Fara í efni

Úttektir á skráningu á aðgengi fyrir alla

Málsnúmer 201508043

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 61. fundur - 19.08.2015

Í erindi fyrirtækisins Access Iceland aðgengi ehf. segir m.a.:
Aðgengi fólks með fötlun að hinum ýmsu mannvirkjum og/eða þjónustu hafa verið í brennidepli síðustu misserin og því miður eru það oftar en ekki ófullnægjandi aðstæður sem valda umtali. Gott aðgengi að mannvirkjum er jafn mikilvægt fyrir sveitarfélög og ferðaþjónustuna þannig að upplýsingar um stöðu mála er lykilatriði til að vita hvort húsnæðið eða aðstaðan þarfnast úrbóta eða ekki. Fyrsta skrefið að úrbótum er að vita hvað þarf að gera og forgangsraða því.

Access Iceland aðgengi ehf. býður fram þjónustu sína við úttekt og mat á aðstæðum sem og skýrslugerð fyrir sveitarfélögin og birtingu upplýsinga fyrir íbúa og gesti.

Meðfylgjandi eru ítarlegri upplýsingar um Access Iceland Aðgengismerkjakerfið (AIA) og leiðbeinandi verðlisti (viðmiðunarverð)? í úttektir og árgjald
Framkvæmda- og hafnanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kanna málið frekar og leggja fyrir nefndina að nýju.