Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

40. fundur 23. apríl 2014 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Þráinn Guðni Gunnarsson formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Sigurgeir Höskuldsson aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Egill Aðalgeir Bjarnason 3. varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Aðalsteinn Júlíusson, umsókn um stöðuleyfi fyrir pylsuvagn á hafnarsvæði

201404023

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Aðalsteini Júlíussyni þar sem óskað er eftir stæði undir pylsuvagn, eins og undanfarin ár, við Húsavíkurhöfn, gegnt Gamla Bauk. Fram kemur í erindinu að óskað er eftir sömu staðsetningu og undangengin ár. Ef ekki er mögulegt að fá sama stæði undir pylsuvagning óskar bréfritari eftir samráði um nýja staðsetningu. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrir sitt leiti beiðnina og felur hafnastjóra úthlutun stæða á torgsölusvæði samkvæmt skipulagi.

2.Áki Hauksson leggur til að stofnaður verði bílastæðasjóður fyrir sveitarfélagið

201402043

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi sem tekið var fyrir á 38. fundi nefndarinnar. Framkvæmda- og hafnafulltrúa var falið að vinna að málinu og leggja fyrir fund að nýju. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að vinna við undirbúning að stofnun bílastæðissjóðs skuli fara fram. Við þá vinnu verði kostnaður metinn við stofnun sjóðsins ásamt tillögu um rekstrarfyrirkomulag og staðsetningu rekstrareiningarinnar í skipuriti sveitarfélagsins. Jafnframt verði leitað eftir aðila til að sinna umferðastjórnun.

3.Átak í lækkun orkukostnaðar á Raufarhöfn

201404068

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Kristjáni Þ. Halldórssyni f.h. Byggðastofnunar. Fram kemur í erindinu að um nokkurt skeið hafi verið unnið að undirbúningi verkefnis um sérstakt átak í lækkun orkukostnaðar í "Brotthættum byggðum" af hálfu Orkuseturs, Orkustofnunar með stuðningi Byggðastofnunar. Væntingar aðila eru að sveitarfélagið sjái hag sinn í því að vera aðila að verkefninu. Ákveðið hefur verið að hefja átakið á Raufarhöfn í sumar ef áhugi er fyrir hendi og halda svo áfram í öðrum byggðarlögum á næsta ári ef reynslan gefur tilefni til.Óskað er eftir þátttöku Norðurþings í verkefninu og þá ekki síst hvort sveitarfélagið gæti farið í orkusparandi aðgerðir í einni eða fleiri eignum sínum á Raufarhöfn með stuðningi frá átaksverkefninu. Ef áhugi er fyrir hendi er gott að fá upplýsingar um viðkomandi eignir sem fyrst þannig að hægt verði að skipuleggja framgang verkefnisins. Þess má geta að endurbætur sem snúa að bættri orkunýtingu húsnæðis hafa margvísleg áhrif t.a.m. lækkun orkukostnaðar, aukin verðmæti húsnæðis og líkur á búsetu, skapa tímabundna atvinnu og umfang á svæðinu, lækka niðurgreiðsluþörf ríkisins og að lokum auka samkeppnishæfni húsnæðis gagnvart jarðhitakyntu húsnæði. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar bréfritara fyrir erindið og telur það áhugavert og jákvætt. Jafnframt er óskað eftir frekari upplýsingum um kostnað þegar hann liggur fyrir.

