Fara í efni

Frístundaheimili

Málsnúmer 201405035

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 30. fundur - 13.05.2014

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir málefni Frístundaheimilisins Túns.Frístundaheimilið hefur verið rekið í Túni síðan haustið 2012 og hefur starfsemin gengið ágætlega.Sigurður Narfi Rúnarsson hefur leitt starf frístundaheimilisins í samstarfi við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa frá upphafi.Á fundi Fræðslu- og menningarnefndar 18.05 2012 veitti nefndin heimild fyrir því að flytja Skólasel Borgarhólsskóla yfir í Tún og starfsemin skilgreind sem frístundaheimili. Var lagt til við Bæjarstjórn að heimildin gildi í eitt ár til reynslu. Ekki hefur verið formlega gengið frá því að Frístundaheimilið verði rekið með sama sniði og undangengin tvö ár.Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi leggur til að starfsemi Frístundaheimilisins verði útvíkkuð og kannaður verði möguleiki á því að bjóða upp á þjónustu Frístundaheimilisins í ágúst. Einnig að gert verði ráð fyrir auknu fjárframlagi í fjárhagsáætlunargerð fyrir 2015.Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur fulltrúa nefndarinnar að senda fræðslu- og menningarnefnd og Bæjarráði greinargerð þannig að hægt verði að vinna málið áfram innan Tómstunda- og æskulýðsnefndar.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 34. fundur - 14.10.2014

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir málefni Túns.Óskað er eftir því að ráðinn verði inn aukastarfsmaður í frístundaheimilið.Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til að gert verði ráð fyrir aukningu í starfsmannahaldi frístundaheimilisins á fjárhagsárinu 2015.Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa falið að vinna að endurskipulagningu á starfssemi frístundar.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 41. fundur - 12.05.2015

Rætt var um opnun frístundaheimilisins Túns í sumar.
Rætt var um opnun frístundaheimilisins Túns í sumar.

Tómstunda og æskulýðsfulltrúa er falið að útfæra opnun frístundarheimilis í sumar áður en skólahald hefst.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 43. fundur - 18.08.2015

Frístundarheimilið opnaði mánudaginn 17. ágúst. Vistunin er ætluð börnum í 1-4 bekk.
Frístundaheimilið Tún opnaði mánudaginn 17. ágúst. Tún er frístundarheimili fyrir öll börn í 1-4 bekk. Opnunartími er 12.30-16.00 alla virka daga. Lagt er til að skráningum fyrir skólaárið 2015-2016 verði lokið þriðjudaginn 25.ágúst svo hægt verði að taka ákvörðun um starfsmannamál frístundarheimilisins.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 44. fundur - 21.09.2015

Frístundarheimilið Tún hefur verið opið frá því 17.ágúst síðastliðinn. Starfsmenn eru fjórir talsins og eru í 50% starfi. Lagt er upp með að hafa starfið eins vel skipulagt og kostur er. Framkvæmdir hafa staðið yfir í húsinu með það fyrir augum að minnka það rými sem er til umráða fyrir frístundarheimilið. Nú er félagsmiðstöðin og frístundarheimilið aðskilið og notast við sitt hvorn innganginn.
Tómstunda og æskulýðsnefnd er ánægð með starfið í frístundarheimilinu Túni það sem af er þessa skólaárs. Nefndin gerir sér grein fyrir því að mögulega þurfi að bæta við starfsfólki ef fjöldi barna eykst.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 45. fundur - 13.10.2015

Til umfjöllunar eru málefni frístundarheimilisins Túns. Í Túni starfa 4 starfsmenn. Rætt er um málefni fatlaðra í Túni almennt skipulag frístundarheimilisins.
Eins og staðan er í dag eru 30 börn skráð í frístundarheimilið. Nefndin hefur sett það viðmið að hýsa 30 börn miðað við núverandi fyrirkomulag. Verði aukning á því telur nefndin nauðsynlegt að bæta við starfsmanni.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 47. fundur - 13.01.2016

Farið yfir ástand Túns og starfsemi hússins.
Í Túni er starfrækt frístundarheimili og félagsmiðstöð.

Við frístundarheimilið starfa 5 starfsmenn og notendur eru um 30 talsins.
Félagsmiðstöðin þjónar unglingum á aldrinum 13-17 ára og er að jafnaði opin tvisvar í viku.

Viðhaldsþörf er komin á ýmsa þætti hússins og er brýnt að taka á þeim málum.

Tómstunda og æskulýðsnefnd vísar erindinu til framkvæmda og hafnanefndar með ósk um úrbætur fyrir næsta skólaár. Með erindinu fylgir minnisblað sem unnið er af tómstunda og æskulýðsfulltrúa ásamt umsjónarmanni fasteigna.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 66. fundur - 20.01.2016

Í Túni er starfrækt frístundarheimili og félagsmiðstöð. Við frístundarheimilið starfa 5 starfsmenn og notendur eru um 30 talsins. Félagsmiðstöðin þjónar unglingum á aldrinum 13-17 ára og er að jafnaði opin tvisvar í viku. Viðhaldsþörf er komin á ýmsa þætti hússins og er brýnt að taka á þeim málum. Tómstunda og æskulýðsnefnd vísar erindinu til framkvæmda og hafnanefndar með ósk um úrbætur fyrir næsta skólaár. Með erindinu fylgir minnisblað sem unnið er af tómstunda og æskulýðsfulltrúa ásamt umsjónarmanni fasteigna.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að koma nauðsynlegum úrbótum á kjallara hússins í farveg.