Fara í efni

Umferðaröryggismál á Húsavík

Málsnúmer 201507014

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 60. fundur - 07.07.2015

Nú fara í hönd miklir framkvæmdatímar í sveitarfélaginu og afar mikilvægt að framkvæma sem ítarlegasta úttekt á umferðaröryggi á Húsavík í ljósi þess. Framkvæmda- og þjónstufulltrúa er falið að vera í sambandi við Vegagerðina um næstu skref sem miða að því að auka öryggi vegfarenda.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 61. fundur - 19.08.2015

Ljóst er að vinna þarf Umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið.
Nefndin samþykkir að hefja vinnu við Umferðaröryggisáætlun samkvæmt ferlum frá Umferðarstofu. Áætlunin skal unnin í samráði við lögreglu.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið mynda samráðshóp um málið.

Sjá nánar um málið, http://www.samgongustofa.is/umferd/fraedsla-og-oryggi/umferdaroryggisaaetlun/sveitarfelog/