Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti óskar eftir sameiginlegum fulltrúa frá Norðurþingi og Tjörneshreppi í samstarfshóp um raforkumál á Norð-austurlandi
201405086
Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti þar sem óskað er eftir sameiginlegum fulltrúa frá Norðurþingi og Tjörneshreppi í samstarfshóp um raforkumál á Norð-Austurlandi.Árið 2009 skipaði iðnaðarráðherra ráðgjafahóp til þess að meta leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum. Góð reynsla hefur verið af samstarfshópi þessum sem hefur verið skipaður af heimamönnum, fyrirtækjum á svæðinu, Orkubúi Vestfjarðar, Landsneti og Orkustofnun. Aðstæður á Norð-Austurlandi eru um margt líkar þeim sem eru á Vestfjörðum, hvað varðar raforkuöryggi. Bent hefur verið á að æskilegt sé að sambærilegu starfi verði komið á sem skoði raforkukerfi Norð-Austurlands.Með vísan til framangreinds hefur verið ákveðið að koma á fót föstum samstarfshópi. Því er óskað eftir tilnefningu tveggja einstaklinga, konu og karls. Ráðherra skipar í samstarfshópinn og velur úr tilnefningum til að kynjaskipting sé sem jöfnunst.Ekki verður greidd þóknun fyrir setu í samstarfshópnum, en greitt verður fyrir ferðakostnað samkvæmt nánara samkomulagi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Bæjarráð tilnefnir Guðrúnu Erlu Jónsdóttir og Kristján Þór Magnússon.
2.Mál varðandi stóriðju á Bakka
201012092
Eftirfarandi er ályktun bæjarráðs vegna uppbyggingar stóriðju á Bakka.
Undanfarin ár hefur Norðurþing, í samstarfi við sveitarfélög í Þingeyjarsýslum, unnið að uppbyggingu iðnaðar á Bakka við Húsavík. Meginmarkmið þessarar vinnu hefur verið að snúa við þeirri neikvæðu byggða- og atvinnuþróun sem átt hefur sér stað í Þingeyjarsýslum undanfarna tvo áratugi. Á þessari vegferð hafa Þingeyingar, í samstafi við hlutaeigandi aðila, lagt mikið undir í orkurannsóknum á háhitasvæðum, skipulagi fyrir virkjanir, vegi, línulagnir, hafnaframkvæmdir og iðnaðarlóðir svo eitthvað sé nefnt.
Staðan í dag er sú að unnið er að fullum krafti með Þýska fyrirtækinu PCC að uppbyggingu kísilverksmiðju í landi Bakka. Endanleg ákvörðun um framkvæmdir mun að líkindum liggja fyrir á næstunni. Þingeyingar hafa átt gott samstarf með stjórnvöldum og í samvinnu við þau tryggt fjármögnun á uppbyggingu nauðsynlegra innviða. Eftirlitsstofnun ESA hefur samþykkt aðkomu stjórnvalda að málinu án fyrirvara.
Núverandi bæjarstjórn Norðurþings leggur áherslu á að unnið verði áfram af fullum hug að uppbyggingu PCC á Bakka og því verkefni lokið. Jafnframt verður unnið að því að fá fleiri fyrirtæki til að fjárfesta í uppbyggingu á svæðinu. Stefnt er að því að iðnaðarsvæðið á Bakka verði vettvangur meðalstórra og minni iðnfyrirtækja. Fyrirtæki verði valin inn á svæðið m.t.t. til ásættanlegra áhrifa á umhverfi, samfélag og aðra atvinnuvegi. Markmiðið er að orka í Þingeyjarsýslu sé nýtt í héraðinu.
Bæjarstjóra falið að koma þessari bókun á framfæri við samstarfsaðila Norðurþings varðandi verkefni á Bakka ásamt upplýsingum um tengiliði sveitarfélagsins verkefnanna.
Undanfarin ár hefur Norðurþing, í samstarfi við sveitarfélög í Þingeyjarsýslum, unnið að uppbyggingu iðnaðar á Bakka við Húsavík. Meginmarkmið þessarar vinnu hefur verið að snúa við þeirri neikvæðu byggða- og atvinnuþróun sem átt hefur sér stað í Þingeyjarsýslum undanfarna tvo áratugi. Á þessari vegferð hafa Þingeyingar, í samstafi við hlutaeigandi aðila, lagt mikið undir í orkurannsóknum á háhitasvæðum, skipulagi fyrir virkjanir, vegi, línulagnir, hafnaframkvæmdir og iðnaðarlóðir svo eitthvað sé nefnt.
