hafnir Norðurþings.
Hafnarstjóra falið að leggja fyrir nefndina lokatillögur að breytingum á reglugerðinni á næsta fundi hafnanefndar.

15.Stækkun uppfyllingar í suðurfjöru við Húsavík

201511037

Framkvæmda- og hafnanefnd ræddi möguleika á framkvæmdum við uppfyllingu í Suðurfjöru á Húsavík.
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að ráðist verði í framkvæmdina á grundvelli þeirra kostnaðaráætluna sem liggja fyrir. Verkið verði áfram unnið í nánu samráði við Siglingasvið Vegagerðarinnar.

16.Gönguleiðir og öryggismál við sundlaug og gervigrasvöll

201601048

Rædd voru umferðaröryggismál í námunda við íþróttamannvirki sveitarfélagsins, í norðurbæ Húsavíkur.
Umræðum frestað og ákveðið að taka áframhaldandi umræður í tengslum við umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins á næsta fundi.

17.Skjálfandahólf: Sveitir vestan Kelduhverfis verði skilgreindar sem ósýkt svæði

201512036

Erindi frá Matvælastofnun.
Lagt fram.

18.Starfsleyfistillögur urðunarstaða

201506003

Gefin hafa verið út starfsleyfi fyrir urðunarstaðina Laugardal og Kópaskeri.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 21:00.