Fara í efni

Fjárhags- og framkvæmdaáætlun framkvæmda- og hafnarsviðs 2015

Málsnúmer 201411073

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 45. fundur - 19.11.2014

Kynnt var skipting útgjaldaramma málaflokka, fjárhagsáætlun samstæðu fyrir árið 2015 ásamt útkomuspá fyrir árið 2014.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir framlagaða fjárhagsramma en beinir þeim ábendingum til bæjarráðs að gæta þurfi að því hvort fullnægjandi fjármagn sé úthlutað til málaflokks 07 og 08.

Hjálmar Bogi Kjartan Páll óska bókað:
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 kemur seint fram eða mánuði síðar en verið hefur. Jafnframt liggur framkvæmdaáætlun ekki fyrir og nefndinni gefin lítill tími við vinnu í fjárhagsáætlunargerð.

Bæjarráð Norðurþings - 123. fundur - 20.11.2014

Fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar fjárhagsáætlun málaflokka Framkvæmda- og hafnanefndar sem tekin var fyrir á fundi nefndarinnar þann 19. nóvember s.l. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:

"Kynnt var skipting útgjaldaramma málaflokka, fjárhagsáætlun samstæðu fyrir árið 2015 ásamt útkomuspá fyrir árið 2014.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir framlagaða fjárhagsramma en beinir þeim ábendingum til bæjarráðs að gæta þurfi að því hvort fullnægjandi fjármagn sé úthlutað til málaflokks 07 og 08.
Hjálmar Bogi og Kjartan Páll óska bókað:
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 kemur seint fram eða mánuði síðar en verið hefur. Jafnframt liggur framkvæmdaáætlun ekki fyrir og nefndinni gefin lítill tími við vinnu í fjárhagsáætlunargerð."

Lagt fram til kynningar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 46. fundur - 03.12.2014

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til umfjöllunar fjárhagsáætlun málaflokksins fyrir árið 2015.

Afgreiðslu nefndarinnar frestað um viku.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 47. fundur - 10.12.2014

Fyrir fundinum lá tillaga að fjárhagsáætlun vegna málaflokka 07, 08, 10 og 11 sem framkvæmda- og þjónustufulltrúi hafði unnið.
Einnig tillaga um að gjaldskrár tilheyrandi ofnagreindum málaflokkum, sem ekki eru þegar vísitölutengdar eða breytt sérstaklega, hækki milli ára í samræmi við vísitölu neysluverðs.

Framkvæmda- og hafnanefnd staðfestir framlagðar áætlanir málaflokka og gjaldskrár sem tilheyra þeim og vísar fjárhagsáætlun 2015 til bæjarráðs til umfjöllunar, enda verði fjárhagsáætlun nefndarinnar tekin upp þegar framkvæmdir á Bakka hefjast. Sundurliðuð fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Norðurþings liggur ekki fyrir og því ekki hægt að staðfesta hana.