Staðan í dag er sú að unnið er að fullum krafti með Þýska fyrirtækinu PCC að uppbyggingu kísilverksmiðju í landi Bakka. Endanleg ákvörðun um framkvæmdir mun að líkindum liggja fyrir á næstunni. Þingeyingar hafa átt gott samstarf með stjórnvöldum og í samvinnu við þau tryggt fjármögnun á uppbyggingu nauðsynlegra innviða. Eftirlitsstofnun ESA hefur samþykkt aðkomu stjórnvalda að málinu án fyrirvara.
Núverandi bæjarstjórn Norðurþings leggur áherslu á að unnið verði áfram af fullum hug að uppbyggingu PCC á Bakka og því verkefni lokið. Jafnframt verður unnið að því að fá fleiri fyrirtæki til að fjárfesta í uppbyggingu á svæðinu. Stefnt er að því að iðnaðarsvæðið á Bakka verði vettvangur meðalstórra og minni iðnfyrirtækja. Fyrirtæki verði valin inn á svæðið m.t.t. til ásættanlegra áhrifa á umhverfi, samfélag og aðra atvinnuvegi. Markmiðið er að orka í Þingeyjarsýslu sé nýtt í héraðinu.
Bæjarstjóra falið að koma þessari bókun á framfæri við samstarfsaðila Norðurþings varðandi verkefni á Bakka ásamt upplýsingum um tengiliði sveitarfélagsins verkefnanna.
3.EFS óskar eftir að fram fari umræða í sveitarstjórnum um tilhögun á fjármálastjórn sveitarfélaga
201406047
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) þar sem óskað er eftir umræðu í bæjarstjórn um tilhögun á fjármálastjórn sveitarfélagsins. Fram kemur í erindinu að dagleg usmjón með fjármálum sveitarfélags er í höndum sveitarstjóra og fjármálastjóra og á reglulega að fara yfir samanburð milli bókhalds og fjárhagsáætlunar og gera grein fyrir frávikum. Sveitarstjórn ber ábyrgð á fjármálum sveitarfélags og því mikilvægt að sveitarstjórn fari yfir og fjalli sérstaklega um þróun og stöðu fjármála sveitarfélagsins með reglubundnum hætti, a.m.k. tvisvar á ári fyrir þau minnstu og upp í mánaðarlega fyrir þau stærri. Þannig er sveitarstjórn á hverjum tíma upplýst um þróun fjármálanna, samanburð við fjárhagsáætlun og útskýringar á frávikum ef eru. Rétt er að ítreka ákvæði 62. gr. sveitarstjórnarlaga en þar semgir meða annars að fjárhagsáætlun sé bindandi ákvörðun um allar fjárhagslegar ráðstafanir sveitarfélags á því ári sem hún tekur til.Það er vilji EFS að í kjölfar fyrirliggjandi bréfs skapist umræður í sveitarstjórn um tilhögun viðkomandi sveitarstjórnar á fjármálastjórninni og leiðum til endurskoðunar á verklagi við fjármálastjórn m.a. með því að sveitarstjórnir kynni sér hvernig aðrir haga sínu eftirliti. EFS hvetur í þessum efnum til frekari umræðu við endurskoðanda sveitarfélagsins þar sem hlutverk hans skv. 3. mgr. 72. gr. laga 138/2011 er m.a. að kanna "hvort almenn stjórnsýsla sveitarfélagsins og einstakra ákvarðana af hálfu þess eru í samræmi við reglur um fjármál sveitarfélags, ábyrga fjármálastjórn og upplýsingaskyldu...".Vakni spurningar um einhver atriði bréfsins eru sveitarstjórnir hvattar til að hafa samband við starfsmann nefndarinnar til frekari upplýsingar. EFS óskar eftir því að bréf þetta verið lagt fyrir fund sveitarstjórnar til frekari umræðu. Lagt fram til kynningar.
4.Samskipti vegna skíðamannvirkja á Reykjaheiði.
