Fara í efni

Framkvæmda- og þjónustusvið, staða og yfirlit

Málsnúmer 201506061

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 59. fundur - 18.06.2015

Sveinn Hreinsson, Smári Lúðvíksson og Grímur Kárason sátu fundinn undir þessum lið og upplýstu um stöðu mála á ýmsum verkefnum.
Sveinn Hreinsson, Smári Lúðvíksson, Stefán Stefánsson og Grímur Kárason sátu fundinn undir þessum lið og upplýstu um stöðu mála á ýmsum verkefnum.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 60. fundur - 07.07.2015

Útbreiðsla kerfils
Tillaga;
Unnin verði skýrsla um útbreðslu kerfils í landi Húsavíkur. Þegar niðurstöður liggja fyrir verði kannað með hvaða hætti og hvort hefta eigi útbreiðslu kerfils innan bæjarlandsins.


Leikvellir í sveitarfélaginu
Á sínum tíma var samþykkt að verja ákveðnum fjármunum í leikvelli í sveitarfélaginu. Jafnframt var þeim fækkað til að gera þá betri.
Tillaga;
Að ár hvert verði 4 milljónum varið í einn leikvöll í því skyni að byggja þá upp og gera þá betri. Jafnframt verði enn betur hugað að því að gera leikvelli að samverustað fyrir fjölskylduna með bekkjum og gróðri.

Kantsteinar - uppsafnaðar skemmdir

Sláttur og hirðing

Málning á götum

Malbikun - verður gert þegar það er þurrt.
Garðyrkjustjóri hefur þegar hafið slátt á kerfli innan bæjarlandsins.

Nefndin vísar því til fjárhagsáætlunar fyrir 2016 og ákveður að setja fjármuni í verkefnið að ári til að hefta útbreiðslu kerfils innan bæjarlandsins. Nefndin felur garðyrkjustjóra að skila minnisblaði um framkvæmdina.

Uppbyggingu leikvalla er vísað til fjárhagsáætlunar 2016.