Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

61. fundur 19. ágúst 2015 kl. 16:00 - 20:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá
Tryggvi Jóhannsson sat sinn síðasta fund sem framkvæmda- og þjónustufulltrúi og hverfur til annarra starfa hjá sveitarfélaginu frá og með næstu mánaðarmótum.
Bæjarstjóri og nefndarmenn þakka Tryggva fyrir ákaflega vel unnin störf í þágu nefndarinnar og sveitarfélagsins.

1.Viðhald sundlaugar á Húsavík

Málsnúmer 201508034Vakta málsnúmer

Síðastliðið vor var gerð úttekt á Sundlaug Húsavíkur. Þá var m.a. gerð athugasemd við hálkumyndun við heita potta.
Fyrir nefndinni liggur kostnaðarmat frá Garðvík vegna lagfæringar á hellulögn við pottana.
Framkvæmda- og hafnanefnd felur umsjónarmanni fasteigna að láta framkvæmda verkið samkv. fyrirliggjandi tillögu.

2.Viðgerð á katli, Raufarhöfn

Málsnúmer 201508039Vakta málsnúmer

Um er að ræða lagfæringu á kyndingu á bæði skólahúsnæði og sundlaug. Tilboð í verkið er hærri en kostnaðuráætlun segir sem nemur um 1 milljón.
Nefndin samþykkir að láta vinna verkið.

3.Kjartan Páll Þórarinsson, tillaga að Búsetakerfi Húsavíkur

Málsnúmer 201508062Vakta málsnúmer

Kjartan Páll Þórarinsson leggur fram tillögu ásamt greinargerð um að Norðurþing komi upp búsetukerfi innan sveitarfélagsins með íbúðum sínum.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að kanna málið áfram og felur framkvæmda- og þjónustfulltrúa að fylgja málinu eftir í samráði við fjármála- og bæjarstjóra.

4.Sala eigna árið 2015

5.Úttektir á skráningu á aðgengi fyrir alla

Málsnúmer 201508043Vakta málsnúmer

Í erindi fyrirtækisins Access Iceland aðgengi ehf. segir m.a.:
Aðgengi fólks með fötlun að hinum ýmsu mannvirkjum og/eða þjónustu hafa verið í brennidepli síðustu misserin og því miður eru það oftar en ekki ófullnægjandi aðstæður sem valda umtali. Gott aðgengi að mannvirkjum er jafn mikilvægt fyrir sveitarfélög og ferðaþjónustuna þannig að upplýsingar um stöðu mála er lykilatriði til að vita hvort húsnæðið eða aðstaðan þarfnast úrbóta eða ekki. Fyrsta skrefið að úrbótum er að vita hvað þarf að gera og forgangsraða því.

Access Iceland aðgengi ehf. býður fram þjónustu sína við úttekt og mat á aðstæðum sem og skýrslugerð fyrir sveitarfélögin og birtingu upplýsinga fyrir íbúa og gesti.

Meðfylgjandi eru ítarlegri upplýsingar um Access Iceland Aðgengismerkjakerfið (AIA) og leiðbeinandi verðlisti (viðmiðunarverð)? í úttektir og árgjald
Framkvæmda- og hafnanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kanna málið frekar og leggja fyrir nefndina að nýju.

6.Færsla þjónustustöðvar Norðurþings á Húsavík

Málsnúmer 201502045Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi óskar eftir umræðu um þetta mál.
Nefndin samþykkir að stofna vinnuhóp til að koma með tillögur fyrir nefndina að nýju. Miðað er við að vinnuhópurinn skili af sér á októberfundi síðla árs.
Nefndin er falið að kanna og skilgreina verkefni og þjónustustig Þjónustustöðvar Norðurþings á Húsavík. Meta þarf kosti varðandi húsnæði, mannafla og tæki nýrrar Þjónustustöðvar á Húsavík.
Vinnuhópinn skipa ásamt framkvæmda- og þjónustufulltrúa, formaður og varaformaður nefndarinnar.

7.Umferð við Litlagerði 5

Málsnúmer 201410026Vakta málsnúmer

Nefndin fór yfir málið og þær upplýsingar sem fyrir liggja um mögulegar lausnir varðandi umferðarhraða og hávaða hans vegna á Húsavík.
Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að senda veghaldara erindi um aðgerðir til að draga úr hraða og hljóðmengun.

