Fara í efni

Hrannar Jónsson sækir um aðstöðu í Lundi fyrir fjölskylduhátíðina Trúðurinn 2014

Málsnúmer 201403063

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 40. fundur - 23.04.2014

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd er erindi frá Hrannari Jónssyni, f.h. brottfluttra norðanmanna, þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að verkefni sem fyrirhugað er að fara af stað með og gengur undir vinnuheitinu "Trúðurinn 2014". Um er að ræða 3 - 4 daga helgarviðburð þar sem gömlu ungmennafélagsgildin eru í hávegum höfð og einblínt er á að fá fjölskyldur til að mæta og leika sér saman heila helgi. Óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins og þá með þeim hætti að leggja verkefninu til allla aðstöðu í Lundi, skólahús, vist, sundlaug, gamla Lund, íþróttahús, íþróttavöll ofan skólahúss og tjaldstæði bæði gegnt skólahúsi sem og neðan sundlaugar og túnið þar neðan við. Einnig er óskað eftir því að sveitarfélagið leggi til allan rekstrarkostnað rafmangs, hita og þess háttar þá daga sem hátíðin stendur yfir. Jafnframt leggi sveitarfélagið til mann á svæðinu sem hefur þekkingu á öllu viðhaldi. Ef sveitarfélagið samþykkir fyrirliggjandi beiðni verður rætt við Rarik um einfalda útfærslu á rafmagnstengingu á öll tjaldsvæðin. Einnig verður leitað til fyrirtækja um frekari styrki. Áhugi er fyrir samstarfi við björgunarsveitir og íþróttafélaga á svæðinu varðandi gæslu og umsjón með viðburðum og leikjum. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar bréfritara fyrir erindið. Vakin er athygli á því að hluti eigna er í útleigu og einnig hefur verið samþykkt að setja heimavistina í sölumeðferð en í því felast ákveðnir annmarkar vegna verkefnisins. Framkvæmda- og hafnanefnd telur eðlilegt að tómstunda- og æskulýðsnefnd fái erindið til umfjöllunar áður en frekari ákvörðun verði tekin. Einnig er þess farið á leit við bréfritara að fyrir liggi kostnaðaráætlun þannig að ljóst er hver kostnaður sveitarfélagsins gæti orðið.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 30. fundur - 13.05.2014

Fyrir Tómstunda- og æskulýðsnefnd er erindi frá Hrannari Jónssyni, fh. brottfluttra norðanmanna, þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að verkefni sem fyrirhugað er að fara af stað með og gengur undir vinnuheitinu "Trúðurinn 2014". Framkvæmda- og hafnarnefnd vísar erindinu til Tómstunda- og æskulýðsnefndar til umfjöllunar áður en ákvörðun er tekin.Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar bréfritara fyrir bréfið.Nefndin fer fram á frekari kostnaðargreiningu á verkefninu og frekari upplýsingar um hátíðina.