Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

36. fundur 02. desember 2014 kl. 13:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Dögg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Samningamál íþróttafélaga

201401057

Jónas Halldór Friðriksson f.h. Í.F. Völsungs og Ragnar Emilsson f.h. Golfklúbbs Húsavíkur komu á fund Tómstunda- og æskulýðsnefndar.
Til umræðu var hugsanlegt samstarf milli félaganna vegna starfsmanns á völlum félaganna.
Í máli þeirra kom fram að samnýting tækja á milli vallanna væri ótvíræður kostur.
Veruleg þörf er á endurnýjun tækja á vellina.
Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins til að gera þetta kleyft.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar Jónasi og Ragnari fyrir þeirra yfirferð og fagnar því að félögin séu að leita leiða til samstarfs sín á milli.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd vísar málinu til gerðrar fjárhagsáætlunar fyrir málaflokkinn. Jafnframt felur nefndin tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að vinna að útfærslu málsins.

2.Kvenfélag Húsavíkur, ósk um styrk vegna þorrablóts 17. janúar næstkomandi

201411092

Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir styrkbeiðnina.

3.Stuðningur við Snorraverkefnið sumarið 2015

201411114

Tómstunda- og æskulýðsnefnd vísar erindinu á Fræðslu- og menningarnefnd.

4.Skákfélagið Huginn, umsókn um styrk

201411117

Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir styrk upp á 200.000 krónur. Jafnframt samþykkir Tómstunda- og æskulýðsnefnd að Skákfélagið Huginn fái aðstöðu í Frístundaheimilinu Túni. Nefndin felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að ganga frá samningi við Huginn um styrktarsamning til næstu ára.

5.Fjárhagsáætlun 2015 - málaflokkur 06

201410053

Tómstunda- og æskulýðsnefnd fór yfir fjárhagsramma málaflokksins.
Ljóst er að koma þarf til aukning á úthlutuðum ramma um 9 milljónir króna ef halda á óbreyttri starfsemi.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd óskar eftir því við Bæjarráð að komið verði á móts við þá beiðni.

Fundi slitið.