Fara í efni

Sala eigna

Málsnúmer 201412024

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 46. fundur - 03.12.2014

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til umfjöllunar sala eigna sveitarfélagsins á árinu 2015.

Erindinu frestað til næsta fundar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 47. fundur - 10.12.2014

Rætt um sölu á eignum í eigu sveitarfélagsins sem ekki er í notkun sveitarfélagsins.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 51. fundur - 11.02.2015

Rætt um mögulega sölu ýmissa eigna sveitarfélagsins og hvernig henni yrði best hagað.
Framkvæmda- og hafnarnefnd samþykkir að heimila Eignasjóði að undirbúa sölu eigna í eigu sjóðsins. Markmiðið er að lækka viðhalds- og rekstrarkostnað sjóðsins.

Nefndin felur umsjónamanni fasteigna og framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samstarfi við bæjarráð að útbúa reglur um eignasölu og leggja fyrir nefndina að nýju.

Bæjarráð Norðurþings - 131. fundur - 12.02.2015

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 51. fundi framkvæmda- og hafnanefndar þar sem nefndin fjallaði um eignasölu Eignasjóðs. Fram kemur að nefndin samþykkir að heimila Eignasjóði að undirbúa sölu eigna í eigu sjóðsins. Markmiðið er að lækka viðhalds- og rekstrarkostnað sjóðsins.
Nefndin felur umsjónarmanni fasteigna og framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samstarfi við bæjarráð að útbúa reglur um eignasölu og leggja fyrir nefndirnar að nýju.
Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar og felur fjármálastjóra að vinna að verkefninu með umsjónarmanni fasteigna og framkvæmda- og þjónustufulltrúa. Tillögur verða lagðar fyrir nefndirnar þegar þær liggja fyrir.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 52. fundur - 11.03.2015

Umsjónarmaður fasteigna gerði grein fyrir stöðu málsins.
Nefndin mælist til þess að þær íbúðir sem fara úr leigu verði settar í söluferli. Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útbúa lista um aðrar eignir sem mögulegt er að selja.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 53. fundur - 18.03.2015

Fyrir fundinum lágu þrjú tilboð í íbúð í eigu Norðurþings að Grundargarði 15, íbúð 202, á Húsavík. Framkvæmda- og hafnarnefnd samþykkti að taka hæsta tilboði í eignina.

Sveinn Hreinsson sat fundinn undir þessum lið.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 59. fundur - 18.06.2015

Fyrir nefndinni liggur beiðni umsjónarmanns um sölu eignar að Grundargarði 5.
Nefndin samþykkir erindið.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 60. fundur - 07.07.2015

Sala eigna hefur ýmist farið í gegnum nefndina eða bæjarráð og mikilvægt að marka skýrari línur í þessum efnum, þ.e. þegar selja á íbúð hvort slíkt fari í gegnum framkvæmda- og hafnanefnd eða bæjarráð. Þetta á jafnframt við um stærri fasteignir s.s. iðnaðarhúsnæði.

Verkferlar við sölu eigna skulu vera eftirfarandi;
- nefndin ákveður hvað skal selja og á það við um allar fasteignir Eignasjóðs.
- nefndin felur umsjónarmanni fasteigna að undirbúa sölu eigna.
- tilboð í fasteignir verði afgreidd í bæjarráði.

Bæjarráð Norðurþings - 155. fundur - 15.10.2015

Fyrir bæjarráði liggja þrjú tilboð í fasteignina að Grundargarði 7 - íbúð 203
Bæjarráð samþykkir að taka hæsta tilboði upp á 8,1 milljón

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 66. fundur - 20.01.2016

Til umræðu í nefndinni var sala fasteigna í eigu Norðurþings.
Formaður framkvæmda- og hafnanefndar leggur fram tillögu um að hefja aftur sölu á íbúðarhúsnæði í eigu Norðurþings.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að setja eftirtaldar eignir í söluferli:

Mjölhúsið á fyrrum lóð SR á Raufarhöfn.

Framkvæmdanefnd - 1. fundur - 24.02.2016

Fyrir nefndina liggur tillaga að selja íbúð Grundagarði 5. Áhvílandi er 8 mkr. Áætlaður kostnaður við endurbætur er 6-7 mkr. Taka þarf ákvörðun um sölu.
Meirihluti framkvæmdanefndar samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að auglýsa íbúðina Grundagarð 5 til sölu. Ítrekað er að íbúðin verði ekki auglýst með viðmiðunarverði.

Kjartan og Hjálmar greiða atkvæði gegn tillögunni og bóka eftirfarandi:

Brýnt er að stofna húsnæðisnefnd Norðurþings sem allra fyrst og marka skýra stefnu og framtíðarsýn uppbyggingu í húsnæðismálum.

Framkvæmdanefnd - 6. fundur - 14.07.2016

Íbúð 301 í Grundargarði 15 á Húsavík sem er í eigu Norðurþings hefur losnað úr leigu.
Framkvæmdanefnd samþykkir að auglýsa eftir tilboðum í eignina.

Framkvæmdanefnd óskar eftir sameiginlegum fundi með Byggðarráði um húsnæðismál í sveitarfélaginu varðandi stefnu og næstu skref.
Brýnt er að ræða viðhalds- og uppbyggingaráform er varðar stofnanir og fyrirtæki sveitarfélagsins sem og almennar íbúðir á markaði.

Byggðarráð Norðurþings - 183. fundur - 04.08.2016

Á 6. fundir framkvæmdanefndar frá 14. júlí var bókað: "Framkvæmdanefnd óskar eftir sameiginlegum fundi með Byggðarráði um húsnæðismál í sveitarfélaginu varðandi stefnu og næstu skref. Brýnt er að ræða viðhalds- og uppbyggingaráform er varðar stofnanir og fyrirtæki sveitarfélagsins sem og almennar íbúðir á markaði."
Byggðarráð samþykkir að boða til sameiginlegs fundar næstkomandi miðvikudag kl. 16:00

Framkvæmdanefnd - 7. fundur - 17.08.2016

Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að setja Vallholtsveg 10 með tilheyrandi lóð í söluferli og óskar eftir að upplýsingar um uppbyggingaráform liggi fyrir í sölutilboði.

Framkvæmdanefnd - 12. fundur - 18.01.2017

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort selja eigi eignir sveitarfélagsins að Grundargarði 9, íbúð no. 303 og að Grundargarði 11, íbúð no. 302.
Báðar þessar íbúðir losna um mánaðarmótin janúar-febrúar.

Vegna mikillar eftirspurnar eftir minni íbúðum gæti verið kostur að selja frekar stærri eignir í stað minni íbúða.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda og þjónustufulltrúa að kanna möguleika á sölu eigna til sérstakra húsnæðisfélaga.

Meirihluti framkvæmdanefndar samþykkir að selja íbúð no. 303 að Grundargarði 9.

Framkvæmdanefnd - 13. fundur - 20.02.2017

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til sölu tveggja eigna sem eru að losna af leigumarkaði.
Framkvæmdanefnd samþykkir að selja eftirfarandi íbúðir:
Íbúð að Grundargarði 5 (302), íbúð að Grundargarði 9 (303) og íbúð að Garðarsbraut 69 (101).

Hjalmar Bogi Hafliðason og Kjartan Páll Þórarinsson eru mótfallnir sölu eignanna.

Byggðarráð Norðurþings - 209. fundur - 17.03.2017

Fyrir byggðarráði liggja alls fimm kauptilboð í tvær áður auglýstar fasteignir Norðurþings á Húsavík.
Alls bárust tvö tilboð í fasteign sveitarfélagsins að Grundargarði 9 - íbúð 303. Byggðarráð ákveður að taka hærra tilboðinu að upphæð kr. 16.500.000,-
Jónas Einarsson vék af fundi undir afgreiðslu þessarar sölu.

Alls bárust þrjú tilboð í fasteign sveitarfélagsins að Garðarsbraut 69, íbúð 101. Byggðarráð ákveður að taka hæsta tilboðinu að upphæð kr. 10.500.000,-

Byggðarráð Norðurþings - 210. fundur - 31.03.2017

Á fundi 66. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi tillaga samþykkt og vísað til byggðarráðs.

"Kannaður verði sá möguleiki að selja ekki lögaðilum stakar íbúðir sveitarfélagsins".
Byggðaráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað um möguleika í stöðunni.