4.Áætlun til þriggja ára um refaveiðar-drög til umsagnar

201404063

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur umsagnarbeiðni frá Umhverfisstofnun vegna 3ja ára áætlunar um refaveiðar. Um er að ræða drög en undanfarin tvö ár hefur ríkið tekið þátt í kostnaði sveitarfélaga við refaveiðar. Nú verður breyting þar á, þar sem á fjárlögum hefur verið varið 30 milljónum króna á ári í verkefnið til næstu þriggja ára. Forsenda þess er að gerðir verði samninga við sveitafélögin um endurgreiðslur sem munu nema allt að þriðjungi kostnaðar.Stofnunin hefur útbúið drög að "Áætlun til þriggja ára um refaveiðar". Markmiðið með áætluninni til næstu þriggja ára er að tryggja upplýsingaöflun og samráð við helstu hagsmunaaðila í þeim tilgangi að byggja upp enn betri grunn fyrir ákvörðunartöku um veiðar á ref til að lágmarka tjón af hálfu refsins í náinni framtíð. Markmið áætlunarinnar er að þremur árum liðnum verði komnar betri upplýsingar um stofnstærð refsins um land allt og búið að afla meiri upplýsinga um tjón sem hann veldur. Drögin hafa einnig verið til umfjöllunar á samráðsvettvangi með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Náttúrufræðistofnun Íslands.Umhverfisstonfun hefur sent drögin á almenn netföng allra sveitarfélaga, og óska eftir umsögn og athugasemdum sem berist stofnuninni eigi síðar en 30. apríl n.k. Framkvæmda- og hafnanefnd hefur ekki fengið drögin send og því er framkvæmda- og hafnafulltrúa falið að kalla eftir þeim og jafnframt óska eftir fresti til að veita umbeðna umsögn enda málið mikilvægt fyrir sveitarfélagið þar sem það er bæði stórt og víðfemt.

5.Fasteignir Norðurþings 2014

201402056

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggja erindi vegna brunavarna á eigum sveitarfélagsins frá Slökkviliðsstjóra Norðurþings. Erindin varða Félagsheimilið Hnitbjörg á Raufarhöfn, Hótel Norðurljós á Raufarhöfn og grunnskólann í Lundi. Um er að ræða skýrslur vegna úttektar og ábendingar um lagfæringar. Umsjónarmaður fasteinga f.h. Eignasjóðs Norðurþings hefur unnið að samantekt á kostnaði við lagfæringar og mun skila greinagerð þegar kostnaðarmat liggur fyrir og leggja fyrir fundinn að nýju.

6.Framkvæmdir í Norðurþingi 2013 og 2014 yfirferð

201401062

Fyrir framkvæmda og hafnanefnd liggur erindi sem tekið var fyrir á 37. fundi nefndarinnar. Fram kom á þeim fundi að umsjónarmaður fasteigna kynnti tillögu að nauðsynlegu viðhaldi og framkvæmdir fyrir árið 2014. Framkvæmdir ársins 2014 munu að mestu miðast við verkefni tengd atvinnuuppbyggingu á Bakka. Ekki liggur fyrir fjárhagsrammi vegna viðhalds- og framkvæmda. Farið var yfir og rætt um bílastæðismál, gangstéttar og viðhald leikvalla. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að unnið verði kostnaðarmat vegna fyrirliggjandi breytinga og viðahalds og lagt fyrir fundinn að nýju.

7.Gentle Giants-Hvalaferðir ehf. óska eftir mögulegri framtíðarstaðsetningu við höfnina fyrir skúra sem standa á Hafnarstétt 5

201402047

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Gentle Giants - Hvalaferðir ehf. frá 12. febrúar s.l. þar sem óskað er eftir framtíðarstaðsetningu skúra, sem standa við Hafnastétt 5. Óskað er eftir staðsetningu við höfnina þegar til framkvæmda kemur á lóðinni að Hafnarstétt 5. Ráðgert er að viðhalda skúrunum þegar þeim hefur verið fundinn varanleg staðsetning. Framkvæmda- og hafnanefnd hefur ekki lausa lóð undir skúranna á miðhafnarsvæðinu. Nefndin óskar eftir hugmynd eiganda um staðsetningu utan miðhafnarsvæðisins. Hafnastjóra falið að ræða við bréfritara.

8.GPG fiskverkun óskar eftir stækkun á athafnasvæði félagsins á Húsavík til vesturs

201205105

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi sem tekið var áður á dagskrá 20. fundar nefndarinnar. Framkvæmda- og hafnanefnd heimilar breytingu og tilfærslu á grjótgarði vestan við GPG enda liggja fyrir teikningar um framkvæmd verksins. Þar sem ekki fæst fjármagn úr sjóðum Siglingarstofnnar til verksins og það er ekki innan fjárhagáætlunar Hafnasjóðs fyrir árið 2014 þarf lóðarhafi að fjármagna lagfæringuna.

