Fara í efni

Tryggvi Jóhannsson f.h. hafnarsjóðs Norðurþings sækir um leyfi til endurnýjunar vigtarskúrs og nýjum lóðarsamningi fyrir hafnarvog á Raufarhöfn

Málsnúmer 201411113

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 123. fundur - 09.12.2014

Óskað er eftir samþykki fyrir útskiptum á vigtarskúr við höfnina á Raufarhöfn og stofnun lóðar undir skúrinn. Fyrir fundi liggur tillaga að hnitsettu lóðarblaði og teikningar af fyrirhuguðu húsi.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnarnefnd og bæjarstjórn að stofnuð verði lóð skv. tillögu að lóðarblaði.

Ennfremur verði skipulags- og byggingarfulltrúa heimilað að veita leyfi fyrir fyrirhuguðu húsi.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 47. fundur - 10.12.2014

Óskað er eftir samþykki fyrir útskiptum á vigtarskúr við höfnina á Raufarhöfn og stofnun lóðar undir skúrinn. Erindinu fylgdi tillaga að hnitsettu lóðarblaði og teikningar af fyrirhuguðu húsi.

Erindið var tekið fyrir í skipulags- og byggingarnefnd sem leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að stofnuð verði lóð skv. tillögu að lóðarblaði.
Ennfremur verði skipulags- og byggingarfulltrúa heimilað að veita leyfi fyrir fyrirhuguðu húsi.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar.

Bæjarstjórn Norðurþings - 43. fundur - 15.12.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgeiðslu erindi sem tekið var fyrir á 123. fundi skipulag- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:

"Óskað er eftir samþykki fyrir útskiptum á vigtarskúr við höfnina á Raufarhöfn og stofnun lóðar undir skúrinn. Fyrir fundi liggur tillaga að hnitsettu lóðarblaði og teikningar af fyrirhuguðu húsi.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnarnefnd og bæjarstjórn að stofnuð verði lóð skv. tillögu að lóðarblaði.

Ennfremur verði skipulags- og byggingarfulltrúa heimilað að veita leyfi fyrir fyrirhuguðu húsi."


Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.