Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

60. fundur 07. júlí 2015 kl. 16:00 - 19:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Kristján Þór Magnússon Bæjarstjóri/hafnarstjóri
Dagskrá
Fundinn sátu auk nefndarmanna
Tryggvi Jóhannsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Sveinn Birgir Hreinsson, umsjónamaður fasteigna
Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

1.Mærudagur 2015 - Sölubásar við Húsavíkurhöfn

Málsnúmer 201507009Vakta málsnúmer

Heiðar Hrafn Halldórsson mærudagsprins kynnti fyrir hugaðan Mærudag 2015. Líkt og undanfarin ár verður talsverð starfsemi og viðburðir á hafnarsvæðinu á Húsavík.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að fela hafnastjóra í samráði við framkvæmdaaðila Mærudags að úthluta svæðum til aðila og innheimta aðstöðugjald sem rennur til Húsavíkurstofu sem framkvæmdaaðila Mærudags 2015. Jafnframt felur nefndin hafnastjóra í samráði við framkvæmdaaðila að loka hafnasvæðinu fyrir akandi umferð á ákveðnum tímum á meðan hátíðin fer fram.

2.Framkvæmda- og þjónustusvið, staða og yfirlit

Málsnúmer 201506061Vakta málsnúmer

Útbreiðsla kerfils
Tillaga;
Unnin verði skýrsla um útbreðslu kerfils í landi Húsavíkur. Þegar niðurstöður liggja fyrir verði kannað með hvaða hætti og hvort hefta eigi útbreiðslu kerfils innan bæjarlandsins.


Leikvellir í sveitarfélaginu
Á sínum tíma var samþykkt að verja ákveðnum fjármunum í leikvelli í sveitarfélaginu. Jafnframt var þeim fækkað til að gera þá betri.
Tillaga;
Að ár hvert verði 4 milljónum varið í einn leikvöll í því skyni að byggja þá upp og gera þá betri. Jafnframt verði enn betur hugað að því að gera leikvelli að samverustað fyrir fjölskylduna með bekkjum og gróðri.

Kantsteinar - uppsafnaðar skemmdir

Sláttur og hirðing

Málning á götum

Malbikun - verður gert þegar það er þurrt.
Garðyrkjustjóri hefur þegar hafið slátt á kerfli innan bæjarlandsins.

Nefndin vísar því til fjárhagsáætlunar fyrir 2016 og ákveður að setja fjármuni í verkefnið að ári til að hefta útbreiðslu kerfils innan bæjarlandsins. Nefndin felur garðyrkjustjóra að skila minnisblaði um framkvæmdina.

Uppbyggingu leikvalla er vísað til fjárhagsáætlunar 2016.

3.Framkvæmda- og viðhaldsáætlun fyrir árið 2015

Málsnúmer 201504016Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2015 sem áður hefur verið lögð fram .
Farið yfir framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2015.

Samþykkt að leggja olíumöl á hluta Auðbrekku á Húsavík.

4.Framkvæmdir á Bakka, framkvæmdir á og við lóð PCC og vinnubúða

Málsnúmer 201502062Vakta málsnúmer

Pétur Vopni Sigurðsson frá OH ohf. og Snæbjörn Sigurðarson verkefnisstjóri fóru yfir stöðu mála er varðar uppbygginguna á Bakka; framkvæmdir sveitarfélagsins eins og staðan er í dag, sem og tímaáætlanir fyrir þær framkvæmdir sem eftir eru á og við iðnaðarlóð PCC á Bakka.
Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar fyrir kynninguna.

5.Framkvæmdaáætlun fyrir uppbyggingu hafnarsvæðisins á Húsavík

Málsnúmer 201507011Vakta málsnúmer

Sigurður Sigurðarson frá Siglingasviði Vegagerðarinnar mætti á fund nefndarinnar og gerði grein fyrir minnisblaði þar sem núverandi mynd er dregin upp af fyrirhuguðum framkvæmdum í/á/við höfnina á Húsavík. Unnið er að því að vinna fastmótaða framkvæmdaáætlun í samvinnu við Siglingasvið Vegagerðarinnar og stefnt er að því að leggja hana fram eins fljótt og auðið er. Er þetta háð útboði á framkvæmdinni og þeirri tímalínu sem unnið er eftir.

6.Sala eigna árið 2015

Málsnúmer 201412024Vakta málsnúmer

Sala eigna hefur ýmist farið í gegnum nefndina eða bæjarráð og mikilvægt að marka skýrari línur í þessum efnum, þ.e. þegar selja á íbúð hvort slíkt fari í gegnum framkvæmda- og hafnanefnd eða bæjarráð. Þetta á jafnframt við um stærri fasteignir s.s. iðnaðarhúsnæði.

Verkferlar við sölu eigna skulu vera eftirfarandi;
- nefndin ákveður hvað skal selja og á það við um allar fasteignir Eignasjóðs.
- nefndin felur umsjónarmanni fasteigna að undirbúa sölu eigna.
- tilboð í fasteignir verði afgreidd í bæjarráði.

7.Viðburður 12. júlí vegna rafknúinnar Ópal

Málsnúmer 201507008Vakta málsnúmer

Nefndin felur hafnastjóra framgang málsins.

8.Umferðaröryggismál á Húsavík

Málsnúmer 201507014Vakta málsnúmer

Nú fara í hönd miklir framkvæmdatímar í sveitarfélaginu og afar mikilvægt að framkvæma sem ítarlegasta úttekt á umferðaröryggi á Húsavík í ljósi þess. Framkvæmda- og þjónstufulltrúa er falið að vera í sambandi við Vegagerðina um næstu skref sem miða að því að auka öryggi vegfarenda.

Fundi slitið - kl. 19:00.