Fara í efni

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

34. fundur 14. október 2014 kl. 13:30 - 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Dögg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Málþing um þjónustu við nýja íbúa

Málsnúmer 201402039Vakta málsnúmer
Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur það til að sendir verði fulltrúar frá Norðurþingi á málþingið.
Jafnframt leggur nefndin til að málefnið verði tekið fyrir í Félagsmálanefnd Norðurþings.

2.Sunddeild Völsungs óskar eftir að settar verði upp baksundsveifur og stangir í Sundlaug Húsavíkur

Málsnúmer 201410028Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur deildarstjóra Sundlaugar Húsavíkur að finna lausn á málinu.

3.Nemendafélag Framhaldsskóla Húsavíkur óska eftir áframhaldandi samstarfi við Sundlaug Húsavíkur.

Málsnúmer 201410054Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir áframhaldandi samstarf á milli nemendafélagsins og Sundlaugar Húsavíkur.Samkomulagið felur það í sér að meðlimir nemendafélagsins fá frítt í sund gegn framvísun nemendaskírteinis á skólaárinu 2014/2015.

4.Heilsuárið 2015

Málsnúmer 201409041Vakta málsnúmer

Jóhanna Kristjánsdóttir kynnti verkefnið og framvindu þess fyrir nefndinni.Töluverð hugmyndavinna er búin að eiga sér stað.Lögð áhersla á það að mörkuð verði heilsustefna í sveitarfélaginu.Margt spennandi er á döfinni.Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur alla áherslu á að verkefninu verði fylgt eftir og haldið vel utan um það.

5.Frístundaheimili

Málsnúmer 201405035Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir málefni Túns.Óskað er eftir því að ráðinn verði inn aukastarfsmaður í frístundaheimilið.Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til að gert verði ráð fyrir aukningu í starfsmannahaldi frístundaheimilisins á fjárhagsárinu 2015.Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa falið að vinna að endurskipulagningu á starfssemi frístundar.

6.Samningamál íþróttafélaga

Málsnúmer 201401057Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd fór yfir samningamál íþróttafélaga.Nefndin felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að vera í sambandi við forsvarsmenn Golfklúbbs Húsavíkur og Íþróttafélagsins Völsungs vegna samninga fyrir 2015.

7.Fjárhagsáætlun 2015 - málaflokkur 06

Málsnúmer 201410053Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti stöðu málaflokksins.

8.Kynning tómstunda- og æskulýðsfulltrúa

Málsnúmer 201401054Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir málefni sviðsins.

Fundi slitið - kl. 15:00.