Fara í efni

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

30. fundur 13. maí 2014 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason formaður
  • Birna Björnsdóttir aðalmaður
  • Hafsteinn H Gunnarsson varaformaður
  • Ingólfur Freysson aðalmaður
  • Sigríður Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Rúnar Pálsson æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.UMFÍ til kynningar

Málsnúmer 201105088Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur erindi frá UMFÍ þar sem bent er á ályktun frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði haldin á Ísafirði 9.-10.apríl 2014.Ráðstefnan m.a. skorar á stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðanna á málefnum samfélagsins, einkum þeim er varða ungmennin sjálf. Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar fyrir erindið.

2.Samningamál íþróttafélaga - Golfklúbbur Húsavíkur

Málsnúmer 201404029Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti fyrstu drög að samningi milli Sveitarfélagsins Norðurþings og Golfklúbbs Húsavíkur.Golfklúbbur Húsavíkur kemur fram með hugmyndir að aðkomu sveitarfélagsins vegna reksturs klúbbsins á Katlavelli við Húsavík. Nefndin fór yfir samninginn og hugmyndir GH og bendir á að frekari þarfagreiningu þarf vegna notkunar tækja.Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að vinna saminginn áfram í samræmi við fjárhagsramma nefndarinnar.

3.Folfvöllur, kynning á frisbígolfi

Málsnúmer 201404027Vakta málsnúmer




Á fundi nefndarinnar 13.apríl 2014, var óskað eftir því að fá tilboð í folfvöll sem yrði staðsettur á Húsavík.
Tilboð liggur fyrir frá Frisbýgolfbúðinni.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir að kaupa 5 folfgrindur.

4.Skíðamannvirki við Húsavík

Málsnúmer 201405034Vakta málsnúmer

Óskað hefur verið eftir því við RARIK að kannaður verði ávinningur af því að leggja jarðstreng meðfram veglagningu upp að Höfuðreiðarmúla vegna endurnýjunar á Laxá/Kópaskerslínu að aðveitustöð á Húsavík. Skoðaðir hafa verið möguleikar á því að koma upp skíðamannvirkjum í Reyðarárbotnum/Höskuldsvatnshnjúkum ofan Húsavíkur og myndi slíkur jarðstrengur þjóna hugsanlegum mannvirkjum á þessu svæði. Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að kanna möguleikann á því að flytja skíðamannvirkin við Húsavík upp að Reyðarárhnjúk.

5.Frístundaheimili

Málsnúmer 201405035Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir málefni Frístundaheimilisins Túns.Frístundaheimilið hefur verið rekið í Túni síðan haustið 2012 og hefur starfsemin gengið ágætlega.Sigurður Narfi Rúnarsson hefur leitt starf frístundaheimilisins í samstarfi við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa frá upphafi.Á fundi Fræðslu- og menningarnefndar 18.05 2012 veitti nefndin heimild fyrir því að flytja Skólasel Borgarhólsskóla yfir í Tún og starfsemin skilgreind sem frístundaheimili. Var lagt til við Bæjarstjórn að heimildin gildi í eitt ár til reynslu. Ekki hefur verið formlega gengið frá því að Frístundaheimilið verði rekið með sama sniði og undangengin tvö ár.Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi leggur til að starfsemi Frístundaheimilisins verði útvíkkuð og kannaður verði möguleiki á því að bjóða upp á þjónustu Frístundaheimilisins í ágúst. Einnig að gert verði ráð fyrir auknu fjárframlagi í fjárhagsáætlunargerð fyrir 2015.Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur fulltrúa nefndarinnar að senda fræðslu- og menningarnefnd og Bæjarráði greinargerð þannig að hægt verði að vinna málið áfram innan Tómstunda- og æskulýðsnefndar.

6.Hrannar Jónsson sækir um aðstöðu í Lundi fyrir fjölskylduhátíðina Trúðurinn 2014

Málsnúmer 201403063Vakta málsnúmer

Fyrir Tómstunda- og æskulýðsnefnd er erindi frá Hrannari Jónssyni, fh. brottfluttra norðanmanna, þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að verkefni sem fyrirhugað er að fara af stað með og gengur undir vinnuheitinu "Trúðurinn 2014". Framkvæmda- og hafnarnefnd vísar erindinu til Tómstunda- og æskulýðsnefndar til umfjöllunar áður en ákvörðun er tekin.Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar bréfritara fyrir bréfið.Nefndin fer fram á frekari kostnaðargreiningu á verkefninu og frekari upplýsingar um hátíðina.

7.Fjölskyldudansleikur

Málsnúmer 201405036Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur það til að fjölskyldudagur verði haldinn í sveitarfélaginu næstkomandi haust sem endar með fjölsk.dansleik. Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna að málinu.

8.Forvarnarmál

Málsnúmer 201401095Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur það til við Bæjarstjórn að hafin verði vinna við það að koma upp forvarnarstefnu í sveitarfélaginu.

9.Kynning tómstunda- og æskulýðsfulltrúa

Málsnúmer 201401054Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir stöðu mála í málaflokknum.- Dansnámskeið- Aðalfundur FÍÆT- Sumarstörf og sumarafleysingar- Vinna við móttökuáætlun nýrra íbúa í sveitarfélaginu.- Landsmót UMFÍ 50+- Vinnuskóli - Vígsla sparkvallar á Raufarhöfn- Yfirtaka Völsungs á íþróttavellinum

10.Ungmennafélagið Leifur heppni sækir um styrk

Málsnúmer 201405046Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir 350.000 króna styrk til Leifs heppna.

Fundi slitið - kl. 16:00.