Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2015 - málaflokkur 06

Málsnúmer 201410053

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 34. fundur - 14.10.2014

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti stöðu málaflokksins.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 35. fundur - 18.11.2014

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir úthlutaðan ramma fyrir fjárhagsárið 2015.
Nefndarmenn munu fara nánar yfir úthlutun til málaflokksins miðað við fyrirliggjandi verkefni á árinu 2015.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 36. fundur - 02.12.2014

Tómstunda- og æskulýðsnefnd fór yfir fjárhagsramma málaflokksins.
Ljóst er að koma þarf til aukning á úthlutuðum ramma um 9 milljónir króna ef halda á óbreyttri starfsemi.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd óskar eftir því við Bæjarráð að komið verði á móts við þá beiðni.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 37. fundur - 09.12.2014

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti tillögu að fjárhagsramma málaflokks 06, tómstunda- og æskulýðsmál. Úthlutaður rammi til málaflokksins eru 186 milljónir króna. Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir fjárhagsramma málaflokks 06 fyrir árið 2015 með áorðnum breytingum.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að útbúa greinargerð vegna viðhaldsáætlana fyrir íþróttamannvirki sviðsins og koma greinargerðinni á umsýslu eignasjóðs.

Tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja fyrir árið 2015 lögð fram.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir framlagða gjaldskrá.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 40. fundur - 14.04.2015

Tómstunda og æskulýðsfulltrúi kynnti fjárhagsstöðu málaflokksins.