Fara í efni

Álaborg, boð á ungmennaleikana 2015

Málsnúmer 201410095

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 35. fundur - 18.11.2014

Vinabærinn Álaborg í Danmörku hefur boðið Norðurþingi að taka þátt í Ungmennaleikum haldnir í Álaborg 30.júlí-4.ágúst 2015.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd fagnar boðinu og stefnir á að senda þátttakendur á leikana eins og hefð er fyrir.
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa er falið að vinna málið áfram.
Gera verður ráð fyrir fjármagni í verkefnið við gerð fjárhagsáætlunar 2015.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 43. fundur - 19.11.2014

Erindinu hefur þegar verið vísað til tómstunda- og æskulýðsnefndar vegna þátttöku ungmenna. Fræðslu- og menningarnefnd leggur til að þegar að þátttaka ungmenna liggur fyrir taki bæjarráð afstöðu til þátttöku pólitískra fulltrúa.

Bæjarráð Norðurþings - 123. fundur - 20.11.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá borgarstjóra Álaborg, Thomas Kastrup-Larsen, þar sem Norðurþingi er boðið að taka þátt í "The Youth Games 2015 in Aalborg from July 30 - Augsut 4th). Jafnframt er tveimur fulltrúum sveitarfélagsins boðið til Álaborgar frá 1. ágúst til 4. ágúst.
Hluti erindisins var tekið fyrir hjá tómstunda- og æskulýðsnefnd og var sviðsstjóra falið að vinna að málinu.

Bæjarráð mun þiggja boð borgarstjóra Álaborgar og senda tvo fulltrúa bæjarstjórnar sveitarfélagsins til Álaborgar verði sú ákvörðun tekin að senda keppendur frá Norðurþingi á leikana.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 38. fundur - 13.01.2015

Álaborgarleikar verða haldnir í Álaborg dagana 30.júlí - 4.ágúst 2015.
Ungmenni úr Norðurþingi hafa átt þess kost að sækja leikana.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd ákveður að styrkja blakstúlkur og handboltadrengi til fararinnar.

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa er falið að útfæra ferðina og vera í samstarfi við Íþróttafélagið Völsung vegna málsins.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 43. fundur - 18.08.2015

Blaklið og handboltalið frá Völsungi fóru á Álaborgarleikana 2015 fyrir hönd Norðurþings. Leikarnir voru vel heppnaðir og var mikil ánægja á meðal þátttakenda með leikana.
Skýrsla tómstunda- og æskulýðsfulltrúa um ferðina er einnig lögð fram til kynningar um málið.