201310075
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar sölutilboð á um 8 km löngum aflstreng sem sent var inn til Orkuveitu Húsavíkur ohf. Í skoðun hefur verið að leggja rafstreng frá Húsavík að Höskuldsvatni.Skoðun á uppbyggingu skíða- og útivistasvæðis á Reykjaheiði hefur verið til umfjöllunar hjá Tómstunda- og æskulýðsnefnd og liggur fyrir gróft kostnaðarmat á plægingu og rafvæðingu sem nemur um 25 m.kr. Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma málinu í formlegan farveg og í samvinnu við RARIK, Orkusamskipti og Orkuveitu Húsavíkur ohf. og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
5.Rafnar Orri og Harry Bjarki Gunnarssynir, tilboð um þjónustusamning
201406069
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Rafnari Orra Gunnarssyni og Harry Bjarka Gunnarssyni, f.h. Víkurblaðsins sf. Erindi felur í sér að gerður verði þjónustusamnignur milli Norðurþings og Víkurblaðsins sf. um upptökur og eftirvinnslu á heimildar- og kynningarefni í formi myndbanda sem fjalla þá um sveitarfélagið, helstu stofnanir þess og viðburði. Einnig verða upptökur af sveitarstjórnarfundum og endurvinnsla gerð á heimasíðu sveitarfélagsins. Þjónustusamningur verði gerður til reynslu í eitt ár. Meðfylgjandi eru drög að þjónustusamningi þar sem helstu þættir eru dregnir saman. Áætlaður kostnaður við þjónustusamninginn nemur um 2,4 m.kr. á ári. Friðrik vék af fundi við afgreiðslu málsins. Bæjarráð tekur jákvætt í verkefnið og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að ræða við bréfritara og skilgreina verkefnið og leggja fram samningsdrög fyrir gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.
6.Viðaukar við fjárhagsáætlanir
201406060
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar erindi frá Innanríkisráðuneytinu þar sem fjallað er um viðauka við fjárhagsáætlanir. Fram kemur í erindinu, með vísan til sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nýmæli sem felast í 64. gr. laganna um fjárhagsleg viðmið. Það er mat ráðuneytisins að með tilkomu hinna nýju fjárhagslegu viðmiða hafi árangur náðst í fjármálum sveitarfélaga sem muni styrkja fjárhagsstöðu þeirra til lengri tíma.í 62. og 63. gr. sveitarstjórnarlaga er vikið að fjárhagsáætlunum og mikilvægi þess að um bindandi ákvörðun sé að ræða vegna fjármálanna. Í 63. gr. sveitarstjórnarlaga er fjallað um viðauka við fjárhagsáætlun en þar segir að óheimilt sé að víkja frá fjárhagsáætlun nema sveitarstjórn hafi áður samþykkt viðauka við áætlunina. Á þetta við um hvers kyns ákvarðanir, samninga eða aðrar fjárhagslegar ráðstafanir sem hafa í för með sér breytingar á tekjum, útgjöldum, skuldbindingum eða tilfærslum milli liða í fjárhagsáætlun í þegar samþykktri áætlun. Einnig segir að viðauki sé ekki gildur nema hann feli einnig í sér útfærða ákvörðun um það hvernig þeim útgjöldum eða tekjulækkun sem gert er ráð fyrir verði mætt. Vert er að árétta að í lögunum koma fram skýr fyrirmæli um að ef ætlunin er að víkja frá fjárhagsáætlun þarf fyrirfram að afla heimildar til þess. Á undanförnum mánuðum hafa ráðuneytinu borist fyrirspurnir um það hvernig staðið skuli að gerð slíkra viðauka. Ráðuneytið hefur ásamt reikningsskila- og upplýsinganefnd sveitarfélaga hafið undirbúning að heildarendurskoðun á reglugerðum um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga og er fyrirhugað að þar verði meðal annars fjallað um form og efni viðauka við fjárhagsáætlun. Þrátt fyrir að vinnu þessari sé ekki lokið er nú þegar í 63. gr. sveitarstjórnarlaga kveðið á um að viðauki sé "ekki gildur nema hann feli einnig í sér útfærða ákvörðun um það hvernig þeim útgjöldum eða tekjulækkun sem ger er ráð fyrir verði mætt". Að áliti ráðuneytisins felst í framansögðu að viðauki skuli innifela upplýsingar í formi tölulegra yfirlita um hvernig fjárhagslegar ráðstafanir viðaukans hafi í för með sér breytingar á samþykktri fjárhagsáætlun.Það eru tilmæli ráðuneytisins að sveitarstjórnir yfirfari verklag við gerð viðauka með hliðsjón af ofangreindum upplýsingum og ef frekari spurningar vakna, um hvaða kröfur þurfi að uppfylla til að viðauki teljist gild útfærsla á ákvörðun sveitarstjórnar, eru sveitarstjórnir hvattar til að hafa samband um frekari upplýsingar og samráð. Óskað er eftir að bréfið verði lagt fyrir sveitarstjórn til umræðu. Lagt fram til kynningar.
