Fara í efni

Óli Þór Jónsson og Eydís Harpa Ólafsdóttir sækja um lögbýlisskráningu fyrir jörð sína Reykjahverfi

Málsnúmer 201408036

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 43. fundur - 17.09.2014

Óli Þór og Eydís Harpa hyggjast sækja um lögbýlisskráningu fyrir jörð sína í Reykjahverfi. Jörðin er í fasteignamatsskrá undir nafninu Reykjarhóll, land A, landnúmer 205308, 55ha og án mannvirkja. Þau hyggjast sækja um þátttöku í Norðurlandsskógaverkefninu. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lögbýlis á Reykjarhóli í Reykjahverfi, landnúmer 205308.