Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Sjóböð ehf. Snæbjörn Sigurðarson kynnir verkefnið
201408054
Á fund bæjarráðs mætti Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri og fór yfir og kynnti verkefni Sjóbaða ehf. á Höfða. Bæjarráð þakkar Snæbirni fyrir góða kynningu.
2.818. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
201409064
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 818. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3.Aðalfundur Eyþings 3. og 4. október 2014
201409116
Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á aðalfund Eyþings sem fer fram 3. og 4. október n.k. Lagt fram til kynningar.
4.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2014
201409083
Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem fram fer miðvikudaginn 8. október n.k. á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík og hefst hann kl. 16:00 Bæjarráð felur Kristjáni Þór Magnússyni að sitja fund sjóðsins f.h. sveitafélagsins.
5.Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkur og tryggingafræðileg staða
201409065
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar ársreikningur LSS sem fer með málefni Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkur í sameinuðum sjóði. Lagt fram til kynningar.
6.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 9. og 10. október 2014
201409105
Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem fram fer 9. og 10. október n.k. á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Lagt fram til kynningar.
7.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2014
201401098
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 22. fundar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
8.Fundargerð stjórnarfundar Sorpsamlags Þingeyinga
201409066
Fyrir bæjarráði liggja fundargerðir stjórnar Sorpsamlags Þingeyinga ehf., ásamt fylgiskjölum og bréfi Umhverfisstofnunar vegna úrbóta við Laugardal. Lagt fram til kynningar.
9.Fundargerðir stjórnar Dvalarheimilis aldraðra sf. 2014
201402080
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 2. fundar stjórnar Dvalarheimilis aldraðra sf. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
10.Hluthafafundur Sorpsamlagsins 29. sept. 2014
201409108
Fyrir bæjarráði liggur hluthafafundur Sorpsamlags Þingeyinga ehf., frá 29. september s.l. Friðrik Sigurðsson fór með umboð sveitarfélagsins á fundinum. Fram kemur í fundargerð hluthafafundarins að samþykkt er að stjórn félagsins verði heimilt að kalla eftir rekstrarframlagi, allt að 15 mkr. króna en þó ekki meira en þörf krefur. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu hluthafafundar.
11.Húsnefnd skólahússins á Kópaskeri, tillögur að framkvæmdum
201409091
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Húsnefnd skólahússins á Kópaskeri. Bæjarráð þakkar bréfriturum fyrir erindið en vísar því til afgreiðslu framkvæmda- og hafnanefndar.
12.Póst- og fjarskiptastofnun, fækkun póstdreifingardaga við Kópasker og Raufarhöfn
201409110
Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar tillaga Íslandspóst sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur sent sveitarfélaginu en þar kemur fram að fyrirhuguð er fækkun dreifingardaga í dreifðari byggð í landinu og fellur Raufarhöfn og Kópasker undir skilgreiningu Íslandspósts. Bæjarráð tekur undir áhyggjur Íslandspósts um ástand vega í sveitarfélaginu en leggst alfarið gegn skerðingu á póstþjónustu í dreifðum byggðum Norðurþings.
13.Samþykktir Norðurþings
201312069
Fyrir bæjarráði liggur til umræðu "Samþykktir Norðurþings". Erindið var til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarstjórnar og var því vísað til frekari meðferðar í bæjarráði áður en það verður tekið fyrir bæjarstjórn að nýju. Bæjarstjóra falið að kalla til nefndarmenn til að halda vinnu áfram við gerð samþykktarinnar og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
14.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Berki Emilssyni vegna heimagistingar
201409106
Fyrir bæjarráði liggur umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Húsavík vegna rekstrarleyfis til handa Berki Emilssyni um sölu heimagistingar að Stóragarði 7 á Húsavík. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.
15.Velferðarnefnd Alþingis, 14. mál til umsagnar
201410002
Fyrir bæjarráði liggur umsagnarbeiðni frá Velferðarnefnd Alþingis um tillögu til þingsályktunar um eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu - 14. mál. Lagt fram til kynningar.
16.Velferðarráðuneytið, úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra 2014
201409104
Fyrir liggur tilkynning frá Velferðarráðuneytinu, en að fenginni tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs aldraðra, hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að veita framlag til framkvæmda til endurbóta á austur- og miðálmu húsnæðis Dvalarheimilis aldraðra sf. á Húsavík. Framlagið verður greitt út í tvennu lagi. Fyrri helmingur verður greiddur út í október 2014 en síðari helmingurinn verður greiddur út þegar lokaúttekt hefur verið gerð. Lagt fram til kynningar.
17.Velunnarar Samgönguminjasafnsins í Ystafelli óska eftir stuðningi við kaup á líkbíl Húsvíkinga til að gefa safninu
201405091
Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 108. fundi bæjarráðs en þá var því frestað. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.
Fundi slitið - kl. 18:00.