7.Velunnarar Samgönguminjasafnsins í Ystafelli óska eftir stuðningi við kaup á líkbíl Húsvíkinga til að gefa safninu
201405091
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Vilberg N. Jóhannessyni, f.h. velunnara Samgönguminjasafnsins í Ystafelli, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til kaupa á bifreið í eigu sóknarnefndar Húsavíkurkirkju og gefa safninu. Bæjarráð tekur jákvætt í hugmynd bréfritara og fagnar áformum um að halda þessum menningarverðmætum í sýslunni. Bæjarráð mun skoða málið á síðari stigum.
8.Nordik lögfræðiþjónusta f.h. Grænur ehf., áður Barmur ehf. sendir inn álitsgerð vegna sölu á fiskiskipinu Sigrúnu Hrönn ÞH
201406033
Fyrir bæjarráði liggur álitsgerð og yfirlýsing frá Nordik lögfræðiþjónustu f.h. Grænur ehf. vegna sölu á félaginu Grænur ehf. til GSA Útgerð ehf. Fram kemur að í ljósi þess að fyrir liggur að allir hlutir í félaginu Grænur ehf. muni verða seldir GSA Útgerð ehf. og að línubáturinn Sigrún Hrönn ÞH-36 (2736) auk krókaflahlutdeildar muni vera til staðar í félaginu við afhendingu umræddra hluta, lýsa kaupendur því yfir að ekki sé verið að færa umrætt fiskiskip út úr sveitarfélaginu með framangreindum kaupum. Bæjarráð telur svör og staðfestingar fullnægjandi.
9.Varðandi verkefnið, Raufarhöfn áfangastaður ferðamanna allt árið
201406067
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Kristjáni Þ. Halldórssyni f.h. verkefnisins, Raufarhöfn áfangastaður ferðamanna allt ári. Fram kemur í erindinu að ráðningartími verkefnastjóra Byggðastofnunar á Raufarhöfn er senn að ljúka og því óskað eftir úrlausn frá verkefninu. Einnig kemur fram að verkefnið hlaut um 25 mkr. úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða á árinu 2013. Mótframlag umsækjanda þ.e. Norðurþings var einkum fólgið í ráðstöfun fjármuna úr bótasjóði SR - lóðar en sú vinna hefur lítt farið af stað. Mikilvægt er að vinna við verkefnið haldi áfram eins og áætlanir gera ráð fyrir og því er hvatt til þess að sveitarfélagið fari yfir alla þætti málsins og marki stefnu um framhaldið. Bæjarráð þakkar Kristjáni Þ. Halldórssyni vel unnin störf og samykkir úrlausn hans sem verkefnastjóra verkefnisins. Fjármálastjóra í samvinnu við framkvæmdastjóra AÞ falið að fylgja málinu eftir þannig að tryggt sé að þeir fjármunir sem í verkið voru ætlaðir skili sér.
10.Kosning fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014 til 2018
201406028
Fyrir bæjarráði liggur tillaga um að Friðrik Sigurðsson og Gunnlaugur Stefánsson verði aðalfulltrúar á landsþingi Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir kjörtímabilið 2014 -2018 og Óli Halldórsson og Jónas Einarsson verði til vara.
11.Samband íslenskra sveitarfélaga, ýmis mál til kynningar 2014
201402039
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 34. fundur samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara. Fundargerðin lögð fram til kynninga.
12.Ársreikningur Dvalaheimilis aldraðra sf 2013
201406066
Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu samþykkt aðalfundar Dvalarheimilis aldraðra sf. þar sem fundurinn samþykkti fjárhagsáætlun ársins 2014 sem felur í sér fjárframlag Norðurþings til stofnunarinnar að upphæð um 21,5 mkr. Meðfylgjandi er ársreikningur ásamt fjárhagsáætlun ársins 2014. Bæjarráð staðfesir ársreikning félagsins og samþykkir fjárframlag ársins 2014.
13.Leigufélag Hvamms ehf. aðalfundarboð
201406031
Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu samþykkt aðalfundar Leigufélags Hvamms ehf. þar sem fundurinn samþykkti fjárhagsáætlun ársins 2014. Meðfylgjandi er ársreikningur félagsins. Bæjarráð staðfestir ársreikning félagsins.
14.Sorpsamlag Þingeyinga, aðalfundur 2014
201406053
Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð á aðalfund Sorpsamlags Þingeyinga ehf. sem fram fer í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík fimmtudaginn 26. júní n.k. Bæjarráð felur Sif Jóhannesdóttir að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
15.Aðalfundarboð í Seljalaxi hf vegna ársins 2013
201406068
Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð á aðalfund Seljalax hf. sem fram fer í Skúlagarði föstudaginni 27. júní n.k. og hefst hann kl. 17:00 Bæjarráð felur Olgu Gísladóttir að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
16.Silfurstjarnan hf. aðalfundarboð
201406032
Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð á aðalfund Silfurstjörnunnar hf. sem fram fer í eldisstöð félagsins í Öxarfirði miðvikudaginn 25. júní n.k. og hefst hann kl. 14:00 Lagt fram til kynningar.
