Fara í efni

Raufarhafnarhöfn

Málsnúmer 201411068

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 45. fundur - 19.11.2014

Farið var yfir tvö atriði sem varða Raufarhafnarhöfn. Í fyrsta lagi. Möguleg kaup á fingrum á flotbryggju, en þeir voru ekki í útboði vegna þess verks sem nú er verið að vinna og ríkið tekur ekki þátt í kosnaði við þá. Fyrir fundinum lá tilboð frá Króla ehf. sem býðst til að útvega fingurna.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að kaupa sjö fingur fyrir flotbryggju á Raufarhöfn. Áætlaður kostnaður er kr. 7.milljónir og verði fjárhæðin tekin af framkvæmdafé líðandi árs með samþykki bæjarráðs

Í öðru lagi. Möguleg kaup á vaktskúr/vigtarskúr fyrir vigtarmann. Núverandi aðstaða er með öllu ófullnægjandi. Fyrir fundinum lágu kostnaðartölur vegna gámaeininga í mismunandi útfærslum.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að kaupa gámaeiningu til að koma upp við Raufarhafnarhöfn og felur fþ fulltrúa að sækja um leyfi fyrir húsnæðinu.
Áætlaður kostnaður er kr. 2,5 milljónir og verði fjárhæðin tekin af framkvæmdafé sveitarfélagins á líðandi árs með samþykki bæjarráðs.

Bæjarráð Norðurþings - 123. fundur - 20.11.2014

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á fundi Framkvæmda- og hafnanefndar sem fram fór 19. nóvember s.l. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar.

"Farið var yfir tvö atriði sem varða Raufarhafnarhöfn. Í fyrsta lagi. Möguleg kaup á fingrum á flotbryggju, en þeir voru ekki í útboði vegna þess verks sem nú er verið að vinna og ríkið tekur ekki þátt í kosnaði við þá. Fyrir fundinum lá tilboð frá Króla ehf. sem býðst til að útvega fingurna.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að kaupa sjö fingur fyrir flotbryggju á Raufarhöfn. Áætlaður kostnaður er kr. 7.milljónir og verði fjárhæðin tekin af framkvæmdafé líðandi árs með samþykki bæjarráðs
Í öðru lagi. Möguleg kaup á vaktskúr/vigtarskúr fyrir vigtarmann. Núverandi aðstaða er með öllu ófullnægjandi. Fyrir fundinum lágu kostnaðartölur vegna gámaeininga í mismunandi útfærslum.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að kaupa gámaeiningu til að koma upp við Raufarhafnarhöfn og felur f og þ fulltrúa að sækja um leyfi fyrir húsnæðinu.
Áætlaður kostnaður er kr. 2,5 milljónir og verði fjárhæðin tekin af framkvæmdafé sveitarfélagins á líðandi árs með samþykki bæjarráðs."

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu nefndarinnar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 56. fundur - 14.04.2015

Löndunarkraninn á Raufarhöfn er orðinn mjög slitinn og bilanagjarn og er orðið brýnt að endurnýja hann.
Staða málsins kynnt.