Fara í efni

Sjóböð ehf. sækja um lóð á Húsavíkurhöfða

Málsnúmer 201408054

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 120. fundur - 16.09.2014

Óskað er eftir viðræðum um lóð undir starfsemi félagsins norðan og austan við vitann á Húsavíkurhöfða eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdrætti. Á lóðinni hyggst félagið byggja og reka sjóböð sem nýta munu heitt vatn úr borholum á svæðinu. Efnasamsetning vatnsins er talin heilsusamleg væntanlegum baðgestum. Áætluð stærð baðsvæðis er 985 m² og fyrirhugað byggingarmagn 498 m². Til lengri framtíðar verði mögulega byggt heilsuhótel á svæðinu í tengslum við sjóböðin.

Skipulags- og byggingarnefnd fagnar þeim hugmyndum sem fram koma í erindinu og leggur til við bæjarstjórn að hafnar verði viðræður við umsækjanda um breytingar á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar.

Bæjarstjórn Norðurþings - 39. fundur - 23.09.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var til afgreiðslu á 120. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir viðræðum um lóð undir starfsemi félagsins norðan og austan við vitann á Húsavíkurhöfða eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdrætti. Á lóðinni hyggst félagið byggja og reka sjóböð sem nýta munu heitt vatn úr borholum á svæðinu. Efnasamsetning vatnsins er talin heilsusamleg væntanlegum baðgestum. Áætluð stærð baðsvæðis er 985 m² og fyrirhugað byggingarmagn 498 m². Til lengri framtíðar verði mögulega byggt heilsuhótel á svæðinu í tengslum við sjóböðin.
Skipulags- og byggingarnefnd fagnar þeim hugmyndum sem fram koma í erindinu og leggur til við bæjarstjórn að hafnar verði viðræður við umsækjanda um breytingar á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar. Til máls tóku: Kjartan, Gunnlaugur, Jónas og Friðrik. Friðrik lagði til að bæjarstjórn gerði bókun skipulags- og byggingarnefnd að sinni. Bókunin er eftirfarandi:"Bæjarstjórn Norðurþings fagnar þeim hugmyndum sem fram koma í erindinu og samþykkir að hafnar verði viðræður við umsækjanda um breytingar á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags vegna fyrirhugaðra uppbygginngar" Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Norðurþings - 118. fundur - 02.10.2014

Á fund bæjarráðs mætti Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri og fór yfir og kynnti verkefni Sjóbaða ehf. á Höfða. Bæjarráð þakkar Snæbirni fyrir góða kynningu.

Bæjarráð Norðurþings - 132. fundur - 26.02.2015

Fyrir bæjarráði liggur samningur um fyrirkomulag skipulagsvinnu milli Norðurþings annars vegar og Sjóbaða ehf., hins vegar vegna fyrirhugaðrar uppbyggingu náttúrubaða á Húsavíkurhöfða.
Vinna við breytingar á skipulagi samkvæmt samningi þessum kemur til vegna fyrirætlana um uppbyggingu náttúrubaða og tengdrar starfsemi við vitann á Húsavíkurhöfða.
Samningur þessi byggir á því að Norðurþing fallist á að Sjóböð ehf., muni vinna tillögu að skipulagslýsingu og deiliskipulagi, á eigin kostnað innan afmarkaðs svæðis og jafnframt stilli Sjóböð ehf. upp fullnægjandi tillögu að breytingu aðalskipulags Norðurþings til samræmis við deiliskipulagstillöguna.
Komi til framkvæmda Sjóbaða efh. á grundvelli skipulagsbreytinga samkvæmt samningi þessum skal Norðurþing endurgreiða útlagðan kostnað vegna skipulagsvinnunnar, sem hæfilegur getur talist að hámarki 2 mkr. og þá með skuldajöfnun við lokauppgjör gatnagerðagjalda.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.