Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

43. fundur 17. september 2014 kl. 16:00 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurðsson formaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Tryggvi Jóhannsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Ályktanir af 15.þingi Landssambands slökkviliðs- og sjúkrafl.manna

Málsnúmer 201407015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Reglugerð um starfsemi slökkviliða til umsagnar

Málsnúmer 201409009Vakta málsnúmer

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið sendir til umsagnar tillögu að nýrri reglugerð um starfsemi slökkviliða. Tillagan var unnin af Mannvirkjastofnun í samráði við óformlegan starfshóp sem skipaður var fulltrúum frá Félagi slökkviliðsstjóra, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Framkvæmda- og hafnanefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu.

3.Breyting aðalskipulags v/ norðurhafnar

Málsnúmer 201406081Vakta málsnúmer

Skipulags- og bygginganefnd vísar hugmynd um breytingu aðalskipulags vegna 2 ha uppfyllingar í norðurhöfninni á Húsavík til umfjöllunar í framkvæmda- og hafnanefnd.Málið var til kynningar á síðasta fundi f&h. Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu málsins. Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til að hafnarsvæði H3 verði breytt í blandað svæði verslunar- og þjónustu-/hafnarsvæði. Annars samþykkir nefndin fyrirliggjandi hugmyndir s&b nefndar.

4.Breyting á deiliskipulagi norðurhafnar

Málsnúmer 201406082Vakta málsnúmer

Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir hugmynd að deiliskipulagi norðurhafnarsvæðis til samræmis við fyrirhugaða landfyllingu og kynnti líka hugmynd um uppbyggingu við slippinn. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi hugmyndir s&b nefndar.

5.Hafnasamband Íslands, fundagerðir 2014

Málsnúmer 201401137Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri sótti ársþing Hafnasambands Íslands sem haldið var á Ólafsfirði fyrir skemmstu. Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu niðurstöðum þingsins. Lagt fram til kynningar.

6.Efnahagsleg áhrif íslenskra hafna

Málsnúmer 201407006Vakta málsnúmer

Á 38. hafnasambandsþingi sem haldið var í Vestmannaeyjum í september 2012 var stjórn Hafnasambands Íslands falið að láta gera úttekt á efnahagslegum áhrifum íslenskra hafna og vægi þeirra í íslensku atvinnuífi.Starfsmaður hafnasambandsins hefur á seinustu mánuðum unnið úttektina. Lagt fram til kynningar.

7.Verkáætlun vegna athugasemda EFTA í úttekt á siglingavernd í Húsavíkurhöfn

Málsnúmer 201407045Vakta málsnúmer

Bréf frá Samgöngustofu vegna athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA í úttekt á siglingavernd í Húsavíkurhöfn og verkáætlun þar að lútandi.Brugðist hefur verið við athugasemdunum og endurskoðuð og uppfærð verndaráætlun hafnaraðstöðu fyrir Húsavíkurhöfn send Samgöngustofu innan tilskilins frests. Lagt fram til kynningar.

8.Smábátahöfn á Raufarhöfn

Málsnúmer 201404011Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá verksamningur milli Hafnasjóðs Norðurþings annars vegar og Ístrukka ehf. hins vegar vegna verksins. "Raufarhöfn, endurbætur á smábátahöfn". Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi samning. Olga Gísladóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

9.Áætlun um refaveiðar 2014 til 2016

Málsnúmer 201407062Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun hefur unnið drög að áætlun sem hefur það að markmiði að bæta nýtingu og umgjörð þess fjármagns sem veitt er til refaveiða. Framkvæmda- og hafnanefnd telur það hlutverk ríkisins að útrýma ref og mink í landinu enda fylgja verkefninu engir fjármunir sem svarar kostnaði. Það er óeðlilegt að Umhverfisstofnun geti ætlað sveitarfélögum að vinna þetta verkefni. Framkvæmda- og hafnafnefnd felur f&þ fulltrúa að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri.

10.Bílastæði í miðbæ Húsavíkur

Málsnúmer 201406091Vakta málsnúmer

Áður tekið fyrir á 42. fundi þann 2. júlí sl. Farið yfir útfærslu tillögunnar sem þá var samþykkt. Framkvæmda- og hafnanefnd óskar eftir því við s&b nefnd að bílastæðið vestan við þjóðveg nr. 85 við Húsavíkurkirkju verði endurskipulagt.

