Fara í efni

Samningamál íþróttafélaga - Golfklúbbur Húsavíkur

Málsnúmer 201404029

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 29. fundur - 10.04.2014



Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi sagði frá óformlegum viðræðum milli hans og forsvarsmanna Golfklúbbs Húsavíkur. Samningur milli Sveitarfélagsins Norðurþings og GH rann út um síðustu áramót.
Á fundinum voru rædd ýmis útfærsluatriði að samningi.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að vinna áfram að málinu.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 30. fundur - 13.05.2014

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti fyrstu drög að samningi milli Sveitarfélagsins Norðurþings og Golfklúbbs Húsavíkur.Golfklúbbur Húsavíkur kemur fram með hugmyndir að aðkomu sveitarfélagsins vegna reksturs klúbbsins á Katlavelli við Húsavík. Nefndin fór yfir samninginn og hugmyndir GH og bendir á að frekari þarfagreiningu þarf vegna notkunar tækja.Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að vinna saminginn áfram í samræmi við fjárhagsramma nefndarinnar.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 31. fundur - 03.07.2014

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti fyrir Tómstunda- og æskulýðsnefnd vinnu við samningagerð við Golfklúbb Húsavíkur. Samningur milli sveitarfélagsins og GH rann út um síðustu áramót. Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til að eldri samningur haldi sér og unnið eftir honum meðan ekki hefur verið gengið frá nýjum samningi.