Fara í efni

Samningamál íþróttafélaga

Málsnúmer 201401057

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 26. fundur - 14.01.2014

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir stöðu samningamála varðandi íþrótta- og tómstundafélög í sveitarfélaginu. Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur áherslu á að árlegt fjármagn til aðalstjórnar ÍF Völsungs verði hækkað umtalsvert gegn því að hver iðkandi greiði einungis eitt iðkendagjald óháð fjölda greina sem stunduð er. Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að funda með aðalstjórn Völsungs vegna samningamála. Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að boða fulltrúa Golfklúbbs Húsavíkur á næsta fund nefndarinnar.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 34. fundur - 14.10.2014

Tómstunda- og æskulýðsnefnd fór yfir samningamál íþróttafélaga.Nefndin felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að vera í sambandi við forsvarsmenn Golfklúbbs Húsavíkur og Íþróttafélagsins Völsungs vegna samninga fyrir 2015.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 36. fundur - 02.12.2014

Jónas Halldór Friðriksson f.h. Í.F. Völsungs og Ragnar Emilsson f.h. Golfklúbbs Húsavíkur komu á fund Tómstunda- og æskulýðsnefndar.
Til umræðu var hugsanlegt samstarf milli félaganna vegna starfsmanns á völlum félaganna.
Í máli þeirra kom fram að samnýting tækja á milli vallanna væri ótvíræður kostur.
Veruleg þörf er á endurnýjun tækja á vellina.
Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins til að gera þetta kleyft.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar Jónasi og Ragnari fyrir þeirra yfirferð og fagnar því að félögin séu að leita leiða til samstarfs sín á milli.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd vísar málinu til gerðrar fjárhagsáætlunar fyrir málaflokkinn. Jafnframt felur nefndin tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að vinna að útfærslu málsins.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 37. fundur - 09.12.2014

Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að ganga frá samningum við Íþróttafélagið Völsung og Golfklúbb Húsavíkur á grundvelli fjárhagsáætlunar fyrir 2015.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 38. fundur - 13.01.2015

Fyrir Tómstunda- og æskulýðsnefnd liggja samningsdrög að samningum sveitarfélagsins við Skákfélagið Huginn, Golfklúbb Húsavíkur og Íþróttafélagið Völsung.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi við Skákfélagið Huginn.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi við Golfklúbb Húsavíkur með fyrirvara um að aðrir hlutaðeigandi aðilar af hálfu sveitarfélagsins samþykki samninginn fyrir sitt leiti.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi við Íþróttafélagið Völsung.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 39. fundur - 10.02.2015

Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að ganga frá samningum til undirritunar við Golfklúbb Húsavíkur og Ungmennafélagið Austra.