Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

46. fundur 03. desember 2014 kl. 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurðsson formaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Framkvæmda- og hafnarnefnd, stjórnskipulag

Málsnúmer 201406093Vakta málsnúmer

Erindi sem Hjálmar Bogi lagði fram til umræðu og varðar stjórnskipulag og rekstur Hafnasjóðs. Farið yfir stöðu málsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Aðgengi fyrir alla í Norðurþingi

Málsnúmer 201411021Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðuna í aðgengismálum og hvað betur mætti fara. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið í samráði við félagsmálastjóra að láta vinna úttekt á aðgengismálum stofnana sveitarfélagsins og leggja minnisblað fyrir nefndina að nýju.

3.Bílastæði í miðbæ Húsavíkur

Málsnúmer 201406091Vakta málsnúmer

Rætt um ráðstafanir sem þarf að gera fyrir næsta sumar. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að vinna að tillögu að gerð skipulags á bílastæðum fyrir fólksbíla og hópferðabíla í og við miðbæjarsvæði Húsavíkur og leggja fyrir nefndina að nýju. Ræða þarf við alla hagsmunaaðila. Mikilvægt er að fram komi hvar "drop off" eða "stökk stæði" fyrir rútur skuli vera.

4.Útilistaverk í Norðurþingi

Málsnúmer 201411071Vakta málsnúmer

Áhugi er fyrir að fjölga útilistaverkum í sveitarfélaginu og gera þau sem fyrir eru aðgengilegri.

Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að gera minnisblað um málið og leggja fyrir nefndina að nýju.

5.Hreinsunarátak vorið 2015

Málsnúmer 201411072Vakta málsnúmer

Rætt um hvort ráðast eigi í hreinsunarátak í sveitarfélaginu næsta vor umfram það sem verið hefur undanfarin ár.

Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að kanna hver kostnaður gæti verið við slíka hreinsun.

6.Refa- og minkaeyðing í Norðurþingi

Málsnúmer 201411074Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu þessa málaflokks í ljósi nýs samnings við ríkið um kostnaðarþátttöku.

Erindinu frestað til næsta fundar.

7.Heilsuárið 2015

Málsnúmer 201409041Vakta málsnúmer

Skipaður var hópur nú í haust með það hlutverk að koma af stað lýðheilsutengdum verkefnum innan sveitarfélagsins Norðurþings.
Borist hefur erindi frá hópnum þar sem óskað er eftir að nefndir ræði lýðheilsumál og komi með áherslupunkta sem gætu tengst lýðheilsuverkefnum innan sveitarfélagsins.

Framkvæmda- og harfnanefnd tekur jákvætt í erindið og mun horfa til þess við snjómokstur yfir vetrartímann. Jafnframt má geta þess að unnið hefur verið kerfisbundið að gerð göngustíga innan sveitarfélagsins. Hvíldarbekkir hafa verið settir niður á helstu gönguleiðum í samstarfi við aðra aðila.

8.Hilmar Dúi Björgvinsson f.h. Garðvíkur ehf. óskar eftir viðræðum um samstarfssamning við fyrirtækið

Málsnúmer 201411112Vakta málsnúmer

Hilmar Dúi Björgvinsson, f.h. Garðvíkur ehf., óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið þar sem kannaður verði möguleiki á að gera samstarfssamning um garðyrkjulega stjórnun og verkefni henni tengd.

Framkvæmda- og hafnanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ræða við bréfritara um erindið og fá fram tillögu eða hugmynd um þjónustuþætti sem félagið gæti sinnt.

9.Fjárhags- og framkvæmdaáætlun framkvæmda- og hafnarsviðs 2015

Málsnúmer 201411073Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til umfjöllunar fjárhagsáætlun málaflokksins fyrir árið 2015.

Afgreiðslu nefndarinnar frestað um viku.

10.Fyrirkomulag sorpmála í Norðurþingi

Málsnúmer 201410060Vakta málsnúmer

Á fund nefndarinnar mætti Hafsteinn H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpsamlags Þingeyinga ehf. Farið var yfir stöðu sorpmála en sveitarfélagið Norðurþing hefur eignast félagið að fullu.

Eftirfarandi er bókun:
Um næstu áramót rennur út samningur Norðurþings við Sorpsamlag Þingeyinga ehf. um fyrirkomulag sorpmála. Það er óljóst með hvaða hætti staðið verði að sorpmálum frá og með áramótum enda útboði um framtíðarlausnir í sorpmálum ekki lokið. Uppgjör á Sorpsamlagi Þingeyinga ehf. er ekki lokið og yfirfærsla á sorpmálum frá Sorpsamlaginu til framkvæmda- og hafnanefndar á huldu.
Undirritaðir telja að taka verði málin föstum tökum enda tíminn naumur.

Hjálmar Bogi Hafliðason - sign
Kjartan Páll Þórarinsson - sign

Friðrik, Olga og Trausti óska bókað:
Samkomulag sveitarfélagana um kaup Norðurþings á eignarhlut meðeigenda sinna í Sorpsamlagi Þingeyinga ehf var undirritaður s.l. föstudag með fyrirvara um samþykki sveitarstjórna. Undirbúningur hefur staðið frá því í sumar og hefur honum miðað ágætlega. F og H nefnd samþykkti á síðasta fundi sínum að hefja undirbúning við gerð útboðsgagna fyrir breytt fyrirkomulag á sorphirðu á Húsavík og í Reykjahverfi frá komandi vori. Engin hætta er á því að sorphirða verði ekki með óbreyttum hætti þar til nýtt útboð liggur fyrir í vor.

Friðrik Sigurðsson - sign
Olga Gísladóttir - sign
Trausti Aðalsteinsson - sign

11.Erindi frá Leikfélagi Húsavíkur

Málsnúmer 201412003Vakta málsnúmer

Auður Jónasdóttir, formaður Leikfélags Húsavíkur, óskar fyrir hönd félagsins, eftir viðræðum við sveitarfélagið um húsnæðismál leikfélagsins en það hefur Samkomuhúsið til afnota og á hlut í annarri fasteign á móti sveitarfélaginu.

Framkvæmda- og hafnanefnd tekur jákvætt í viðræður við Leikfélag Húsavíkur og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa, formanni og varaformanni nefndarinnar að boða bréfritara til viðræðna um erindið.

12.Arnar Sigurðsson, ósk um umsögn vegna hafnsögumannsskýrtenis

Málsnúmer 201412004Vakta málsnúmer

Arnar Sigurðsson, kt. 020863-4719, hyggst sækja um skírteini löggilts hafnsögumanns við hafnir Norðurþings og óskar eftir meðmælum hafnastjórnar sveitarfélagsins.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að veita Arnari Sigurðssyni meðmæli vegan umsóknar hans um löggildingu hafnsögumanns við hafnir Norðurþings.

13.Eignasjóður, viðhald og fjárfestingar 2015

Málsnúmer 201412023Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til umfjöllunar viðhald- og framkvæmdir fyrir árið 2015.

Erindinu frestað til næsta fundar.

14.Sala eigna árið 2015

Málsnúmer 201412024Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til umfjöllunar sala eigna sveitarfélagsins á árinu 2015.

Erindinu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið.