Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2015 - 3ja ára áætlun (2016-2018)
201410117
2.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2015
201411065
Fyrir bæjarráði liggur til umræðu reglur um afslátt af fasteignaskatti ársins 2015.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
3.Álagning gjalda 2015
201411066
Fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar álagning gjalda fyrir árið 2015.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að álagningu ársins 2015 verði samþykkt.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að álagningu ársins 2015 verði samþykkt.
4.Málaflokkar 03 04 og 05 fjárhagsrammar 2015
201411052
Fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar erindi frá félags- og menningarnefnd. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Rekstur málaflokka 03 og 04 rúmast með hagræðingu innan þess fjárhagramma sem að úthlutað er. Fræðslu- og menningarnefnd óskar eftir því við bæjarráð að fjárhagsrammi málaflokks 05 - menningarmál verði rýmkaður í kr. 50.000.000 til að geta staðið vörð um störf og þjónustu á sviðinu."
Lagt fram til kynningar en beiðni um breytingu á ramma verður tekin til umfjöllunar á milli umræðna bæjarstjórnar.
"Rekstur málaflokka 03 og 04 rúmast með hagræðingu innan þess fjárhagramma sem að úthlutað er. Fræðslu- og menningarnefnd óskar eftir því við bæjarráð að fjárhagsrammi málaflokks 05 - menningarmál verði rýmkaður í kr. 50.000.000 til að geta staðið vörð um störf og þjónustu á sviðinu."
Lagt fram til kynningar en beiðni um breytingu á ramma verður tekin til umfjöllunar á milli umræðna bæjarstjórnar.
5.Gjaldskrár á fræðslu- og menningarsviði 2015
201411093
Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir hjá Fræðslu- og menningarnefnd þann 19. nóvember s.l. en þar var lögð fram tillaga að gjaldskrá málaflokksins fyrir árið 2015.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillögu nefndarinnar að gjaldskrá ársins 2015 og samþykkir hana eins og hún liggur fyrir.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillögu nefndarinnar að gjaldskrá ársins 2015 og samþykkir hana eins og hún liggur fyrir.
6.Fjárhags- og framkvæmdaáætlun framkvæmda- og hafnarsviðs 2015
201411073
Fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar fjárhagsáætlun málaflokka Framkvæmda- og hafnanefndar sem tekin var fyrir á fundi nefndarinnar þann 19. nóvember s.l. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Kynnt var skipting útgjaldaramma málaflokka, fjárhagsáætlun samstæðu fyrir árið 2015 ásamt útkomuspá fyrir árið 2014.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir framlagaða fjárhagsramma en beinir þeim ábendingum til bæjarráðs að gæta þurfi að því hvort fullnægjandi fjármagn sé úthlutað til málaflokks 07 og 08.
Hjálmar Bogi og Kjartan Páll óska bókað:
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 kemur seint fram eða mánuði síðar en verið hefur. Jafnframt liggur framkvæmdaáætlun ekki fyrir og nefndinni gefin lítill tími við vinnu í fjárhagsáætlunargerð."
Lagt fram til kynningar.
"Kynnt var skipting útgjaldaramma málaflokka, fjárhagsáætlun samstæðu fyrir árið 2015 ásamt útkomuspá fyrir árið 2014.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir framlagaða fjárhagsramma en beinir þeim ábendingum til bæjarráðs að gæta þurfi að því hvort fullnægjandi fjármagn sé úthlutað til málaflokks 07 og 08.
Hjálmar Bogi og Kjartan Páll óska bókað:
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 kemur seint fram eða mánuði síðar en verið hefur. Jafnframt liggur framkvæmdaáætlun ekki fyrir og nefndinni gefin lítill tími við vinnu í fjárhagsáætlunargerð."
Lagt fram til kynningar.
7.Raufarhafnarhöfn
201411068
Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á fundi Framkvæmda- og hafnanefndar sem fram fór 19. nóvember s.l. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar.
"Farið var yfir tvö atriði sem varða Raufarhafnarhöfn. Í fyrsta lagi. Möguleg kaup á fingrum á flotbryggju, en þeir voru ekki í útboði vegna þess verks sem nú er verið að vinna og ríkið tekur ekki þátt í kosnaði við þá. Fyrir fundinum lá tilboð frá Króla ehf. sem býðst til að útvega fingurna.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að kaupa sjö fingur fyrir flotbryggju á Raufarhöfn. Áætlaður kostnaður er kr. 7.milljónir og verði fjárhæðin tekin af framkvæmdafé líðandi árs með samþykki bæjarráðs
Í öðru lagi. Möguleg kaup á vaktskúr/vigtarskúr fyrir vigtarmann. Núverandi aðstaða er með öllu ófullnægjandi. Fyrir fundinum lágu kostnaðartölur vegna gámaeininga í mismunandi útfærslum.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að kaupa gámaeiningu til að koma upp við Raufarhafnarhöfn og felur f og þ fulltrúa að sækja um leyfi fyrir húsnæðinu.
Áætlaður kostnaður er kr. 2,5 milljónir og verði fjárhæðin tekin af framkvæmdafé sveitarfélagins á líðandi árs með samþykki bæjarráðs."
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu nefndarinnar.
"Farið var yfir tvö atriði sem varða Raufarhafnarhöfn. Í fyrsta lagi. Möguleg kaup á fingrum á flotbryggju, en þeir voru ekki í útboði vegna þess verks sem nú er verið að vinna og ríkið tekur ekki þátt í kosnaði við þá. Fyrir fundinum lá tilboð frá Króla ehf. sem býðst til að útvega fingurna.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að kaupa sjö fingur fyrir flotbryggju á Raufarhöfn. Áætlaður kostnaður er kr. 7.milljónir og verði fjárhæðin tekin af framkvæmdafé líðandi árs með samþykki bæjarráðs
Í öðru lagi. Möguleg kaup á vaktskúr/vigtarskúr fyrir vigtarmann. Núverandi aðstaða er með öllu ófullnægjandi. Fyrir fundinum lágu kostnaðartölur vegna gámaeininga í mismunandi útfærslum.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að kaupa gámaeiningu til að koma upp við Raufarhafnarhöfn og felur f og þ fulltrúa að sækja um leyfi fyrir húsnæðinu.
Áætlaður kostnaður er kr. 2,5 milljónir og verði fjárhæðin tekin af framkvæmdafé sveitarfélagins á líðandi árs með samþykki bæjarráðs."
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu nefndarinnar.
8.Fjárhagsáætlun skipulags- og bygggingarnefndar 2015
201411060
fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar fjárhagsáætlun Skipulags- og byggingarnefndar sem tekin var til afgreiðslu hjá nefndinni þann 18. nóvember s.l. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu sína að fjárhagsáætlun ársins 2015 vegna skipulagsmála (liður 09) m.v. úthlutaðan ramma frá fundi bæjarráðs þann 17. nóvember.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst á tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa á uppskiptingu fjárhagsramma og vísar henni til umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn óbreyttri."
Lagt fram til kynningar.
"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu sína að fjárhagsáætlun ársins 2015 vegna skipulagsmála (liður 09) m.v. úthlutaðan ramma frá fundi bæjarráðs þann 17. nóvember.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst á tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa á uppskiptingu fjárhagsramma og vísar henni til umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn óbreyttri."
Lagt fram til kynningar.
9.Verkfall tónlistarkennara, staða mála
201411051
Bæjarráð lýsir áhyggjum af verkfalli tónlistarkennara í Norðurþingi. Menntun í tónlist er mikilvægur þáttur í skólastarfi sveitarfélagsins Norðurþings og hafa m.a. verið verið stigin merk skref í þróun samstarfs grunn- og tónlistarskóla á landsvísu í skólum sveitarfélagsins. Í ljósi þessa er sérstaklega óheppilegt fyrir sveitarfélagið Norðurþing og tónlistarnemendur að kjaradeilan dragist á langinn. Samband íslenskra sveitarfélaga er lögbundinn kjarasamningsaðili við tónlistarkennara og hvetur bæjarráð bæði tónlistarkennara og samninganefndina til að finna lausn á deilunni.
10.Allherjar- og menntamálanefnd Alþingis, 33. mál til umsagnar
201411023
Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar erindi frá Allherjar- og menntamálanefnd Alþingis, tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 33. mál.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
11.Atvinnuveganefnd Alþingis, 305. mál til umsagnar
201411053
Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frumvarp til laga frá Atvinnuveganefnd Alþingis um breytingu á raforkulögum (kerfiáætlun, EES-reglur), 305. mál.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
12.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 29. mál til umsagnar
201411089
Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frumvarp til laga frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars), 29. mál.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
13.Atvinnuveganefnd Alþingis, 321. mál til umsagnar
201411056
Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Atvinnuveganefnd Alþingis, tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, 321.mál.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
14.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 32. mál til umsagnar
201411090
Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 32. mál.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
15.Eyþing fundargerðir
201406064
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerðir 259. fundar og 260. fundar stjórnar Eyþings.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
16.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra, fundargerðir 2014
201403030
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 166. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
17.Álaborg, boð á ungmennaleikana 2015
201410095
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá borgarstjóra Álaborg, Thomas Kastrup-Larsen, þar sem Norðurþingi er boðið að taka þátt í "The Youth Games 2015 in Aalborg from July 30 - Augsut 4th). Jafnframt er tveimur fulltrúum sveitarfélagsins boðið til Álaborgar frá 1. ágúst til 4. ágúst.
Hluti erindisins var tekið fyrir hjá tómstunda- og æskulýðsnefnd og var sviðsstjóra falið að vinna að málinu.
Bæjarráð mun þiggja boð borgarstjóra Álaborgar og senda tvo fulltrúa bæjarstjórnar sveitarfélagsins til Álaborgar verði sú ákvörðun tekin að senda keppendur frá Norðurþingi á leikana.
Hluti erindisins var tekið fyrir hjá tómstunda- og æskulýðsnefnd og var sviðsstjóra falið að vinna að málinu.
Bæjarráð mun þiggja boð borgarstjóra Álaborgar og senda tvo fulltrúa bæjarstjórnar sveitarfélagsins til Álaborgar verði sú ákvörðun tekin að senda keppendur frá Norðurþingi á leikana.
18.Rekstrar- og fjárhagsleg úttekt á sveitarfélaginu Norðurþingi - samanburður við önnur sveitarfélög
201411007
Fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar tvö tilboð í gerð úttektar á rekstrar- og fjárhagslegri stöðu Norðurþings, bæði A- hluta og B- hluta. Í því sambandi verði gerður samanburður við nokkur sérvalin sambærileg sveitarfélög.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í verkefnið og felur bæjarstjóra að ganga frá verksamningi við annan hvorn aðilann.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í verkefnið og felur bæjarstjóra að ganga frá verksamningi við annan hvorn aðilann.
Fundi slitið.
Á fund bæjarráðs mættu sviðsstjórar, Fræðslu- og menningarnefndar, Erla Sigurðardóttir, Framkvæmda- og hafnafulltrúi, Tryggvi Jóhannsson, Félagsmálastjóri, Dögg Káradóttir, Skipulags- og byggingarfulltrúi, Gaukur Hjartarson og Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi, Jóhann Pálsson og fóru yfir og kynntu fjárhagsáætlanir sinna sviða.
Bæjarráð þakkar sviðsstjórum fyrir yfirferð og góða kynningu á fjárhagsáætlanavinnu sinna sviða.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun ársins 2015 til fyrri umræðu í bæjarstjórn, með þeim breytingum að úthlutaður rammi málaflokks 02 (félagsmálaþjónusta) verði hækkaður um 23 mkr. vegna rekstrarframlags til Dvalarheimilis Hvamms.
Jafnframt er 3ja ára fjárhagsáætlun áranna 2016 - 2018 vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Soffía sat hjá við afgreiðsluna.