9.Hafnarframkvæmdir 2014 sem styrktar eru af hafnabótasjóði

201401104

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggja áætlanir um hafnaframkvæmdir sem styrkar eru af hafnabótarsjóði fyrir árið 2014. Bergur Elías Ágústsson, bæjar- og hafnastjóri fór yfir og kynnti helstu framkvæmdir. Lagt fram til kynningar.

10.Hafnasamband Íslands, fundagerðir 2014

201401137

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til kynningar fundargerð 364. fundar Hafnasambands íslands. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Hrannar Jónsson sækir um aðstöðu í Lundi fyrir fjölskylduhátíðina Trúðurinn 2014

201403063

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd er erindi frá Hrannari Jónssyni, f.h. brottfluttra norðanmanna, þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að verkefni sem fyrirhugað er að fara af stað með og gengur undir vinnuheitinu "Trúðurinn 2014". Um er að ræða 3 - 4 daga helgarviðburð þar sem gömlu ungmennafélagsgildin eru í hávegum höfð og einblínt er á að fá fjölskyldur til að mæta og leika sér saman heila helgi. Óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins og þá með þeim hætti að leggja verkefninu til allla aðstöðu í Lundi, skólahús, vist, sundlaug, gamla Lund, íþróttahús, íþróttavöll ofan skólahúss og tjaldstæði bæði gegnt skólahúsi sem og neðan sundlaugar og túnið þar neðan við. Einnig er óskað eftir því að sveitarfélagið leggi til allan rekstrarkostnað rafmangs, hita og þess háttar þá daga sem hátíðin stendur yfir. Jafnframt leggi sveitarfélagið til mann á svæðinu sem hefur þekkingu á öllu viðhaldi. Ef sveitarfélagið samþykkir fyrirliggjandi beiðni verður rætt við Rarik um einfalda útfærslu á rafmagnstengingu á öll tjaldsvæðin. Einnig verður leitað til fyrirtækja um frekari styrki. Áhugi er fyrir samstarfi við björgunarsveitir og íþróttafélaga á svæðinu varðandi gæslu og umsjón með viðburðum og leikjum. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar bréfritara fyrir erindið. Vakin er athygli á því að hluti eigna er í útleigu og einnig hefur verið samþykkt að setja heimavistina í sölumeðferð en í því felast ákveðnir annmarkar vegna verkefnisins. Framkvæmda- og hafnanefnd telur eðlilegt að tómstunda- og æskulýðsnefnd fái erindið til umfjöllunar áður en frekari ákvörðun verði tekin. Einnig er þess farið á leit við bréfritara að fyrir liggi kostnaðaráætlun þannig að ljóst er hver kostnaður sveitarfélagsins gæti orðið.

12.Kvíabekkur endurbygging

201403053

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til kynningar framkvæmdir við Kvíabekk. Hjálmar Bogi Hafliðason situr í verkefnahópi um endurbyggingu Kvíabekks og fór hann yfir og kynnti framgang verkefnisins. Lagt fram til kynningar.

13.Smábátahöfn á Raufarhöfn

201404011

Fyrir framkvæmd- og hafnanefnd liggur kostnaðaráætlun og tillögur Siglingastofnunar vegna lagfæringa á smábátahafnarinnar á Raufarhöfn. Einnig liggur fyrir beiðni frá hafnaverði á Raufarhöfn um endurnýjun á Markúsarnetum (björgunarbúnaði). Áætlaður endurnýjunarnkostnaður vegna þeirra er um 108 þúsund án virðisauka. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að tillaga 3 frá Siglingastofnun verði valin og hafnastjóra falið að ganga frá útboðsgögnum í samráði við siglingastofnun. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir einnig beiðni hafnavarðar á Raufarhöfn um endurnýjun björgunarbúnaðar sbr. Markúsarnetin að upphæð um 108 þúsund krónur.

