Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

39. fundur 23. september 2014 kl. 16:15 - 19:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Friðrik Sigurðsson Forseti
 • Olga Gísladóttir aðalmaður
 • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
 • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
 • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
 • Óli Halldórsson aðalmaður
 • Trausti Aðalsteinsson 1. varamaður
 • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
 • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá
Bæjarstjórn býður Kristján Þór Magnússon nýráðinn bæjarstjóra velkomin til starfa og þakkar jafnframt fráfarandi bæjarstjóra, Bergi Elíasi Ágústssyni fyrir gott og óeigingjarnt starf undanfarin ár og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

1.Samþykktir Norðurþings

Málsnúmer 201312069Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi um samþykktir Norðurþings en fyrri umræða fór fram á 31. fundi bæjarstjórnar. Á þeim fundi samþykkti bæjarstjórn að vísa samþykktum sveitarfélagsins til nefndar fyrir síðari umræðu. Til máls tóku: Óli, Friðrik og Gunnlaugur. Fyrirliggjandi tillögu er vísað til bæjarráðs.

2.Breyting aðalskipulags vegna efnislosunarsvæðis

Málsnúmer 201409033Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var til afgreiðslu á 120. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingu Aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 sem geri ráð fyrir jarðvegslosunarsvæði við fjallsafleggjara.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Ennfremur verði frumhugmyndir skipulagsbreytingarinnar kynntar á opnu húsi. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða án umræðu.

3.Deiliskipulag efnislosunarsvæðis

Málsnúmer 201409053Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var til afgreiðslu á 120. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Skipulags- og byggingarfultrúi kynnti tillögu að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag jarðvegslosunarsvæðis við fjallsafleggjara.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga. Ennfremur verði frumhugmyndir skipulagstillögunnar kynntar á opnu húsi. Fyrirliggjand tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða án umræðu.

4.Sjóböð ehf. sækja um lóð á Húsavíkurhöfða

Málsnúmer 201408054Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var til afgreiðslu á 120. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir viðræðum um lóð undir starfsemi félagsins norðan og austan við vitann á Húsavíkurhöfða eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdrætti. Á lóðinni hyggst félagið byggja og reka sjóböð sem nýta munu heitt vatn úr borholum á svæðinu. Efnasamsetning vatnsins er talin heilsusamleg væntanlegum baðgestum. Áætluð stærð baðsvæðis er 985 m² og fyrirhugað byggingarmagn 498 m². Til lengri framtíðar verði mögulega byggt heilsuhótel á svæðinu í tengslum við sjóböðin.
Skipulags- og byggingarnefnd fagnar þeim hugmyndum sem fram koma í erindinu og leggur til við bæjarstjórn að hafnar verði viðræður við umsækjanda um breytingar á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar. Til máls tóku: Kjartan, Gunnlaugur, Jónas og Friðrik. Friðrik lagði til að bæjarstjórn gerði bókun skipulags- og byggingarnefnd að sinni. Bókunin er eftirfarandi:"Bæjarstjórn Norðurþings fagnar þeim hugmyndum sem fram koma í erindinu og samþykkir að hafnar verði viðræður við umsækjanda um breytingar á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags vegna fyrirhugaðra uppbygginngar" Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

5.PCC BakkiSilicon hf. sækir um samþykki byggingaráforma á lóðinni Bakkavegi 2 á Bakka

Málsnúmer 201405060Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var til afgreiðslu á 120. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
Með bréfi dags. 19. ágúst 2014 óskar PCC BakkiSilicon hf eftir samþykki Norðurþings fyrir byggingaráformum á lóðinni að Bakkavegi 2 á iðnaðarsvæðinu á Bakka á grundvelli gr. 2.4.2, 2.4.4 og 2.4.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Meðfylgjandi umsókn eru eftirfarandi gögn:
1. Umsóknarbréf.

2. Yfirlitsmynd yfir lóðina og ófullgerðir aðaluppdrættir allra fyrirhugaðra mannvirkja.

3. Skýrsla um forgreiningu vegna bruna- og öryggismála.

4. Umsögn Vinnueftirlits dags. 5. júní 2014.

5. Umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra dags. 16. júlí 2014.

6. Matsskýrsla, dags. 21. maí 2013, skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum, auk viðauka.

7. Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum dags. 3. júlí 2013.

