Fara í efni

Fyrirkomulag sorpmála í Norðurþingi

Málsnúmer 201410060

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 44. fundur - 15.10.2014

Farið yfir stöðu sorpmála í sveitarfélaginu. Í ljósi þess að sveitarfélögin Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur óskuðu eftir því í sumar að slíta samstarfi í rekstri Sorpsamlags Þingeyinga ehf er ljóst að breyta þarf fyrirkomulagi reksturs sorphirðu og förgunar í Norðurþingi, þ.e. Húsavík og Reykjahverfi. Framkvæmda- og hafnanefndar felur f&þ fulltrúa að vinna að undirbúningi á yfirtöku þessa verkefnis miðað við næstu áramót. Framkvæmda- og hafnarnefnd er sammála um að nauðsynlegt er að ná fram heilstæðu samstarfi á öllu Norður- og Austurlandi í sorpbrennslu, sorpflokkun, moltugerð og urðun og hvetur sveitarstjórnir á svæðinu til samstarfs um slíkt.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 45. fundur - 19.11.2014

Formaður gerði grein fyrir stöðu málsins.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að bjóða út sorphirðu á Húsavík og í Reykjahverfi sem tæki gildi þegar núverandi samningi Sorpsamlags Þingeyinga ehf líkur.
FÞ fulltrúa er falið að undirbúa útboðið.
Unnið verði út frá þeim forsendum að sorphirða verði með þriggja íláta kerfi og nýtt verði þau gögn sem þegar liggja fyrir við undirbúning þess hjá Sorpsamlagi Þingeyinga ehf. Útboðsgögnin verði lögð fyrir nefndina til endanlegrar staðfestingar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 46. fundur - 03.12.2014

Á fund nefndarinnar mætti Hafsteinn H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpsamlags Þingeyinga ehf. Farið var yfir stöðu sorpmála en sveitarfélagið Norðurþing hefur eignast félagið að fullu.

Eftirfarandi er bókun:
Um næstu áramót rennur út samningur Norðurþings við Sorpsamlag Þingeyinga ehf. um fyrirkomulag sorpmála. Það er óljóst með hvaða hætti staðið verði að sorpmálum frá og með áramótum enda útboði um framtíðarlausnir í sorpmálum ekki lokið. Uppgjör á Sorpsamlagi Þingeyinga ehf. er ekki lokið og yfirfærsla á sorpmálum frá Sorpsamlaginu til framkvæmda- og hafnanefndar á huldu.
Undirritaðir telja að taka verði málin föstum tökum enda tíminn naumur.

Hjálmar Bogi Hafliðason - sign
Kjartan Páll Þórarinsson - sign

Friðrik, Olga og Trausti óska bókað:
Samkomulag sveitarfélagana um kaup Norðurþings á eignarhlut meðeigenda sinna í Sorpsamlagi Þingeyinga ehf var undirritaður s.l. föstudag með fyrirvara um samþykki sveitarstjórna. Undirbúningur hefur staðið frá því í sumar og hefur honum miðað ágætlega. F og H nefnd samþykkti á síðasta fundi sínum að hefja undirbúning við gerð útboðsgagna fyrir breytt fyrirkomulag á sorphirðu á Húsavík og í Reykjahverfi frá komandi vori. Engin hætta er á því að sorphirða verði ekki með óbreyttum hætti þar til nýtt útboð liggur fyrir í vor.

Friðrik Sigurðsson - sign
Olga Gísladóttir - sign
Trausti Aðalsteinsson - sign

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 47. fundur - 10.12.2014

Farið yfir stöðuna nú þegar Sorpsamlag Þingeyinga ehf. er að fullu komið í eigu Norðurþings. Hafsteinn H. Gunnarsson, hefur búið til lista yfir helstu verkefni og ákvarðanir sem þarf að taka vegna rekstrar fram í maílok, því núverandi samningur við Gámaþjónustu Norðurlands rennur út þá.

