Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Flotbryggjur í Húsavíkurhöfn
201410057
Flotbryggjur í Húsavíkurhöfn hafa ítrekað orðið fyrir tjóni í vegna hreyfingar í höfninni. Rætt um mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir slíkt. Þórir Örn Gunnarsson kafari mætti á fundinn og kynnti ástand á flotbryggum og festingum á þeim. Framkvæmda- og hafnarnefnd óskar eftir skýrslu frá Þóri Erni um tillögur að úrbótum ásamt kostnaðaráætlun. Stefán Stefánsson hafnarvörður sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
2.Fjögurra ára samgönguáætlun 2015 - 2018, umsóknir vegna framkvæmda í hafnargerð og sjóvörnum
201410064
Bréf frá Vegagerðinni þar sem vakin er athygli á að umsókn um ríkisframlög vegna ýmissa framkvæmda í höfnum á næsta áætlunartímabili, sem er fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018, þurfa að berast fyrir 7. nóvember 2014. Framkvæmda- og hafnanefnd felur formanni, varaformanni og f&þ fulltrúa að vinna tillögur sem sendar verði inn fyrir 7. nóvember n.k.
3.Breyting aðalskipulags v/ norðurhafnar
201406081
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd að tillagan að aðalskipulagsbreytingunni verði kynnt skv. ákvæðum 1. mgr. 36. gr. og 31. gr. skipulagslaga að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Meirihluti framkvæmda- og hafnanefndar samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar. Einar Gíslason situr hjá við afgreiðsluna og óskar bókað:
Undirritaður hefði viljað sjá ítarlegri gögn og greiningu á þörfinni fyrir svæði H2. Þá hefði undirritaður vilja sjá aðrar útfærslur á fyrirhugaðri uppfyllingu. Segir í greinargerð að svæðið muni nýtast ef sjóflutningar hefjast og að flutningastarfssemi þurfi meira rými án þess að vísað sé til frekari gagna í því sambandi. Þá segir í greinargerð að gert sé ráð fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á austasta hluta uppfyllingarinnar, 500 metra frá Bökugarði og innan um iðnaðarhúsnæði. Slíkt hús mun ekki nýtast fyrir þessa farþega eða vera ”aðdráttarafl fyrir ferðamenn“ eins og segir í greinargerð. Við lestur greinargerðarinnar fær undirritaður það á tilfinninguna að hún sé réttlæting á því að fara með efni úr göngunum sem stystu og ódýrustu leiðina, þ.e. að sturta því í höfnina.
Hafnarsvæðið á Húsavík er eitt það fallegasta á landinu og er ný landfylling svolítið úr takt við þá þróun sem önnur sveitarfélög hafa verið að fara í, þ.e. að vernda landslag og ásjónu þess og horfa til þess að draga á svæðið líflega starfssemi eins og veitingahús og/eða aðra menningartengda þjónustu. Sem dæmi um þetta eru til dæmis gamla Reykjarvíkurhöfnin og fyrirætlanir Hafnarfjarðar um heildarendurskipulagningu á sínu svæði. Dæmi um líflausa iðnaðarhöfn má finna á Akureyri og ber að varast að það verði okkar hlutskipti hér á Húsavík.
Enn ein iðnaðarlóðin á Húsavík í fegurstu höfn landsins hugnast undirrituðum ekki.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Undirritaður hefði viljað sjá ítarlegri gögn og greiningu á þörfinni fyrir svæði H2. Þá hefði undirritaður vilja sjá aðrar útfærslur á fyrirhugaðri uppfyllingu. Segir í greinargerð að svæðið muni nýtast ef sjóflutningar hefjast og að flutningastarfssemi þurfi meira rými án þess að vísað sé til frekari gagna í því sambandi. Þá segir í greinargerð að gert sé ráð fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á austasta hluta uppfyllingarinnar, 500 metra frá Bökugarði og innan um iðnaðarhúsnæði. Slíkt hús mun ekki nýtast fyrir þessa farþega eða vera ”aðdráttarafl fyrir ferðamenn“ eins og segir í greinargerð. Við lestur greinargerðarinnar fær undirritaður það á tilfinninguna að hún sé réttlæting á því að fara með efni úr göngunum sem stystu og ódýrustu leiðina, þ.e. að sturta því í höfnina.
Hafnarsvæðið á Húsavík er eitt það fallegasta á landinu og er ný landfylling svolítið úr takt við þá þróun sem önnur sveitarfélög hafa verið að fara í, þ.e. að vernda landslag og ásjónu þess og horfa til þess að draga á svæðið líflega starfssemi eins og veitingahús og/eða aðra menningartengda þjónustu. Sem dæmi um þetta eru til dæmis gamla Reykjarvíkurhöfnin og fyrirætlanir Hafnarfjarðar um heildarendurskipulagningu á sínu svæði. Dæmi um líflausa iðnaðarhöfn má finna á Akureyri og ber að varast að það verði okkar hlutskipti hér á Húsavík.