8. Lýsing á fyrirhuguðum jarðvinnuframkvæmdum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi, í samráði við eldvarnareftirlit sveitarfélagsins, óskaði yfirferðar óháðs sérfræðings á forgreiningu bruna- og öryggismála. Fyrir liggur nú umsögn Davíðs S. Snorrasonar verkfræðings hjá Verkís dags. 4. september 2014 um skýrslu ráðgjafa umsækjanda. Byggingarfulltrúi hefur yfirfarið framlagðar teikningar.
Skipulags- og byggingarnefnd telur fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðinni í samræmi við samþykkt deiliskipulag 1. áfanga á Bakka. Hvorki Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Eystra né Vinnueftirlit gera athugasemdir við að byggingaráform verði samþykkt á grundvelli þeirra gagna sem fram eru lögð, enda verði fullnægjandi teikningum mannvirkja skilað inn til yfirferðar eftir því sem deilihönnun vindur fram. Í umsögn Verkís um skýrslu um brunahönnun og áhættugreiningu koma fram nokkrar athugasemdir, flestar smávægilegar.
Niðurstaða Verkís er sú að skýrslan í heild sé sannfærandi og nægilega nákvæm til samþykktar byggingaráforma.
Eldvarnareftirlit Norðurþings gerir fyrirvara um samninga milli aðila um útvegun slökkvivatns í nægu magni og undir nægum þrýstingi innan lóðar til samræmis við það sem gengið er út frá í forhönnunarskýrslu.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings telur að fullnægjandi gögn hafi verið lögð fram til samþykktar byggingaráforma fyrir kísilmálmverksmiðju PCC BakkiSilicon hf og leggur til við bæjarstjórn að byggingarfulltrúa verði falið að tilkynna umsækjanda um samþykkt byggingaráformanna.
Til máls tóku: Gunnlaugur, Óli, Kristján Þór og Friðrik. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

6.Vegagerðin, sjóvörn undir bökkum á Húsavík

Málsnúmer 201409046Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var til afgreiðslu á 120. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun sjóvarnargarðs í fjörunni suður frá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Meðfylgjandi erindi eru teikningar af fyrirhugaðri framkvæmd, grunnmynd og snið.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings fagnar því að verkið sé komið á framkvæmdastig og leggur til við Framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að veitt verði leyfi til framkvæmdanna. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkti á 43. fundi sínum að veita framkvæmdaleyfi. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

7.ÁTVR óskar eftir leyfi til að opna áfengisútsölu á Kópaskeri

Málsnúmer 201408017Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var til afgreiðslu á 120. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: ÁTVR óskar heimildar Norðurþings til að opna áfengisverslun í Bakkagötu 10 á Kópaskeri með vísan til 10. gr. laga nr. 86/2011.
Skv. 11. gr. Áfengislaga nr. 75/1998 skal sveitarstjórn leita álits skipulags- og byggingarnefndar áður en hún veitir leyfi til rekstrar áfengisútsölu. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings hefur kynnt sér fyrirliggjandi erindi ÁTVR. Fyrirhuguð staðsetning er á miðsvæði þéttbýlisins skv. gildandi aðalskipulagi og í sama húsi og matvöruverslunin.
Skipulags- og byggingarnefnd veitir því jákvæða umsögn um veitingu leyfis fyrir áfengisverslun á lóðinni. Bæjarráð fjallaði um erindið á 116. fundi sínum og veitti samþykkir fyrir beiðni ÁTVR. Fyrirliggjandi beiðni ÁTVR sem vísað var til umsagnar í skipulags- og byggingarnefnd samþykkt samhljóða.

8.Reglur um könnun og meðferð barnaverndarmála og framsal valds

Málsnúmer 201409040Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi semt tekið var fyrir á 117. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs: Fyrir bæjarráði liggja nýjar reglur um könnun og meðferð einstakra barnaverndarmála eða málaflokka og framsal valds hjá starfsmönnum félags- og barnaverndarnefndar Þingeyinga, sem sveitarstjórnir innan Þingeyjarsýslu þurfa að samþykkja.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi reglur verði samþykktar. Til máls tók: Kristján Þór. Fyrirliggjandi reglur samþykktar samhljóða.

9.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, aðlögurnaráætlun Norðurþings

Málsnúmer 201409054Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 117. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs:Fyrir bæjarráði liggur erindi frá EFS (Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga) frá 20. febrúar s.l. þar sem nefndin óskar eftir frekari upplýsingum um breytingar í 10 ára aðlögunaráætlun Norðurþings. Áður hafði sveitarfélagið svarað fyrirspurn nefndarinnar og vísað til óvissu um nokkra liði áætlunarinnar. Til að uppfylla ákvæði laga um aðlögunaráætlun, er niðurstaða nefndarinnar að óska eftir því við Norðurþing, að sveitarfélagið setji fram aðlögunaráætlun í tveimur hlutum, annars vegar þann hluta aðlögunaráætlunarinnar sem taki mið af núverandi aðstæðum í rekstri sveitarfélagsins, þ.e.a.s. aðlögunaráætlun sem taki mið af núverandi rekstrarumhverfi Norðurþings og hins vegar þann hluta aðlögunaráætlunarinnar þar sem fram koma áhrif uppbyggingar á Bakka á áætlun um fjárfestingar, tekjur og gjöld sem og aðra liði í rekstri og efnahag.
Fyrir bæjarráði liggur 10 ára aðlögunaráætlun ásamt greinargerð þar sem umbeðnar upplýsingar hafa verið dregnar saman. Aðlögunaráætlunin er sett upp í tvennu lagi eins og óskað er og gerð er grein fyrir forsendum í sérstakri greinargerð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi aðlögunaráætlun verði samþykkt. Fyrir fund bæjarstjórnar í dag fór fram kynning Níels Guðmundssonar, endurskoðanda Enor ehf., á 10 ára aðlögunaráætlun Norðurþings. Til máls tóku: Óli, Soffía, Jónas, Gunnlaugur og Friðrik. Fyrirliggjandi tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.

