Fara í efni

Vegagerðin, sjóvörn undir bökkum á Húsavík

Málsnúmer 201409046

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 120. fundur - 16.09.2014

Óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun sjóvarnargarðs í fjörunni suður frá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Meðfylgjandi erindi eru teikningar af fyrirhugaðri framkvæmd, grunnmynd og snið.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings fagnar því að verkið sé komið á framkvæmdastig og leggur til við Framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að veitt verði leyfi til framkvæmdanna.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 43. fundur - 17.09.2014

Gögn hafa borist frá Vegagerðinni vegna endurbyggingar sjóvarnargarðs undir bakkanum niður undan sláturhúsi Norðlenska og suður á móts við Haukamýri. Um er að ræða grunnmynd og snið. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir framkvæmdir við sjóvarnir í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

Bæjarstjórn Norðurþings - 39. fundur - 23.09.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var til afgreiðslu á 120. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun sjóvarnargarðs í fjörunni suður frá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Meðfylgjandi erindi eru teikningar af fyrirhugaðri framkvæmd, grunnmynd og snið.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings fagnar því að verkið sé komið á framkvæmdastig og leggur til við Framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að veitt verði leyfi til framkvæmdanna. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkti á 43. fundi sínum að veita framkvæmdaleyfi. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 51. fundur - 11.02.2015

Verkið var boðið út í annað sinn núna í janúar í endurskoðaðri útgáfu og voru tilboð opnuð 27. janúar.