Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings
Dagskrá
Sveinn Hreinsson sat fundinn.
1.Fasteignir Norðurþings 2014 - 2015
201402056
Umsjónarmaður fasteigna gerði grein fyrir stöðu mála vegna fasteignar Sólbrekku 28. Unnið að framkvæmdaáætlun vegna viðhalds á fasteigninni.
Skýli fyrir sorpílát við fjölbýlishús - mismunandi útfærslur.
Skýli fyrir sorpílát við fjölbýlishús - mismunandi útfærslur.
Sólbr. 28, Húsavík
Umsjónarmanni fasteigna falið að gera verkáætlun um uppbyggingu á fasteigninni í samræmi við brunvarnaráætlun og kostnaráætlun á heildarverkinu.
Sorptunnuskýli
Ljóst er að koma þarf upp sorptunnuskýlum við fjölbýlishús á Húsavík. Húsfélög eru hvött til að hafa samband við umsjónarmann fasteigna Norðurþings um mismunandi lausnir og útfærslur á byggingu skýla.
Umsjónarmanni fasteigna falið að gera verkáætlun um uppbyggingu á fasteigninni í samræmi við brunvarnaráætlun og kostnaráætlun á heildarverkinu.
Sorptunnuskýli
Ljóst er að koma þarf upp sorptunnuskýlum við fjölbýlishús á Húsavík. Húsfélög eru hvött til að hafa samband við umsjónarmann fasteigna Norðurþings um mismunandi lausnir og útfærslur á byggingu skýla.
2.Framkvæmda- og viðhaldsáætlun fyrir árið 2015
201504016
Farið yfir framkvæmda- og viðhaldsáætlun ársins 2015.
3.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Norðurland
201505033
Kynnt minnisblað nefndar um úrgangsmál á Norðurlandi
Lagt fram til kynningar.
Bæjarstjóri kynnti vinnu við svæðisáætlunina; snertifleti sveitarfélaga á Norðurlandi og mögulegar sameiginlegar lausnir í sorpmálum.
Bæjarstjóri kynnti vinnu við svæðisáætlunina; snertifleti sveitarfélaga á Norðurlandi og mögulegar sameiginlegar lausnir í sorpmálum.
4.Húsavíkurhöfn
201505045
Kynnt drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
5.Drög að fjárhagsramma framkvæmda- og hafnanefndar fyrir fjárhagsárið 2016
201506001
Bæjarstjóri fór yfir drög að fjárhagsramma fyrir árið 2016.
6.Skapandi sumarstörf í Norðurþingi
201505064
Erindi frá Röðli Rey vegna Skapandi sumarstarfa í Norðurþingi. Hugmyndin kynnt.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi erindi og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útfæra verkefnið í samráði við þjónustumiðstöð. Fjárhagsrammi verkefnsins er allt að 600 þúsund.
7.Umhverfisstefna Hafna
201411002
Bréf frá Hafnasambandinu varðandi umhverfisstefnu hafna lagt fram til kynningar.
8.Jón Ketilsson Raufarhöfn, ósk um leyfi til að gerast meindýraeyðir í landi Raufarhafnar
201504051
Jón Ketilsson Tjarnarholti 10 Raufarhöfn óskar með bréfi eftir leyfi til að gerast meindýraeyðir í landi Raufarhafnar.
Erindinu er hafnað. Ekki er ráðgert að ráða sérstakan meindýraeyði fyrir einstök svæði innan Norðurþings eða sveitarfélagið í heild.
9.Samskip óska eftir geymslusvæði við Norðurgarð á Húsavík
201505092
Samskip óska eftir svæði við Norðurgarð til að geyma gáma tímabundið.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi tilllögur hafnarstjóra um úthlutun tímabundins geymslusvæðis á Norðurgarði.
10.Hafnasamband Íslands boðar til 7. hafnafundar 28. ágúst 2015
201505090
Lagt fram til kynningar.
11.Færsla þjónustustöðvar Norðurþings á Húsavík
201502045
Umsjómarmaður fasteigna gerði grein fyrir úttekt slökkviliðsstjóra á húsnæði þjónustumiðstöðvar á Höfða 1.
Rædd framtíðarstaðsetning Þjónustumiðstöðvar.
Rædd framtíðarstaðsetning Þjónustumiðstöðvar.
Framkvæmda-og þjónustufulltrúa er falið að svara erindinu.
12.Fasteignir Norðurþings 2014 - 2015
201402056
Fyrir nefndinni liggur erindi frá Trésmiðjunni Val ehf. um kaup á Grundargarði 1-3 á Húsavík.
Erindinu er hafnað.
13.Hestamannfélagið Grani, ósk um lagningu reiðleiðar norður úr Húsavíkurbæ
201505103
Hestamannafélagið leggur fram kort með tillögu að nýrri reiðleið norðan Húsavíkur neðan gamla þjóðvegar sunnan við Bakka.
Skv. núgildandi aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir reiðleið vestan þjóðvegar norðan við Húsavík. Erindinu er vísað til skipulags- og bygginganefndar til afgreiðslu.
14.Útilistaverk í Norðurþingi
201411071
Lagðar fram upplýsingar um "Fugla Sigurjóns".
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að fara í verkefnið á forsendum framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2015.
15.Fyrirkomulag sorpmála í Norðurþingi
201410060
16.Hafnasamband Íslands, fundargerðir 2015
201502089
Lagt fram til kynningar.
17.Kristrún Ýr Einarsdóttir og Agnés Fournier óska eftir farandstöðuleyfi fyrir A la carte vagninn á einstökum viðburðum í Norðurþingi
201505108
Framkvæmda- og hafnanefnd kemur því hér á framfæri við bréfritara að ekki er hægt að sækja um sérstakt farandstöðuleyfi hjá sveitarfélaginu. Nefndin hvetur bréfritara að vinna málið í samráði við skipuleggjundur viðburða hverju sinni og eða sækja um tækifærisleyfi ef við á.
Fundi slitið - kl. 18:55.