Fara í efni

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Norðurland

Málsnúmer 201505033

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 57. fundur - 13.05.2015

Hjálögð eru drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi sem þriggja manna verkefnisstjórn hefur unnið að í samræmi við samning milli sorpsamlaga á svæðinu og sveitarfélagsins Húnaþings vestra, dags. 8. mars 2012, um gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar fyrir allt Norðurland. Verkefnisstjórnina skipa Ágúst Þór Bragason (Norðurá bs./ vestursvæði), Hafsteinn H. Gunnarsson (Sorpsamlag Þingeyinga ehf./austursvæði) og Ólöf Harpa Jósefsdóttir (Flokkun Eyjafjörður ehf./miðsvæði). Svæðið sem um ræðir er frá Hrútafirði í vestri að Melrakkasléttu í austri og nær yfir samtals 18 sveitarfélög.

Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir þátttöku í verkefinu fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 58. fundur - 03.06.2015

Kynnt minnisblað nefndar um úrgangsmál á Norðurlandi
Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjóri kynnti vinnu við svæðisáætlunina; snertifleti sveitarfélaga á Norðurlandi og mögulegar sameiginlegar lausnir í sorpmálum.