11.Eignasjóður, viðhaldsmál fjölbýlishúsa

Málsnúmer 201305009Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá Matsskýrsla vegna kjallararýmis í Grundargarði 1-3 á Húsavík unnin af Faglausn -Almari Eggertssyni. Í skýrsluni er tillaga um forgangsröðun verkefna og kostnaðaráætlun. Einnig verðkönnun vegna viðhalds á Grundargarði 5-7, á Húsavík sem snýr að endurnýjun glugga og hurða, múrviðgerðir utanhúss og endurnýjun á handriði við inngang. Verðkönnunin er líka unnin af Faglausn Almari Eggertssyni/Knúti Emil Jónassyni. Framkvæmda- og hafnanefnd ákveður að hefja undirbúning að framkvæmdum á grundvelli tillagna Faglausna ehf. að Grundagarði 1 - 3. Framkvæmda- hafnanefnd samþykkir og heimilar hússjóði fyrir sitt leyti að hefja múrviðgerðir og endurnýjun á tréverki utanhúss að Grundargarði 5 - 7. Nefndin felur umsjónarmanni fasteigna að fylgja málinu eftir. Undir þessum lið sat Guðbjartur Ellert Jónsson, starfandi umsjónarmaður fasteigna Norðurþings.

12.Flókahús á Húsavík

Málsnúmer 201408055Vakta málsnúmer

Faglausn hefur unnið ástandsmat og kostnaðaráætlun vegna leka á bakhlið Flókahúss. Nefndin ákveður að fara ekki í endurbætur á húsnæðinu, felur umsjónarmanni fasteigna að segja upp leigusamningi og setja húsið í söluferli. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að auglýsa húsið til sölu. Tilboðsgjöfum verði gert að skila inn tillögum að útliti og hönnun hússins. Þær skulu taka mið af skipulagi og ásýnd svæðisins. Jafnframt verði sett fram tímasett áætlun um framkvæmdir ásamt verðtilboðum. Undir þessum lið sat Guðbjartur Ellert Jónsson, starfandi umsjónarmaður fasteigna Norðurþings.

13.Pálína Margrét Poulsen óskar eftir að eignast Ásgötu 10, Raufarhöfn

Málsnúmer 201407043Vakta málsnúmer

Pálína Margrét Poulsen lýsir með bréfi yfir áhuga sínum á að eignast húsið Ásgötu 10 á Raufarhöfn með það fyrir augum að gera það upp. Hún vill gera samning við sveitarfélagið þar um. Í bréfinu gerir hún nánari grein fyrir því hvernig hún hugsar sér að innhald slíks samnings. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að selja Pálinu M. Poulsen húseignina. Skal kaupverðið taka mið af sölukostnaði og í kaupsamningi skulu koma fram kvaðir um endurbætur á þremur árum frá undirritun kaupsamnings. Undir þessum lið sat Guðbjartur Ellert Jónsson, starfandi umsjónarmaður fasteigna Norðurþings.

14.Endurskoða hámarkshraða innan þéttbýlismarka

Málsnúmer 201406089Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi nefndarinnar var óskað eftir samþykki Vegagertðarinnar vegna tillögu um að lækka hámarkshraða á Garðarsbraut frá mótum hennar og Mararbrautar að sunnan að móum við Naustagil að norðan. Hámarkshraðinn verði lækkaður úr 50 km/klst. í 30 km/klst. yfir sumarið þ.e. frá 1. júní til 1. september. Vegagerðin hefur svarað og styður tillöguna en lítur svo á að um tilraun sé að ræða og veltir upp þeirri spurningu hvort þessi hraðamörk ættu að gilda allt árið. Vegagerðin bendir á að vanda þurfi merkingar og skoða hvort ekki ætti að mála 30 km á yfirborð vegarins. Framkvæmda- og hafnanefnd felur f&þ fulltrúa að undirbúa að lækka hámarkshraða á umræddu svæði frá 1. júní næstkomandi.

15.Gerð landbótaáætlana

Málsnúmer 201407057Vakta málsnúmer

Þann 1. janúar 2014 tók gildi ný reglugerð nr. 1160/2013 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Landbótaáætlanir sem gerðar voru í samræmi við eldri reglugerð nr. 10/2008 skulu uppfærðar og því lokið fyrir 31. desember 2014. Lagt fram til kynningar.

16.Óli Þór Jónsson og Eydís Harpa Ólafsdóttir sækja um lögbýlisskráningu fyrir jörð sína Reykjahverfi

Málsnúmer 201408036Vakta málsnúmer

Óli Þór og Eydís Harpa hyggjast sækja um lögbýlisskráningu fyrir jörð sína í Reykjahverfi. Jörðin er í fasteignamatsskrá undir nafninu Reykjarhóll, land A, landnúmer 205308, 55ha og án mannvirkja. Þau hyggjast sækja um þátttöku í Norðurlandsskógaverkefninu. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lögbýlis á Reykjarhóli í Reykjahverfi, landnúmer 205308.

17.Ráðuneytið auglýsir ráðstefnu á vegum Umhverfisstofnunar um plastúrgang í hafi

Málsnúmer 201407017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Verkefnið Göngum í skólann

Málsnúmer 201408039Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd felur f&þ fulltrúa í samstarfi við fræðslu- og menningarfulltrúa að afhenda götukort í Borgarhólsskóla. Tilgangurinn er að nemendur sjálfir merkja inn gönguleið sína í skólann. Niðurstöður verða notaðar við endurskoðun á gangbrautum á Húsavík.

