Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

35. fundur 18. nóvember 2014 kl. 12:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Dögg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Álaborg, boð á ungmennaleikana 2015

201410095

Vinabærinn Álaborg í Danmörku hefur boðið Norðurþingi að taka þátt í Ungmennaleikum haldnir í Álaborg 30.júlí-4.ágúst 2015.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd fagnar boðinu og stefnir á að senda þátttakendur á leikana eins og hefð er fyrir.
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa er falið að vinna málið áfram.
Gera verður ráð fyrir fjármagni í verkefnið við gerð fjárhagsáætlunar 2015.

2.Almennings íþróttir

201411054

Kjartan Páll Þórarinsson kynnti hugmynd að heilsuræktartækjum vegna almenningsíþrótta.
Hugmyndin er sú að koma upp tækjum við íþróttavellina sem almenningur gæti nýtt sér við heilsurækt.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd fagnar erindinu og felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að kanna kostnað við slíkt og koma með hugmyndir að staðsetningu og útfærslu.

3.Mannvirkjastefna - hugmyndir að uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu

201408051

Tómstunda- og æskulýðsnefnd fór yfir þau svör er bárust nefndinni vegna hugmynda að mannvirkjastefnu á sviðinu.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar bréfriturum fyrir svörin.
Nefndin mun fara yfir þau svör sem bárust og vinna út frá þeim.

4.Fjárhagsáætlun 2015 - málaflokkur 06

201410053

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir úthlutaðan ramma fyrir fjárhagsárið 2015.
Nefndarmenn munu fara nánar yfir úthlutun til málaflokksins miðað við fyrirliggjandi verkefni á árinu 2015.

5.Kynning tómstunda- og æskulýðsfulltrúa

201401054

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir verkefni á sviðinu.

Fundi slitið.