Bæjarráð Norðurþings

150. fundur 03. september 2015 kl. 16:00 - 17:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Beiðni um styrk vegna endurbyggingar fjárréttar

201508088

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Nönnu Höskuldsdóttur og Steinþóri Friðrikssyni um styrk vegna lagfæringa á fjárrétt.
Vísað til framkvæmda- og hafnanefndar

2.Fasteignir Norðurþings 2014 - 2015

201402056

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Sveini Hreinssyni, umsjónarmanni fasteigna, þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna sölu á íbúð
Bæjarráð mælir á móti því að leigjendur hafi forkaupsrétt við sölu íbúða sveitarfélagsins.

3.Bréf frá starfsmannafélagi Húsavíkur

201509007

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Starfsmannafélagi Húsavíkur þar sem starfsmenn óska eftir virkri þátttöku í umræðu, stefnumótun og ákvörðunum um framtíðarverkefni, þjónustu, og starfsaðstæður hjá sveitarfélaginu.
Bæjarráð þakkar bréfið og felur bæjarstjóra að fylgja erindinu eftir

4.Fjármál Norðurþings

201505080

Bæjarráð óskar eftir að formenn nefnda og sviðsstjórar mæti á eftirfarandi fundi bæjarráðs og kynni áætlun 2016:

1.okt
Framkvæmda- og hafnanefnd
8.okt
Félags- og barnaverndarnefnd, skipulags- og bygginganefnd
15.okt
Fræðslu- og menningarnefnd, tómstunda- og æskulýðsnefnd


Stefnt er að fyrri umræðu í bæjarstjórn 20.okt
og síðari umræðu 17.nóv

Fundi slitið - kl. 17:30.