8.Kjartan Páll Þórarinsson leggur til að boðin verði lóð undir hraðhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla á Húsavík

Málsnúmer 201508063Vakta málsnúmer

Kjartan Páll leggur til að sveitarfélagið kanni hvort það hafi fýsilega lóð fyrir hraðhleðslustöð. Finnist slík lóð leggur hann til að hún verði auglýst og veitt einkaaðila sem hefðu hug á að koma upp slíkri stöð.
Framkvæmda- og hafnanefnd tekur vel í erindið og felur framkvæmda- og þjónstufulltrúa að kanna hvort hentug lóð sé til undir slíka stafsemi og kanna málið frekar.

9.Breyting á umferðarhraðamörkum við bæina Hól og Höfða á Raufarhafnarvegi

Málsnúmer 201507017Vakta málsnúmer

Vegagerðin óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um breytingu á hraðamörkum á Raufarhafnarvegi við bæina Hól og Höfða úr 90 km/klst í 70 km/klst.
Nefndin samþykkir erindið.

10.Göngustígur, reiðstígur meðfram Tjörnesvegi

Málsnúmer 201508037Vakta málsnúmer

Í kjölfar á lagningu vatnsveitu og frá veitu frá Húsvík að Iðnaðarsvæði Bakka vaknaði upp sú hugmynd að nýta raskið til að gera göngu og reiðstíg meðfram Tjörnesvegi.
Stígurinn er innan helgunarsvæðis Vegagerðarinnar því var leitað álits hennar á framkvæmdinni og hafði hún engar athugasemdir.
Nefndinni líst vel á verkið en það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar nefndarinnar og óskar nefndin eftir aukafjármagni til verksins frá bæjarráði.

11.Eyðing kerfils í Norðurþingi

Málsnúmer 201507071Vakta málsnúmer

Áður var framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að kanna kostnað við eyðingu kerfils innan bæjarmarka Húsavíkur.
Ljóst er að kostnaður við eyðingu kerfils er nokkur en mikilvægt að ákveða framhaldið, s.s. að marka varnarlínur og kortlagning.
Nefndin mun huga að þessu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2016 og hefjast handa við verkið.

12.Sorpmál í Norðurþingi - staðan

Málsnúmer 201508038Vakta málsnúmer

Rætt var um reynslu af nýju fyrirkomulagi sorphirðu og þær athugasemdir og ábendingar sem borist hafa frá íbúum.
Bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins; ýmsir vankantar og byrjunarörðugleikar hafa komið upp. Rætt um útfærslur og lausnir til að bregðast við.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að óska eftir fundi með Íslenska gámafélaginu á næsta fund nefndarinnar.

13.Umferðaröryggismál á Húsavík

Málsnúmer 201507014Vakta málsnúmer

Ljóst er að vinna þarf Umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið.
Nefndin samþykkir að hefja vinnu við Umferðaröryggisáætlun samkvæmt ferlum frá Umferðarstofu. Áætlunin skal unnin í samráði við lögreglu.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið mynda samráðshóp um málið.

Sjá nánar um málið, http://www.samgongustofa.is/umferd/fraedsla-og-oryggi/umferdaroryggisaaetlun/sveitarfelog/

14.Norðurþing sækir um leyfi fyrir breytingum á losunarstöðum og magni vegna dýpkunar hafnar á Húsavík

Málsnúmer 201507068Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu málsins.
Nefndin leggur á það áherslu að ef komi til notkunar á svæði 4 verði syðsti hlutinn nýttur fyrst.

15.Guðbjartur Ellert Jónsson f.h. Norðursiglingar sendir erindi varðandi salernisaðstöðu á hafnarsvæði og fl.

Málsnúmer 201508040Vakta málsnúmer

Guðbjartur óskar, f.h. Norðursiglingar hf., eftir að fá eitt til tvö bil efri hæðar Verbúðar við Hafnarstétt leigða.
Í erindinu segir m.a.:
Nú þegar er félagið með nyrsta verbúðarbil efri hæðar á leigu ásamt syðsta bili neðri hæðar. Á efri hæðinni er lítið skrifstofurými (bókunardeild) ásamt starfsmannaaðstöðu en á neðri hæðinni er trésmíðaverkstæði félagsins. Þessi rými eru þegar orðin of lítil enda vöxtur félagsins aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Til marks um það þá eru á háannatíma um 150 starfsmenn að vinna hjá félaginu.
Engar verbúðir eru lausar til útleigu og getur nefndin ekki orðið við erindinu.