17.Lokun starfsstöðvar Vísis hf. á Húsavík.
201403088
Fyrir bæjarráði liggur svar Vísis hf. við óskum sveitarfélagsins á uppkaupum á um 700 tonnum af aflahlutdeild félagsins ásamt starfsstöðinni á Húsavík en þar kemur fram að ekki standi til að selja veiðiheimildir frá félaginu og því beiðninni hafnað. Bæjarráð harmar þá ákvörðun félagsins að ganga ekki til samninga við sveitarfélagið um þá beiðni sem lögð hefur verið fram.
18.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2014
201401098
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 22. fundar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
19.Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, aðalfundarboð
201406036
Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð á aðalfund Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga fyrir árið 2013 sem fer fram í Öxi á Kópaskeri miðvikudaginn 25. júní og hefst hann kl. 14:00 Bæjarráð felur Olgu Gísladóttir að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
20.Eyþing fundargerðir
201406064
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerðir 252., 253., 254., 255. fundar stjórnar Eyþings ásamt fundi Fulltrúaráðs Eyþings. Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
21.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Jónu Jónsdóttur f.h. Norðlenska ehf
201406039
Fyrir bæjarráði liggur beiðni Sýslumannsins á Húsavík vegna leyfisveitingar til handa Jónu Jónsdóttur f.h. Norðlenska ehf. vegna Garðarsbrautar 14. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.
22.Sýslumaðurinn á Húsavík óskar eftir umsögn vegna leyfisveitingar til handa Örlygi H. Örlygssyni fyrir Vallholtsveg 9
201406017
Fyrir bæjarráði liggur beiðni Sýslumannsins á Húsavík vegna leyfisveitingar til handa Örlygi H. Örlygssyni fyrir Vallholtsveg 9. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.
23.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Einari Gíslasyni f.h. Húsavíkurstofu
201406024
Fyrir bæjarráði liggur beiðni Sýslumannsins á Húsavík vegna leyfisveitingar til handa Einar Gíslasyni f.h. Húsavíkurstofu vegna Mærudaga t.a.m hátíðarhöld og brennuleyfi. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.
24.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Elínu B. Hartmannsdóttur
201405089
Fyrir bæjarráði liggur beiðni Sýslumannsins á Húsavík vegna leyfisveitingar til handa Elínu B. Hartmanssdóttur vegna gistingar í Brúnagerði 4. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.
25.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Óskari F. Jónssyni v/Hafnarstétt 5, áður Pallurinn
201406043
Fyrir bæjarráði liggur beiðni Sýslumannsins á Húsavík vegna leyfisveitingar til handa Óskari F. Jónssyni v/Hafnastétt 5, áður Pallurinn. Bæjarráð getur ekki veitt jákvæða umsögn á þessu stigi málsins. Bæjarráð bendir á að smábyggingarnar sem áður hýstu Pallinn og nýttar hafa verið til þessara starfsemi, eru óleyfisbyggingar samkvæmt gildandi deiliskipulagi á svæðinu. Bæjarráð telur ekki hægt að víkja frá gildandi deiliskipulagi svæðisins. Til ábendingar skal þess getið að gildandi deiliskipulag miðhafnarsvæðis heimilar allt að 45 fm byggingar á stöðuleyfi á viðkomandi lóð og eru þeir fullnýttir.
26.Vatnajökulsþjóðgarður, tilnefning fulltrúa í svæðisráð.
201008011
Fyrir bæjarráði liggur að skipa fulltrúa Norðurþings í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs. Bæjarráð tilnefnir Óla Halldórsson sem fulltrúa Norðurþings í svæðisráðinu og Örlyg Hnefil Örlygsson til vara.
27.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögra ára og tilnefningar á aðalfundi 2014-2018
201406045
Fyrir bæjarráði í umboði bæjarstjórnar liggur fyrir að gera breytingu á nefndarskipan í fræðslu- og menningarnefnd. Í stað Jónasar Einarssonar sem aðalmanns í fræðslu- og menningarnefnd kemur Erla Dögg Ásgeirsdóttir og í stað Kjartans Páls Þórarinssonar sem varamanns kemur Sigríður Valdimarsdóttir.
Fundi slitið - kl. 18:30.