Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

47. fundur 10. desember 2014 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurðsson formaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Staða garðyrkjustjóra Norðurþings

Málsnúmer 201411070Vakta málsnúmer

Nefndin ræddi um þá stöðu sem komin er upp eftir að Jan Aksel Klitgaard, garðyrkjustjóri sveitarfélagsins hefur sagt starfi sínu lausu. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að fela fogþ fulltrúa að auglýsa starf garðyrkjustjóra.

2.Fyrirkomulag sorpmála í Norðurþingi

Málsnúmer 201410060Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna nú þegar Sorpsamlag Þingeyinga ehf. er að fullu komið í eigu Norðurþings. Hafsteinn H. Gunnarsson, hefur búið til lista yfir helstu verkefni og ákvarðanir sem þarf að taka vegna rekstrar fram í maílok, því núverandi samningur við Gámaþjónustu Norðurlands rennur út þá.

Fram kom að þann 28. nóvember s.l. var skrifað undir samkomulag milli sveitarfélagana sem eiga Sorpsamlag Þingeyinga ehf um kaup Norðurþings á eignarhlutum Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps og Tjörneshrepps í félaginu. Samhliða þessu var skrifað undir samkomulag um yfirtöku sveitarfélagana á öllum skuldbindinum Sorpsamlagsins sem væru til staðar við undirskrift og möguleg mál vegna reksturs félagsins sem komið gætu upp sem ættu upphaf fyrir 28. nóvember 2014.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að fela Sorpsamlagi Þingeyinga ehf að sinna sorpþjónustu í Norðurþingi fram til loka maí 2015.
Undir þessum lið sátu einnig, Örlygur Hnefill Örlygsson stjórnarformaður Sorpsamlags Þingeyinga ehf og Hafsteinn H. Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpsamlags Þingeyinga ehf.

3.Fjárhags- og framkvæmdaáætlun framkvæmda- og hafnarsviðs 2015

Málsnúmer 201411073Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá tillaga að fjárhagsáætlun vegna málaflokka 07, 08, 10 og 11 sem framkvæmda- og þjónustufulltrúi hafði unnið.
Einnig tillaga um að gjaldskrár tilheyrandi ofnagreindum málaflokkum, sem ekki eru þegar vísitölutengdar eða breytt sérstaklega, hækki milli ára í samræmi við vísitölu neysluverðs.

Framkvæmda- og hafnanefnd staðfestir framlagðar áætlanir málaflokka og gjaldskrár sem tilheyra þeim og vísar fjárhagsáætlun 2015 til bæjarráðs til umfjöllunar, enda verði fjárhagsáætlun nefndarinnar tekin upp þegar framkvæmdir á Bakka hefjast. Sundurliðuð fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Norðurþings liggur ekki fyrir og því ekki hægt að staðfesta hana.

4.Eignasjóður, viðhald og fjárfestingar 2015

Málsnúmer 201412023Vakta málsnúmer

Farið yfir lista um viðhaldsmál og framkvæmdir Eignasjóðs Norðurþings 2015.

5.Sala eigna árið 2015

Málsnúmer 201412024Vakta málsnúmer

Rætt um sölu á eignum í eigu sveitarfélagsins sem ekki er í notkun sveitarfélagsins.

6.Umhverfisstefna Hafna

Málsnúmer 201411002Vakta málsnúmer

Farið yfir gögn sem unnin hafa verið vegna álagningar gjalda vegna breytinga á lögum um verndun hafs og stranda

Framkvæmda- og hafnanefnd felur hafnarstjóra að leggja fyrir nefndina tillögu að gjaldskrá vegna mengunar- og úrgangsmála.

7.Móttaka skemmtiferðaskipa meðan á framkvæmdum stendur við Bökugarð

Málsnúmer 201409107Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá álit frá Vegagerðinni vegna fyrirspurnar frá sveitarfélaginu um möguleika á að skemmtiferðaskip geti notað Bökugarð sumarið 2016.

8.Árni Helgason ehf. sækir um lóð undir vinnubúðir vegna jarðvinnu á Bakka

Málsnúmer 201411096Vakta málsnúmer

Óskað er eftir tímabundnum afnotum lóðar austan þjóðvegar norðan Bakkaár undir vinnubúðir vegna jarðvegsframkvæmda á Bakka. Horft er til þess að nýta lóðina til ársloka 2015.
Erindið var tekið fyrir í skipulags- og byggingarnefnd sem leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að Árna Helgasyni ehf vertði boðin afnot af lóð sem merkt er F1 á deiliskipulagi 2. áfanga á Bakka.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar

9.Tryggvi Jóhannsson f.h. hafnasjóðs Norðurþings sækir um leyfi til endurnýjunar vigtarskúrs og nýjum lóðarsamningi fyrir hafnarvog á Raufarhöfn

Málsnúmer 201411113Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir útskiptum á vigtarskúr við höfnina á Raufarhöfn og stofnun lóðar undir skúrinn. Erindinu fylgdi tillaga að hnitsettu lóðarblaði og teikningar af fyrirhuguðu húsi.

Erindið var tekið fyrir í skipulags- og byggingarnefnd sem leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að stofnuð verði lóð skv. tillögu að lóðarblaði.
Ennfremur verði skipulags- og byggingarfulltrúa heimilað að veita leyfi fyrir fyrirhuguðu húsi.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar.

Fundi slitið - kl. 18:00.