Fara í efni

Skipulagsbreytingar hjá höfnum Norðurþings

Málsnúmer 201508067

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 61. fundur - 19.08.2015

Vegna afar þröngrar rekstrarstöðu hafna Norðurþings og viðvarandi taprekstrar Hafnarsjóðs er hagræðingarkrafa í rekstrinum nauðsynleg. Framundan er umtalsverð uppbygging á hafnarsvæðinu á Húsavík sem fylgja ný verkefni og endurmat á skipulagi.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að gerðar verði skipulagsbreytingar sem taki mið af framtíðarrekstri og uppbyggingu hafna Norðurþings til lengri tíma. Nefndin samþykkir að auglýsa eftir rekstrarstjóra hafna Norðurþings, sem mun sinna og hafa eftirlit með rekstri hafna sem og að yfirtaka verkskyldur yfirhafnarvarðar á Húsavík.

Þetta leiðir til þess að staða yfirhafnarvarðar á Húsavík verður lögð niður frá og með 1. september 2015.