Fram kom að þann 28. nóvember s.l. var skrifað undir samkomulag milli sveitarfélagana sem eiga Sorpsamlag Þingeyinga ehf um kaup Norðurþings á eignarhlutum Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps og Tjörneshrepps í félaginu. Samhliða þessu var skrifað undir samkomulag um yfirtöku sveitarfélagana á öllum skuldbindinum Sorpsamlagsins sem væru til staðar við undirskrift og möguleg mál vegna reksturs félagsins sem komið gætu upp sem ættu upphaf fyrir 28. nóvember 2014.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að fela Sorpsamlagi Þingeyinga ehf að sinna sorpþjónustu í Norðurþingi fram til loka maí 2015.
Undir þessum lið sátu einnig, Örlygur Hnefill Örlygsson stjórnarformaður Sorpsamlags Þingeyinga ehf og Hafsteinn H. Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpsamlags Þingeyinga ehf.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 48. fundur - 07.01.2015

Hafsteinn Gunnarsson framkvæmdarstjóri Sorpsamlags Þingeyinga sat fundinn undir þessum lið.
Nefndin fór yfir framtíðar fyrirkomulag sorpmála í sveitarfélaginu.
Unnið var minnisblað vegna fyrirhugaðs útboðs.

Formanni nefndarinnar falið að kynna málið fyrir stjórn Sorpsamlagsins og Verkfræðistofunni Eflu.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 49. fundur - 14.01.2015

Farið yfir ýmsa þætti sorpmála í framhaldi af umræðum á síðasta fundi nefndarinnar 7. janúar sl.

Undirritaðir leggja til að sá möguleiki verði kannaður hvort sveitarfélagið Norðurþing annist sjálft sorphirðu og flokkun á Húsavík og Reykjahverfi. Jafnframt verði Þjónustustöð sveitarfélagsins á Húsavík flutt í Víðimóa.

Greinargerð
Sveitarfélagið Norðurþing er eigandi þeirra fasteigna sem Sorpsamleg Þingeyinga stendur ásamt kurlara og öðrum tækjum. Helsta fjárfestingin er í bíl til hirðingar á sorpi og sorptunnur. Hjá Sorpsamlagi Þingeyinga er þekking á málaflokknum sem hægt er að nýta. Þegar hefur verið gefin út álagning sorphirðugjalda fyrir árið 2015.
Fjárfesting felst í baggapressu, flokkunarbandi og bíl. Flokkað yrði til útflutnings eða selt ómeðhöndlað. Tekjumöguleikar á endurvinnsluefni. Samlegðaráhrif vegna færslu á Þjónustustöð á Húsavík annars vegar og bókhaldi og yfirstjórn hinsvegar eru talsverð. Reki sveitarfélagið móttökustöð og sjái um sorphirðu fækkar sérsamningum og flækjustig vegna aukaverka minnkar.
Ljóst er að upphafskostnaður yrði nokkur.

Kjartan Páll Þórarinsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Meirihluti óskar að bókað sé:
"Vinnsla útboðsgagna er langt komin og þegar er búið að forkynna útboðið. Tillaga sem þessi hefði því þurft að koma fram mun fyrr í ferlinu. Í útboðsgögnum er hins vegar kveðið á um að heimilt sé að hafna öllum tilboðum ef þau þykja ekki hagstæð. Meirihluti Framkvæmda- og hafnarnefdar fellir því tillöguna en bendir á að sveitarfélagið Norðurþing á að fullu Sorpsamlag Þingeyinga og ef ekki koma ákjósanleg tilboð í verkið eftir að útboð hefur farið fram, þá er enn sá kostur í boði að framkvæma þetta á eigin forsendum eða innan Sorpsamlagi Þingeyinga. Meirihlutinn hefur þegar hafið könnun á færslu þjónustumiðstöðvar í húsnæðið í Víðimóum."
Olga Gísladóttir
Trausti Aðalsteinsson
Örlygur Hnefill Örlygsson

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 50. fundur - 10.02.2015

Farið var yfir drög að úboðs- og verklýsingu vegna sorphirðu í Norðurþingi og Tjörneshreppi 2015-2018.

Útboðsgögn samlesin af nefnd og stjórn og framkvæmdastjóra Sorpsamlags Þingeyinga. Afgreiðslum frestað til næsta fundar.

Stjórn og framkvæmdastjóri SÞ sátu fundinn undir þessum lið.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 51. fundur - 11.02.2015

Hafsteinn H. Gunnarsson framkvæmdastjóri SÞ sat fundinn símleiðis undir þessum lið.
Farið yfir útboðsgögn og þau rædd. Útboðsgögn samþykkt með áorðnum breytingum.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 52. fundur - 11.03.2015

Farið var yfir stöðu málsins og næstu skref en á morgun, fimmtudag 12. mars,verða tilboð vegna útboðs sorpmála í Norðurþingi opnuð.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 53. fundur - 18.03.2015

Framkvæmda- og hafnarnefnd fór yfir þau tilboð sem bárust. Samþykkt var að ganga til viðræðna við lægstbjóðanda, Íslenska gámafélagið ehf., og felur nefndin framkvæmda- og þjónustufulltrúa að boða fulltrúa fyrirtækisins til viðræðna við nefndina.