10.Bæjarráð Norðurþings - 114

Málsnúmer 1408008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 114. fundar bæjarráðs Norðurþings. Til máls tók undir fundargerðinni: Friðrik Friðrik óskar eftir því að bæjarstjórn geri bókun bæjarráðs ( 3ja dagskrárlið fundargerðarinnar) að sínum með efirfarandi hætti: "Bæjarstjórn Norðurþings skorar á ISAVIA, Innanríkisráðuneytið og Alþingi að tryggja öryggi flugfarþega um Húsavíkurflugvöll í Aðaldal með fulnægjandi aðflugsbúnaði og að tryggja að vellinum og öðrum þeim búnaði sem nauðsynlegur er til reksturs vallarins sé viðhaldið og búnaður endurnýjaður eins og nauðsynlegt er" Bókunin samþykkt samhljóða. Fundargerðin staðfest.

11.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 33

Málsnúmer 1408007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 33. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar Norðurþings. Fundargerðin staðfest án umræðu.

12.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 39

Málsnúmer 1408009Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 39. fundar fræðslu- og menningarnefndar Norðurþings. Fundargerðin staðfest án umræðu.

13.Bæjarráð Norðurþings - 115

Málsnúmer 1409002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 115. fundar bæjarráðs Norðurþings. Fundargerðin staðfest án umræðu.

14.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 41

Málsnúmer 1409006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 41. féalgs- og barnaverndarnefndar Norðurþings. Fundargerðin staðfest án umræðu.

15.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 40

Málsnúmer 1409004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 40. fundar fræðslu- og menningarnefndar Norðurþings. Fundargerðin staðfest án umræðu.

16.Bæjarráð Norðurþings - 116

Málsnúmer 1409005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 116. fundar bæjarráðs Norðurþings. Fundargerðin staðfest án umræðu.

17.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 120

Málsnúmer 1409007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 120. fundar skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings. Fundargerðin staðfest án umræðu.

18.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 43

Málsnúmer 1409008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 43. fundar framkvæmda- og hafnanefndar Norðurþings. Fundargerðin staðfest án umræðu.

19.Bæjarráð Norðurþings - 117

Málsnúmer 1409009Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 117. fundar bæjarráðs Norðurþings. Fundargerðin staðfest án umræðu.

20.Bæjarráð Norðurþings - 108

Málsnúmer 1406005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 108. fundar bæjarráðs sem staðfest var í sumarorlofi bæjarstjórnar. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 118

Málsnúmer 1406006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 118. fundar skipulag- og byggingarnefndar sem staðfest var í sumarorlofi bæjarstjórnar. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 38

Málsnúmer 1406007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 38. fundar fræðslu- og menningarnefndar sem staðfest var í sumarorlofi bæjarstjórnar. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 42

Málsnúmer 1406008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 42. fundar framkvæmda- og hafnanefndar sem staðfest var í sumarorlofi bæjarstjórnar. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

24.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 31

Málsnúmer 1406010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 31. tómstunda- og æskulýðsnefndar sem staðfest var í sumarorlofi bæjarstjórnar. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

25.Bæjarráð Norðurþings - 109

Málsnúmer 1407001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 109. fundar bæjarráðs sem staðfest var í sumarorlofi bæjarstjórnar. Til máls tóku: Gunnlaugur, Örlygur, Jónas, Óli, Friðrik, Kjartan og Soffía. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

26.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 40

Málsnúmer 1407002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 40. fundar félags- og barnanverndarnefndar sem staðfest var í sumarorlofi bæjarstjórnar. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

27.Bæjarráð Norðurþings - 110

Málsnúmer 1407003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 110. fundar bæjarráðs sem staðfest var í sumarorlofi bæjarstjórnar. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

28.Bæjarráð Norðurþings - 111

Málsnúmer 1407004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 111. fundar bæjarráðs sem staðfest var í sumarorlofi bæjarstjórnar. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

29.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 32

Málsnúmer 1407005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 32. fundar tómstunda- og æskulýðsnefnar sem staðfest var í sumarorlofi bæjarstjórnar. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

30.Bæjarráð Norðurþings - 112

Málsnúmer 1408001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 112. fundar bæjarráðs sem staðfest var í sumarorlofi bæjarstjórnar. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

31.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 119

Málsnúmer 1408002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 119. fundar skipulags- og byggingarnefndar sem staðfest var í sumarorlofi bæjarstjórnar. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

32.Bæjarráð Norðurþings - 113

Málsnúmer 1408004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 113. fundar bæjarráðs sem staðfest var í sumarorlofi bæjarstjórnar. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:30.