16.SAH bretti ehf. sækir um lóð undir 500 m² vöruskemmu og 2000 - 3000 m² geymslusvæði á Norðurgarði, Húsavík

Málsnúmer 201508010Vakta málsnúmer

Hannes Höskuldsson sækir, f.h. SAH Bretta ehf., kt: 650808-2230, um lóð undir 500 m2 vöruskemmu og 2.000 - 3.000 m2 geymslusvæði á Norðurgarði við Húsavíkurhöfn.
Ekki er tímabært að úthluta lóðum á umræddu svæði.

Sigurgeir Höskuldsson vék af fundi undir þessum lið.

17.Hafnarsjóður - fjármál og áætlanir

Málsnúmer 201508066Vakta málsnúmer

Hafnastjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2016 sem og tíu ára áætlun sjóðsins.

18.Gjaldskrá hafna Norðurþings

Málsnúmer 201508069Vakta málsnúmer

Gera þarf breytingar á gjaldskrá Hafnasjóðs Norðurþings.
Nefndin samþykkir eftirfarandi breytingar á gjaldskránni:

8. grein orðist svona með áorðnum breytingum;

?Af vörum fluttum með reglulegum strandsiglingum er veittur 50% afsláttur af vörugjöldum í hverjum verðflokki. Af vörum sem fara eiga til útlanda en umskipað er í innlendri höfn skal greiða fullt vörugjald í fyrstu lestunarhöfn. Af vörum sem koma frá útlöndum og fara eiga áfram til útlanda er heimilt að innheimta fullt vörugjald þegar að vörurnar eru fluttar í land".


Í 12. grein bætist við 4. flokkur sem orðast svona;

?4. fl: Gjald kr. 1.600,- fyrir hvert tonn:

a)Vélar og tæki hvers konar og varahlutir til þeirra, svo sem heimilis- og skrifstofuvélar, bifreiðar, bifhjól, reiðhjól, hjólbarðar, bátar, flugvélar, hreyflar, mælitæki, húsbúnaður, vefnaðarvara og fatnaður. Útvarps- og sjónvarpstæki, hljóðfæri, úr, klukkur, myndavélar, sjónaukar, glysvarningur allskonar, vín, tóbak, sælgæti, snyrtivörur og lyf.

b) Vörur sem ekki verða flokkaðar annars staðar eftir þyngd".

4. flokkur áður verður 5. flokkur nú.

Engar breytingar að öðru leyti og hafnarstjóra falið að auglýsa þessar breytingar í Stjórnartíðindum.

19.Skipulagsbreytingar hjá höfnum Norðurþings

Málsnúmer 201508067Vakta málsnúmer

Vegna afar þröngrar rekstrarstöðu hafna Norðurþings og viðvarandi taprekstrar Hafnarsjóðs er hagræðingarkrafa í rekstrinum nauðsynleg. Framundan er umtalsverð uppbygging á hafnarsvæðinu á Húsavík sem fylgja ný verkefni og endurmat á skipulagi.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að gerðar verði skipulagsbreytingar sem taki mið af framtíðarrekstri og uppbyggingu hafna Norðurþings til lengri tíma. Nefndin samþykkir að auglýsa eftir rekstrarstjóra hafna Norðurþings, sem mun sinna og hafa eftirlit með rekstri hafna sem og að yfirtaka verkskyldur yfirhafnarvarðar á Húsavík.

Þetta leiðir til þess að staða yfirhafnarvarðar á Húsavík verður lögð niður frá og með 1. september 2015.

20.Ráðning framkvæmda- og þjónustufulltrúa Norðurþings

Málsnúmer 201508068Vakta málsnúmer

Í ljósi skipulagsbreytinga hjá Orkuveitu Húsavíkur ohf. og rammasamkomulags við Norðurþing leggur bæjarstjóri til við nefndina að Pétur Vopni Sigurðsson verði ráðinn sem framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings frá og með 1. sept.

Nefndin samþykkir tillögu bæjarstjóra og óskar Pétri Vopna velfarnaðar í starfi.

Hjálmar Bogi óskar bókað:
Undirritaður telur eðlilegt og góðir starfshættir að auglýsa störf hjá sveitarfélaginu. Því ætti umrætt starf að auglýsa laust til umsóknar.
Tryggvi Jóhannsson sat fundinn undir lið 1 til og með 13.

Sveinn Birgir Hreinsson, umsjónamaður fasteigna sta fundinn undir liðum 1 til og með 6.

Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri sat fundinn.

Pétur Vopni Sigurðsson sat fundinn.

Fundi slitið - kl. 20:15.