Hafsteinn H. Gunnarsson og Kristján Þór Magnússon sátu fundinn undir þessum lið.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 54. fundur - 25.03.2015

Jón Frantzson forstjóri Íslenska gámafélagsins kom til fundar við nefndina til viðræðna í kjölfar útboðs.

Steinþór Heiðarsson oddviti Tjörneshrepps, Hafsteinn H. Gunnarsson framkvæmdastjóri SÞ og Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri sátu fundinn undir þessum lið.
ákveðið að nefndin fundi aftur mánudag 30. mars n.k.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 55. fundur - 30.03.2015

Nefndin ræddi ýmis atriði er varða samninga við Íslenska gámafélagið. Samþykkt var að veita bæjarstjóra umboð til að ganga til samninga við ÍG miðað við þær athugasemdir sem nefndin lagði fram. Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja vinnu við nýja sorphirðusamþykkt sem þarf að taka gildi fyrir lok maí 2015.

Hafsteinn H. Gunnarsson framkvæmdastjóri SÞ og Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð Norðurþings - 138. fundur - 29.04.2015

Fyrir bæjarráði liggur verksamningur milli Norðurþings og Íslenska Gámafélagsins um söfnun, flutning og afsetningu úrgangs, moltugerð og rekstur móttökustöðvar á Húsavík
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð fagnar þeim mikilvæga áfanga sem þessi samningur felur í sér. Þessi breyting á meðhöndlun sorpmála mun skapa tækifæri fyrir Norðurþing til að komast í fremstu röð umhverfislega með stóraukinni endurvinnslu og -nýtingu og á sama tíma lækka rekstrarkostnað sorphirðu til næstu ára.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 57. fundur - 13.05.2015

Fyrir fundum liggja drög að sorphirðusamþykkt fyrir Norðurþing. Jafnframt liggur fyrir tillaga um að gera nýja gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs.
Framkvæmda- og hefnanefnd fór yfir drög að sorphirðusamþykkt. Jafnframt felur nefndin framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera drög að nýrri gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs.

Hjálmar Bogi óskar bókað;
"Það er fagnaðarefni að bæjaráð Norðurþings hafi fullafgreitt samning um sorphirðu þó fellur málaflokkurinn undur framkvæmda- og hafnanefnd. Það má skilja vinnubrögðin þannig að bæjarráð treysti ekki framkvæmda- og hafnanefnd".

Bæjarráð Norðurþings - 140. fundur - 21.05.2015

Fyrir bæjarráð liggja drög að ábyrgðaryfirlýsingu fyrir urðunarstað á Kópaskeri:

Bæjarstjórn Norðurþings ábyrgist að staðið verði við þær skyldur sem settar eru fram varðandi frágang og vöktun urðunarstaðarins við Kópasker, sbr. 60. og 61. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Af hálfu Norðurþings er litið svo á að yfirlýsing þessi jafngildi starfsleyfistryggingu, sbr. 59. gr. laga nr. 55/2003 og 17. gr. reglugerðar nr. 738/2003 um urðun úrgangs. Ábyrgð þessi gildir í 30 ár eftir lokun urðunarstaðarins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ábyrgðaryfirlýsingin verði samþykkt.

Bæjarstjórn Norðurþings - 49. fundur - 16.06.2015

Eftirfarandi var bókað á 140. fundi bæjarráðs Norðurþings
"Fyrir bæjarráð liggja drög að ábyrgðaryfirlýsingu fyrir urðunarstað á Kópaskeri:

Bæjarstjórn Norðurþings ábyrgist að staðið verði við þær skyldur sem settar eru fram varðandi frágang og vöktun urðunarstaðarins við Kópasker, sbr. 60. og 61. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Af hálfu Norðurþings er litið svo á að yfirlýsing þessi jafngildi starfsleyfistryggingu, sbr. 59. gr. laga nr. 55/2003 og 17. gr. reglugerðar nr. 738/2003 um urðun úrgangs. Ábyrgð þessi gildir í 30 ár eftir lokun urðunarstaðarins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ábyrgðaryfirlýsingin verði samþykkt."
Til máls tóku Óli Halldórsson, Friðrik Sigurðsson, Soffía Helgadóttir Kjartan Páll Þórarinsson og Gunnlaugur Stefánsson

Ábyrgðaryfirlýsingin samþykkt samhljóða