14.Snjómokstur í Norðurþingi

201301030

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd er til umfjöllunar kostnaður vegna snjómoksturs veturinn 2013/2014. Samkvæmt upplýsingum fjármálastjóra er heildarkostnaður um 23,5 milljónir króna og skiptist kostnaðurinn þannig að um 16,5 milljónir króna er vegna snjómoksturs og hálkueyðing um 7 milljónir króna. Fyrir sama tímabil árið áður var kostnaðurinn um 24, 4 milljónir króna og skiptingin um 16,6 milljónir vegna snjómoksturs og 7,8 milljónir vegna hálkueyðingar. Lagt fram til kynningar.

15.Vatnsleki í verbúðum á Húsavík

201210017

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd er erindi sem tekið var fyrir á 22. fundi nefndarinnar. Fram kemur í afgreiðslu nefndarinnar, þar sem leigjandi vakti athygli á viðvarandi leka á efri hæð húsnæðisins, að meta eigi ástand hússins. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að farið verði í lagfæringar á svelg, á salerni og blásarar teknir niður og ofnar settir upp í staðinn.

16.Vegagerðin, hafnar og samgöngumál

201404034

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til umfjöllunar erindi frá Vegagerðinni vegna meðferðar jarðefna sem falla til við gerð vegganga í gegnum Húsavíkurhöfða, sem grafinn yrðir frá höfninni yfir í Laugardal. Við núverandi aðstæður þarf að flytja meginþorra þess efnis í gegnum hafnarsvæðið til förgunar utan Húsavíkur með nokkrum tilkostnaði og ónæði af umferð flutningatækja um miðhafnarsvæðið og eða miðbæinn. Með því að nýta efnið í nýja landfyllingu má auka athafnarsvæði hafnarinnar um 2 hektara með litlum tilkostnaði og einnig spara tíma, fjármuni og ónæði við efnisflutninga úr jarðgangagerðinni. Áætlað er að efnið muni að mestu falla til á tímabilinu maí til nóvember 2015. Meðfylgjandi er rissmynd af fyrirhugaðri landfyllingu. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að óska eftir deiliskipulagi frá skipulagsnefnd vegna landfyllingar um allt að 2 ha. við norðurhöfnina samkvæmt fyrirliggjandi tillögu.

17.Verkefni á Raufarhöfn, minnispunktar eftir vinnustofur

201403062

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til kynningar minnispunktar eftir vinnustofufundi sem haldnir voru á Raufarhöfn en þar er að finna helstu áherslur t.a.m. ferðaþjónustuaðila. Bent er á nokkra þætti sem sveitarfélagið getur haft til hliðsjónar þegar ákvarðanir um verkefni eða framkvæmdir liggja fyrir á Raufarhöfn. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar fyrir góðar ábendingarnar og mun hafa þær til hliðsjónar við sína vinnu.

18.Eignasjóður, viðhaldsmál fjölbýlishúsa

201305009

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi sem tekið var fyrir á síðasta fundi nefndarinnar. Þar kom fram að nefndin samþykkti og veitti heimild hússjóða íbúðanna að Grundargarði 5 -7 að ráðast í framkvæmdir utanhúss.Þegar húsnæðið var betur skoðað kom í ljós að skemmdir eru umtalsvert meiri en gert var ráð fyrir og því var Almar Eggertsson, byggingarfræðingur hjá Faglausnum ehf. fenginn til að vinna matsskýrslu. Samkvæmt matsskýrslu er verkþáttum skipt upp og kostnaðarmetnir. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að hússjóður áfangaskipti viðhaldi eignarinnar og farið verði í tvo áfanga af fjórum í upphafi.

19.Endurskoða hámarkshraða innan þéttbýlismarka

201304059

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur tillaga frá Hjálmari Boga um breytingu á hámarkshraða við Stekkjarholt, Stakkholt, Lyngholt, Höfðabrekku, Baldursbrekku, Sólbrekku og Lyngbrekku þannig að hámarkshraðinn verði lækkaður úr 50 km/klst niður í 30 km/klst. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

Fundi slitið - kl. 18:00.