Fara í efni

Fasteignir Norðurþings 2014

Málsnúmer 201402056

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 40. fundur - 23.04.2014

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggja erindi vegna brunavarna á eigum sveitarfélagsins frá Slökkviliðsstjóra Norðurþings. Erindin varða Félagsheimilið Hnitbjörg á Raufarhöfn, Hótel Norðurljós á Raufarhöfn og grunnskólann í Lundi. Um er að ræða skýrslur vegna úttektar og ábendingar um lagfæringar. Umsjónarmaður fasteinga f.h. Eignasjóðs Norðurþings hefur unnið að samantekt á kostnaði við lagfæringar og mun skila greinagerð þegar kostnaðarmat liggur fyrir og leggja fyrir fundinn að nýju.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 44. fundur - 15.10.2014

Farið yfir ýmis málefni tengd fasteignum Norðurþings. Hjálmar Bogi lagði fram ábendingu um að sumar stofnanir sveitarfélagins eru ekki merktar sveitarfélaginu. Framkvæmda- og hafnanefnd felur f&þ fulltrúa að taka saman kostnað við merkingar á þeim stofnunum sveitarfélagins sem ómerktar eru og leggja fyrir nefndina tillögur að merkingum ásamt kostnaðaráætlun.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 56. fundur - 14.04.2015

Sveinn Hreinsson, umsjónarmaður fasteigna Norðurþings gerði grein fyrir undirbúningi á sölu fasteigna og verklag henni tengt.
Nefdin felur umsjónarmanni fasteigna að setja lausa íbúð Norðurþings að Garðarsbraut 83 í söluferli.

Kynnt var bréf sem sent verður til leigutaka Norðurþings sem eru á almennum leigumarkaði vegna markmiðs sveitarfélagsins um sölu fasteigna og farið yfir eignir í eigu sveitarfélagsins og ástand þeirra. Nefndin samþykkir bréfið með áorðnum breytingum.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 57. fundur - 13.05.2015

Umsjónamaður fasteigna lagði til sölu á íbúð að Garðarsbraut 83 á Húsavík. Nefndin samþykkir söluna.

Umsjónamaður fasteigna lagði fram lista yfir íbúðir sem skal selja. Nefndin samþykkir listann enda fáist viðunandi verð fyrir eignirnar.

Nefndin samþykkir að leigusamningar íbúða verði samræmdir. Í því felst að öllum samningum veður sagt upp, þeir samræmdir og endurnýjaðir.

Sveinn Birgir Hreinsson, umsjónarmaður fasteigna sat fundinn undir þessum lið.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 58. fundur - 03.06.2015

Umsjónarmaður fasteigna gerði grein fyrir stöðu mála vegna fasteignar Sólbrekku 28. Unnið að framkvæmdaáætlun vegna viðhalds á fasteigninni.

Skýli fyrir sorpílát við fjölbýlishús - mismunandi útfærslur.
Sólbr. 28, Húsavík
Umsjónarmanni fasteigna falið að gera verkáætlun um uppbyggingu á fasteigninni í samræmi við brunvarnaráætlun og kostnaráætlun á heildarverkinu.

Sorptunnuskýli
Ljóst er að koma þarf upp sorptunnuskýlum við fjölbýlishús á Húsavík. Húsfélög eru hvött til að hafa samband við umsjónarmann fasteigna Norðurþings um mismunandi lausnir og útfærslur á byggingu skýla.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 58. fundur - 03.06.2015

Fyrir nefndinni liggur erindi frá Trésmiðjunni Val ehf. um kaup á Grundargarði 1-3 á Húsavík.
Erindinu er hafnað.

Bæjarráð Norðurþings - 150. fundur - 03.09.2015

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Sveini Hreinssyni, umsjónarmanni fasteigna, þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna sölu á íbúð
Bæjarráð mælir á móti því að leigjendur hafi forkaupsrétt við sölu íbúða sveitarfélagsins.