Fara í efni

Kristján Phillips f.h. Víkurskeljar ehf.,ósk um stuðning við starfsemi fyrirtækisins

Málsnúmer 201409042

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 43. fundur - 17.09.2014

Kristján Phillips, f.h. Víkurskeljar ehf., óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins með því að það veiti fyrirtækinu afnot af verbúð á efri eða neðri hæð Verbúðahússins með leigusamningi. Fyrirtækið myndi þá útbúa húsnæðið og gera það leyfishæft fyrir starfsemina. Eins og staðan er núna er engin verbúð laus til útleigu á efri hæð. Á neðri hæð er ein laus verbúð. Framkvæmda- og hafnanefnd felur f&þ fulltrúa að svara erindinu.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 44. fundur - 15.10.2014

Þetta sama erindi var tekið fyrir á síðasta fundi og afgreitt þá. Málið yfirfarið aftur vegna á grundvelli gleggri upplýsinga. Meirihluti framkvæmda- og hafnanefndar felur f&þ fulltrúa að leita eftir því við fræðslu- og menningarnefnd að leigusamningur um verðbúðir verði endurskoðaður. Hjálmar Bogi er ósammála afgreiðslu meirihluta nefndarinnar.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 43. fundur - 19.11.2014

Fræðslu- og menningarnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 47. fundur - 25.03.2015

Málinu var vísað til fræðslu- og menningarnefndar af framkvæmda- og hafnarnefnd. Óskað er eftir aðstöðu fyrir starfsemi fyrirtækisins í húsnæði á vegum sveitarfélagsins.
Menningarfélagið Úti á Túni er með virka starfsemi í samræmi við samning sem í gildi er til ársloka 2016. Fræðslu- og menningarnefnd getur því ekki komið til móts við óskir Víkurskeljar að svo stöddu.