19.Viðhald girðinga meðfram vegum í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201406015Vakta málsnúmer

Framkvæmd- og hafnafulltrúi gerði nefndinni grein fyrir þeim vinnureglum sem viðhafðar hafa verið af hálfu sveitarfélagsins hvað þennan málaflokk varðar. Framkvæmda- og hafnanefnd hvetur Vegagerðina til að sinna skyldum sínum sem veghaldari og tryggja að girðingar þjóni hlutverki sínu.

20.Kristján Phillips f.h. Víkurskeljar ehf.,ósk um stuðning við starfsemi fyrirtækisins

Málsnúmer 201409042Vakta málsnúmer

Kristján Phillips, f.h. Víkurskeljar ehf., óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins með því að það veiti fyrirtækinu afnot af verbúð á efri eða neðri hæð Verbúðahússins með leigusamningi. Fyrirtækið myndi þá útbúa húsnæðið og gera það leyfishæft fyrir starfsemina. Eins og staðan er núna er engin verbúð laus til útleigu á efri hæð. Á neðri hæð er ein laus verbúð. Framkvæmda- og hafnanefnd felur f&þ fulltrúa að svara erindinu.

21.Verklagsreglur OH og Norðurþings um rekstur og uppbyggingu fráveitu

Málsnúmer 201409036Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu drög að verklagsreglum OH og Norðurþings um rekstur og uppbyggingu fráveitu í Norðurþingi, auk viðauka.Þess er óskað að nefndin kynni sér verklagsreglurnar og komi með athugasemdir og eða ábendingar. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi verklagsreglur.

22.Vegagerðin, sjóvörn undir bökkum á Húsavík

Málsnúmer 201409046Vakta málsnúmer

Gögn hafa borist frá Vegagerðinni vegna endurbyggingar sjóvarnargarðs undir bakkanum niður undan sláturhúsi Norðlenska og suður á móts við Haukamýri. Um er að ræða grunnmynd og snið. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir framkvæmdir við sjóvarnir í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

23.Steinunn Sigvaldadóttir f.h. Norðursiglingar sækir um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhús við flotbryggju

Málsnúmer 201406072Vakta málsnúmer

Í júlí síðastliðnum samþykkti starfandi hafnastjóri heimild til Norðursiglingar ehf. fyrir torgsöluhúsi. Framkvæmda- og hafnanefnd felur hafnastjóra að sjá til þess að torgsöluhús á miðhafnarsvæðinu verði fjarlægð fyrir 1. október næstkomandi sem og allar óleyfisbyggingar innan miðhafnarskipulagsins. Framkvæmda- og hafnanefnd óskar eftir samstarfi við s&b nefnd um að móta skýrar reglur um leyfisveitingar til handa leyfishöfum á torgsölusvæðum.

24.Rögnvaldur Björnsson óskar eftir að fá gömlu slökkvistöðina á Raufarhöfn leigða

Málsnúmer 201409055Vakta málsnúmer

Rögnvaldur hafði samband við sveitarfélagið og óskaði eftir að fá gömlu slökkvistöðina á Raufarhöfn leigða. Þar sem húsnæðið er í notkun getur framkvæmda- og hafnanefnd ekki orðið við erindinu.

25.Umgengni um hafnarsvæðið á Húsavík

Málsnúmer 201409057Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd felur hafnastjóra að hafa forgöngu um átak í umgegni á hafnarsvæðum sveitarfélagsins. Hlutaðeigandi aðilum verði gert að fjarlægja eigur sínar en að öðrum kosti verði þær fjarlægðar.

26.Hönnun tengivegar norðan við lóð PCC á Bakka

Málsnúmer 201409058Vakta málsnúmer

Gera þarf tengiveg yfir Bakkaá stutt neðan við þjóðveg 85. Leitað var til Mannvits eftir tilboði í hönnun vegarins en sveitarfélagið þarf að kosta hann. Tilboð að upphæð 1.2 milljónir frá Mannviti í hönnunina lá fyrir fundinum. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að láta Mannvit hanna verkið og gera það klárt til útboðs.

27.Ósk um kaup á Bryggjuhúsi á Raufarhöfn

Málsnúmer 201409060Vakta málsnúmer

Snæbjörn Magnússon óskar með bréfi eftir að fá Nótahúsið (Bryggjuhúsið) sem stendur á bryggjunni á Raufarhöfn keypt. Framkvæmda- og hafnanefnd hyggst selja húsið til brottflutnings og tilbúin til viðræðna á þeim forsendum.

28.Viðaukar við lóðar- og hafnarsamning

Málsnúmer 201402102Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja viðaukar við gildandi samning hafnasjóðs við þýska fyrirtækið PCC. Viðaukarnar fela í sér framlengingu á núgildandi samningi. Hafnarstjóri fór yfir viðaukana og samþykkir nefndin fyrirliggjandi viðauka og felur hafnastjóra og formanni hafnanefndar að undirrita samningana.

Fundi slitið - kl. 13:00.