Enn ein iðnaðarlóðin á Húsavík í fegurstu höfn landsins hugnast undirrituðum ekki.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
4.Breyting á deiliskipulagi norðurhafnar
201406082
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga eins og hún er lögð fram. Meirihluti framkvæmda- og hafnanefndar samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar. Einar Gíslason situr hjá við afgreiðsluna og vísar til fyrri bókunar.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
5.Endurgreiðsla til sveitarfélaga vegna refaveiða
201410023
Á síðasta fundi nefndarinnar var fjallað um drög að áætlun sem umhverfisstofnun hefur unnið og hefur að markmiði að bæta nýtingu þess fjármagns sem veitt er til refaveiða. Nú liggur fyrir samningur unninn af stofnuninni milli hennar og Norðurþings. Í honum er gerð grein fyrir markmiði samningsins, lýsing á hlutverki sveitarfélagsins og samningstíma og verkáætlun. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi samning og felur f&þ fulltrúa að undirrita hann.
6.Fjárrétt fyrir Fjallskiladeild Norðurþings, Húsavík
201410046
Fjáreigendafélag Húsavíkur óskar eftir fundi með framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings um framtíðaruppbyggingu á fjárrétt í Húsvíkurdeild.Núverandi deild er í landi Bakka sem skipulagt hefur verið undir iðnaðarsvæði. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillögu um að fjárrétt rísi við Tröllakot og sveitarfélagið leggi til efni en fjáreigendur reisi réttina sjálfir.Þessi tilflutningur er nauðsynlegur vegna fyrirhugaðrar iðnaðaruppbyggingar á Bakka.
7.Málefni frístundabænda á Húsavík
201410047
Frístundabændur á Húsavík hafa nýtt land í Bakka fyrir sauðfjárbeit en nú lítur út fyrir að það verði tekið undir iðnaðarstarfsemi. Því vilja þeir ræða við sveitarfélagið um að fá annað svæði sem komið gæti í stað Bakka. Framkvæmda- og hafnanefnd felur f&þ fulltrúa að ræða við forsvarsmenn frístundabænda um heppilegt nýtt svæði fyrir sauðfjárbeit þar sem núverandi beitarsvæði á Bakka fer undir iðnaðarsvæði.
8.Framkvæmda- og hafnarnefnd, stjórnskipulag
201406093
Farið yfir stöðu málsins.
9.Hraðaminnkandi aðgerðir efst í Þverholti
201410004
Umferðarþungi í Þverholti hefur aukist að undanförnu vegna framkvæmda tengdum Þeistareykjum. Umferðarhraði er líka orðinn meiri og brýnt að draga úr honum efst í Þverholtinu.Framkvæmda- og þjónustufulltrúi gerði grein fyrir ráðstöfunum til að draga úr umferðarhraðanum. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að láta setja upp hraðahindrun sunnan/austan Sprænugils og hámarksumferðarhraði tekinn niður í 50 km fyrir neðan spennivirki Rariks
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
10.Umferð við Litlagerði 5
201410026
Svanhildur Jónsdóttir og Tómas Jónsson, eigendur og íbúar í Litlagerði 5, hafa sent sveitarfélaginu erindi þar sem óskað er eftir úrbótum vegna umferðarhraða í Þverholti og hávaða hans vegna. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að finna heppilega lausn í samráði við lóðarhafa.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
11.Fundur haldinn í Ásbyrgi um framtíðar flóðavarnir á vatnasvæði Jökulsár á Fjöllum í Öxarfirði og Kelduhverfi
201410027
Greinargerð Orkustofnunar eftir fund í Gljúfrastofu um framtíðar flóðavarnir á vatnasvæði Jökulsár á Fjöllum þ. e. í Öxarfirði. Lagt fram til kynningar.
12.GPG Seafood óskar eftir að lokað verði fyrir bílaumferð við vinnsluhús félagsins
201406088
Formaður og f&h-fulltrúi áttu fund með forsvarsmönnum GPG og gerðu nefndinni grein fyrir stöðu málsins. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að merkja veginn milli Norðlenska og GPG sem vinnusvæði og hvetja bílstjóra til sérstakrar aðgæslu við akstur þar.
13.Hafnasamband Íslands, fundagerðir 2014
201401137
Lagt fram til kynningar.
14.Hjalti Hálfdánarson óskar umsagnar Norðurþings vegna umsóknar um hafnsögumannsskírteini
201409072
Hjalti Hálfdánarson, k.t. 260968-3199 hyggst sækja um skírteini löggilts hafnsögumanns við hafnir Norðurþings og óskar eftir meðmælum hafnastjórnar. Hafnastjórn mælir með umsókninni.
