Fara í efni

Velunnarar Samgönguminjasafnsins í Ystafelli óska eftir stuðningi við kaup á líkbíl Húsvíkinga til að gefa safninu

Málsnúmer 201405091

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 108. fundur - 26.06.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Vilberg N. Jóhannessyni, f.h. velunnara Samgönguminjasafnsins í Ystafelli, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til kaupa á bifreið í eigu sóknarnefndar Húsavíkurkirkju og gefa safninu. Bæjarráð tekur jákvætt í hugmynd bréfritara og fagnar áformum um að halda þessum menningarverðmætum í sýslunni. Bæjarráð mun skoða málið á síðari stigum.

Bæjarráð Norðurþings - 118. fundur - 02.10.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 108. fundi bæjarráðs en þá var því frestað. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.