15.Húsnefnd skólahússins á Kópaskeri, tillögur að framkvæmdum
201409091
Húsnefndin skrifaði bæjararráði bréf þar sem farið er yfir helst atriði sem starfsemin í húsinu útheimtir. Framkvæmda- og hafnanefnd vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
16.Kristján Phillips f.h. Víkurskeljar ehf.,ósk um stuðning við starfsemi fyrirtækisins
201409042
Þetta sama erindi var tekið fyrir á síðasta fundi og afgreitt þá. Málið yfirfarið aftur vegna á grundvelli gleggri upplýsinga. Meirihluti framkvæmda- og hafnanefndar felur f&þ fulltrúa að leita eftir því við fræðslu- og menningarnefnd að leigusamningur um verðbúðir verði endurskoðaður. Hjálmar Bogi er ósammála afgreiðslu meirihluta nefndarinnar.
17.Móttaka skemmtiferðaskipa meðan á framkvæmdum stendur við Bökugarð
201409107
Vegna fyrirspurna frá ferðaþjónustuaðilum um móttöku skemmtiferðaskipa meðan á framkvæmdum stendur vegna uppbyggingar á Bakka funduðu formaður nefndarinnar, hafnarstjóri, yfirhafnarvörður og verkefnisstjóri vegna uppbyggingar á Bakka um málið.Mat þeirra var að ekki væri hægt að ábyrgjast bryggjupláss fyrir skemmtiferðaskip sumarið 2016 en það ætti að vera í lagi sumarið 2015. Framkvæmda- og hafnanefnd telur rétt metið að ekki sé raunhæft að taka á móti skemmtiferðaskipum við Bökugarð sumarið 2016 m.v. núverandi áform um uppbyggingu á Bökugarði.
18.Þörf á endurnýjun búnaðar í skólum
201406090
Farið yfir skjal sem Erla Sigurðardóttir, fræðslu- og menningarfulltrúi hefur tekið saman um búnaðarþörf í skólum Norðurþings. Framkvæmda- og hafnanefnd vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
19.Móttaka farmleifa og úrgangs frá Flateyjarhöfn
201410050
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu sem snýr að því að tekið verði á móti farmleifum og úrgangi frá Flateyjarhöfn í Húsavíkurhöfn og komið í förgunarferli hafnarinnar. Lagt fram til kynningar.
20.Flókahús á Húsavík
201408055
Málið var tekið fyrir á síðasta fundi en yfirfarið aftur nú í ljósi nýrra upplýsinga. Þar sem Flókahús og Helguskúr standa saman á lóðinni Hafnarstétt 13-15 er það mat skipulags- og byggingarfulltrúa að ekki sé físilegt að selja húsið við þær aðstæður. Framkvæmda- og hafnanefnd felur f&þ fulltrúa að afla frekari gagna um húsið.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
21.Fyrirkomulag sorpmála í Norðurþingi
201410060
Farið yfir stöðu sorpmála í sveitarfélaginu. Í ljósi þess að sveitarfélögin Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur óskuðu eftir því í sumar að slíta samstarfi í rekstri Sorpsamlags Þingeyinga ehf er ljóst að breyta þarf fyrirkomulagi reksturs sorphirðu og förgunar í Norðurþingi, þ.e. Húsavík og Reykjahverfi. Framkvæmda- og hafnanefndar felur f&þ fulltrúa að vinna að undirbúningi á yfirtöku þessa verkefnis miðað við næstu áramót. Framkvæmda- og hafnarnefnd er sammála um að nauðsynlegt er að ná fram heilstæðu samstarfi á öllu Norður- og Austurlandi í sorpbrennslu, sorpflokkun, moltugerð og urðun og hvetur sveitarstjórnir á svæðinu til samstarfs um slíkt.
22.Snjómokstur í Norðurþingi
201410063
Farið yfir fyrirkomulag snjómoksturs í sveitarfélaginu. Framkvæmda- og hafnanefnd ákveður að auka áherslur við snjómokstur fyrir gangandi umferð í þéttbýli.
23.Slippurinn á Húsavík
201410062
Rætt um framtíðarfyrirkomulag slippreksturs á Húsavík. Núverandi leigusamningur rennur út um n.k. áramót. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að auglýsa slippinn til sölu og óska eftir tilboðum ásamt áformum bjóðenda um uppbyggingu í og við slippinn.
24.Fasteignir Norðurþings 2014
201402056
Farið yfir ýmis málefni tengd fasteignum Norðurþings. Hjálmar Bogi lagði fram ábendingu um að sumar stofnanir sveitarfélagins eru ekki merktar sveitarfélaginu. Framkvæmda- og hafnanefnd felur f&þ fulltrúa að taka saman kostnað við merkingar á þeim stofnunum sveitarfélagins sem ómerktar eru og leggja fyrir nefndina tillögur að merkingum ásamt kostnaðaráætlun.
Fundi slitið - kl. 16:00.